Aron Einar: Er gryfja þrátt fyrir hlaupabrautina Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2015 21:36 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var hrikalega ánægður með 2-1 sigur Íslands á Tékkum fyrr í kvöld, en með sigrinum er Ísland komið á topp A-riðils. „Þetta var virkilega góður og sætur sigur. Baráttan og íslenska geðveikan skóp þennan sigur,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum alltaf að við myndum skora mark. Þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur mark þá héldum við alltaf áfram og í rauninni vorum við betri en þeir í seinni hálfleik. Við fengum á okkur mark gegn gangi leiksins, en við héldum áfram og gerðum virkilega vel að ná stigunum þremur.” „Við ætluðum að keyra á þá strax. Við ætluðum að reyna fá mark eins fljótt og auðið var. Virkilega jákvæður og góður sigur. Þetta var mjög sterkur sigur og við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að bæta fyrir leikinn úti og gerðum það.” Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi 2-1 úti í Plzen og náði því að hefna fyrir það tap í Laugardalnum í kvöld. „Góð spurning. Ég held að við höfum bara komið betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að við höfum undirbúið okkur vel fyrir síðasta leik. Einhvernveginn komu þeir okkur á óvart úti og við áttum engin svör, en í dag voru bara sterkari aðilinn,” en var þetta mikilvægasta mark Arons fyrir landsliðið? „Já, ég er nú ekki kominn með mörg svo það segir sig sjálft,” sagði Aron og glotti. Hann segist hafa æft framherjastöðuna með Þór á sínum tíma: „Ég spilaði striker í gamla daga og lærði það í denn þegar maður æfði með Þór. Ég sá að Ari var að munda sinn frábæra vinstri fót og beið á fjær og reyndi að halda mér réttstæðum. Ég ákvað að skalla boltann niður og þetta fór í fjærhornið. Virkilega sáttur.” Aron Einar hrósaði stuðingunum í hástert og fór yfir stöðuna það sem eftir er af riðlinum. „Þetta er gryfja þrátt fyrir að þetta sé hlaupabraut. Þetta var virkilega góður sigur og karakterssigur.” „Er til betri staða? Við erum með Hollendinga og Tékka á eftir okkur, en það er ekkert auðveld staða að vera í. Við eigum þetta skilið og strákarnir geta labbað útaf vellinum sáttir og stoltir í dag.” „Það er nóg eftir og við eigum næst Holland úti. Við vitum að Hollendingar urðu ekki slæmir á einni nóttu og það var tímaspursmál hvenær þeir myndu hrökkva í gírinn. Það verður virkilega erfiður leikur og við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir hann,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var hrikalega ánægður með 2-1 sigur Íslands á Tékkum fyrr í kvöld, en með sigrinum er Ísland komið á topp A-riðils. „Þetta var virkilega góður og sætur sigur. Baráttan og íslenska geðveikan skóp þennan sigur,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum alltaf að við myndum skora mark. Þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur mark þá héldum við alltaf áfram og í rauninni vorum við betri en þeir í seinni hálfleik. Við fengum á okkur mark gegn gangi leiksins, en við héldum áfram og gerðum virkilega vel að ná stigunum þremur.” „Við ætluðum að keyra á þá strax. Við ætluðum að reyna fá mark eins fljótt og auðið var. Virkilega jákvæður og góður sigur. Þetta var mjög sterkur sigur og við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að bæta fyrir leikinn úti og gerðum það.” Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi 2-1 úti í Plzen og náði því að hefna fyrir það tap í Laugardalnum í kvöld. „Góð spurning. Ég held að við höfum bara komið betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að við höfum undirbúið okkur vel fyrir síðasta leik. Einhvernveginn komu þeir okkur á óvart úti og við áttum engin svör, en í dag voru bara sterkari aðilinn,” en var þetta mikilvægasta mark Arons fyrir landsliðið? „Já, ég er nú ekki kominn með mörg svo það segir sig sjálft,” sagði Aron og glotti. Hann segist hafa æft framherjastöðuna með Þór á sínum tíma: „Ég spilaði striker í gamla daga og lærði það í denn þegar maður æfði með Þór. Ég sá að Ari var að munda sinn frábæra vinstri fót og beið á fjær og reyndi að halda mér réttstæðum. Ég ákvað að skalla boltann niður og þetta fór í fjærhornið. Virkilega sáttur.” Aron Einar hrósaði stuðingunum í hástert og fór yfir stöðuna það sem eftir er af riðlinum. „Þetta er gryfja þrátt fyrir að þetta sé hlaupabraut. Þetta var virkilega góður sigur og karakterssigur.” „Er til betri staða? Við erum með Hollendinga og Tékka á eftir okkur, en það er ekkert auðveld staða að vera í. Við eigum þetta skilið og strákarnir geta labbað útaf vellinum sáttir og stoltir í dag.” „Það er nóg eftir og við eigum næst Holland úti. Við vitum að Hollendingar urðu ekki slæmir á einni nóttu og það var tímaspursmál hvenær þeir myndu hrökkva í gírinn. Það verður virkilega erfiður leikur og við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir hann,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira