Óvíst að lögin nái í gegn í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2015 19:15 vísir/stefán BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins hafa rúmar tvær vikur til að ná kjarasamningum áður en deilu þeirra verður vísað til kjaradóms sem Hæstiréttur skipar, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem stöðvar verkfalsaðgerðir. Óvíst er hvort frumvarpið nær að verða að lögum í kvöld. Það hefur legið í loftinu undanfarna daga að ríkisstjórnin hyggðst setja lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga og í gærkvöldi dró til tíðinda. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í stjórnarráðinu um klukkan átta í gærkvöldi en að honum loknum voru forystumenn stjórnmálaflokkanna upplýstir um málið. Ráðherrar vildu lítið segja að loknum þessum aukafundi ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þó að öllum hafi verið ljóst mjög lengi að verkföllunum yrði að ljúka. „Eru ekki allir sammála um að það náist ekki sátt,“ sagði ráðherrann. En það kom mörgum á óvart að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skyldi ekki mæla fyrir frumvarpinu eins og hefð er fyrir heldur einmitt atvinnuvegaráðherra og það við lítinn fögnuð stjórnarandstöðunnar. „Það eru ætíð þung skref fyrir hvern ráðherra og hverja ríkisstjórn og að sjálfsögðu líka fyrir Alþingi allt, að fjalla um frumvarp sem tekur á slíkum verkefnum. Réttur fólks til að grípa til sameiginlegra aðgerða til að knýja á um kjarabætur er verndaður og við viljum vernda hann í lengstu lög,“ sagði Sigurður Ingi þegar hann mælti fyrir málinu. En áður en kom að því áttu sér heitar umræður á þinginu um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. „Virðulegi forseti. Sú staða sem upp er kominn hér í þinginu og okkar samfélagi er skipbrot stjórnunarstíls sem felst í því að tala helst ekki saman,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þessi ríkisstjórn ræður ekki við verkefnin sín. Við erum búin að bjóða upp á samtal um þetta aftur og aftur. Ef það hefur verið komið fram við viðsemjendur ríkisins með sama hætti og stjórnarandstöðuna hér þá skil ég vel að það sé allt í uppnámi,“ sagði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um kjarkleysi fyrir að mæla ekki fyrir frumvarpinu. „Svo tala menn um kjarkleysi hér. Hver var það sem þorði að standa uppi í hárinu á kröfuhöfunum? Ekki háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson. Hver var það sem þorði að taka Icesave? Ekki háttvirtur þingmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Og hver þorði að lækka lán heimilanna? Ekki Samfylking og ekki Vinstri græn. Hvar er kjarkurinn, hvar er kjarkurinn? Hræsni stjórnarandstöðunnar er það sem stendur upp úr og hefur alltaf gert,“ messaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra yfir þingheimi og uppskar mikil framíköll. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata kom næstur í Pontu og átti erfitt með að fela forundran sína á stormandi ræðu utanríkisráðherra. „Virðulegi forseti.Ég var ekki í seinustu ríkisstjórn. Ég var ekki á þingi á síðasta kjörtímabili. Og hæstvirtur ráðherra getur ekki sem rök að stjórnarandstaðan hafi verið svona eða hinsegin á síðasta kjörtímabili. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtir ráðherrar þurfa að geta réttlæt sínar eigin gjörðir á sínum eigin forsendum,“ sagði Helgi Hrafn. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins hafa rúmar tvær vikur til að ná kjarasamningum áður en deilu þeirra verður vísað til kjaradóms sem Hæstiréttur skipar, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem stöðvar verkfalsaðgerðir. Óvíst er hvort frumvarpið nær að verða að lögum í kvöld. Það hefur legið í loftinu undanfarna daga að ríkisstjórnin hyggðst setja lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga og í gærkvöldi dró til tíðinda. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í stjórnarráðinu um klukkan átta í gærkvöldi en að honum loknum voru forystumenn stjórnmálaflokkanna upplýstir um málið. Ráðherrar vildu lítið segja að loknum þessum aukafundi ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þó að öllum hafi verið ljóst mjög lengi að verkföllunum yrði að ljúka. „Eru ekki allir sammála um að það náist ekki sátt,“ sagði ráðherrann. En það kom mörgum á óvart að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skyldi ekki mæla fyrir frumvarpinu eins og hefð er fyrir heldur einmitt atvinnuvegaráðherra og það við lítinn fögnuð stjórnarandstöðunnar. „Það eru ætíð þung skref fyrir hvern ráðherra og hverja ríkisstjórn og að sjálfsögðu líka fyrir Alþingi allt, að fjalla um frumvarp sem tekur á slíkum verkefnum. Réttur fólks til að grípa til sameiginlegra aðgerða til að knýja á um kjarabætur er verndaður og við viljum vernda hann í lengstu lög,“ sagði Sigurður Ingi þegar hann mælti fyrir málinu. En áður en kom að því áttu sér heitar umræður á þinginu um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. „Virðulegi forseti. Sú staða sem upp er kominn hér í þinginu og okkar samfélagi er skipbrot stjórnunarstíls sem felst í því að tala helst ekki saman,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þessi ríkisstjórn ræður ekki við verkefnin sín. Við erum búin að bjóða upp á samtal um þetta aftur og aftur. Ef það hefur verið komið fram við viðsemjendur ríkisins með sama hætti og stjórnarandstöðuna hér þá skil ég vel að það sé allt í uppnámi,“ sagði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um kjarkleysi fyrir að mæla ekki fyrir frumvarpinu. „Svo tala menn um kjarkleysi hér. Hver var það sem þorði að standa uppi í hárinu á kröfuhöfunum? Ekki háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson. Hver var það sem þorði að taka Icesave? Ekki háttvirtur þingmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Og hver þorði að lækka lán heimilanna? Ekki Samfylking og ekki Vinstri græn. Hvar er kjarkurinn, hvar er kjarkurinn? Hræsni stjórnarandstöðunnar er það sem stendur upp úr og hefur alltaf gert,“ messaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra yfir þingheimi og uppskar mikil framíköll. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata kom næstur í Pontu og átti erfitt með að fela forundran sína á stormandi ræðu utanríkisráðherra. „Virðulegi forseti.Ég var ekki í seinustu ríkisstjórn. Ég var ekki á þingi á síðasta kjörtímabili. Og hæstvirtur ráðherra getur ekki sem rök að stjórnarandstaðan hafi verið svona eða hinsegin á síðasta kjörtímabili. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtir ráðherrar þurfa að geta réttlæt sínar eigin gjörðir á sínum eigin forsendum,“ sagði Helgi Hrafn.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira