Klikkuð þjóð? Marta Eiríksdóttir skrifar 12. júní 2015 09:01 Alltaf svo forvitnilegt að hlusta á útlendinga tala um okkur Íslendinga. Ég var með þremur erlendum konum í klefa á leiðinni með Norrænu til Íslands í vikunni og þær höfðu eftirfarandi að segja. Þessi þýska sem hafði ferðast ótalsinnum hingað er orðin verulega áhyggjufull vegna fjölda ferðamanna í náttúru landsins okkar, uppáhaldsnáttúru hennar, svo hrá og tær og falleg náttúra Íslands en núna eru Íslendingar á hraðri leið aftur inn í eitthvað „grípum gæsina" tímabil. Þeir voru aðeins auðmjúkari 2008 í hruninu en núna á allt að seljast! Náttúran virðist léttvæg skiptimynt. Hreint loft? Bara fínt, nei nei bara nota hana, níðast á henni og þéna á henni. Setja upp fleiri spúandi verksmiðjur, bara fínt, gerir ekkert til, alltaf rok hérna sem hreinsar loftið hvort eð er. Eldgos? Bara fínt, dregur að fleiri erlenda ferðamenn. Dauðar kindur og lömb vegna hugsanlegrar eitrunar af völdum Holuhrauns? Minna lambakjöt? Hey hvaða mórall er þetta, verum jákvæð! Þessi breska sagði að við fólkið værum rannsóknarefni en hún elskar landið. Það fer samt stundum í taugarnar á henni hvað fólkið er hvatvíst og klikkað. Það fattar ekki verðmætin í hreinni náttúru landsins. Íbúar landsins jaðra við að vera einfaldir, fólkið skipuleggur sig lítið, horfir lítið til framtíðar eða spáir í afleiðingar gjörða sinna. Þetta reddast hugarfar Íslendinga er ofnotað! Gullin náttúran má þola gamaldags hugsunarhátt yfirvalda, þegar reistar eru loftmengandi verksmiðjur í fallegu landinu.Taumlaus ferðamennska Ferðamennskan er taumlaus.Fyrst búa Íslendingar til brjálaða markaðsherferð um Ísland og hamra svoleiðis í útlöndum um að allir eigi að koma til landsins, stjórnlaus herferð og ekkert hugsað fram á við eða spáð í hugsanlegar afleiðingar þess að svo margir komi til landsins og yfirfylli viðkvæma náttúru Íslands. Svo núna þegar uppskeran er að skila sér og ferðamenn flæða yfir landið, þá svona nenna Íslendingar þessu ekki alveg. Þeir vildu ekki fá alveg svona svakalega marga túrista hingað og eru jafnvel orðnir pirraðir á þessum útlendingum alls staðar. Fullar rútur af fólki, fullar sundlaugar af útlendingum. Jafnvel leynilegar ókeypis sundlaugar landans eru einnig yfirfullar því Íslendingar skrifuðu heilu bækurnar þar sem þeir sögðu frá öllum földum gersemum landans í náttúrunni. Allt átti að opinbera! Ókei ókei brosum því við erum nú að græða á öllum þessum fjölda þegar upp er staðið! Íslendingar þurfa líklega fyrst fara sömu leið og fíklarnir. Sökkva niður á harða kalda botninn. Missa allt úr höndum sér, eiga ekkert eftir þegar þeir uppgötva hvað þeir voru ríkir einu sinni þegar þeir áttu allt, saklausa fallega náttúru. Hreint og tært loft. Þegar þeir voru bara fáir, voru bara þeir sjálfir. Nutu þess að ferðast heima á landinu sínu. Tóku á móti gestum í rólegheitum án þess að sjá þá sem hugsanlegan gróða heldur sem fólk sem gaman var að fá í heimsókn. Já líklega þarf fyrst að tapa öllu til að fatta að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Alltaf svo forvitnilegt að hlusta á útlendinga tala um okkur Íslendinga. Ég var með þremur erlendum konum í klefa á leiðinni með Norrænu til Íslands í vikunni og þær höfðu eftirfarandi að segja. Þessi þýska sem hafði ferðast ótalsinnum hingað er orðin verulega áhyggjufull vegna fjölda ferðamanna í náttúru landsins okkar, uppáhaldsnáttúru hennar, svo hrá og tær og falleg náttúra Íslands en núna eru Íslendingar á hraðri leið aftur inn í eitthvað „grípum gæsina" tímabil. Þeir voru aðeins auðmjúkari 2008 í hruninu en núna á allt að seljast! Náttúran virðist léttvæg skiptimynt. Hreint loft? Bara fínt, nei nei bara nota hana, níðast á henni og þéna á henni. Setja upp fleiri spúandi verksmiðjur, bara fínt, gerir ekkert til, alltaf rok hérna sem hreinsar loftið hvort eð er. Eldgos? Bara fínt, dregur að fleiri erlenda ferðamenn. Dauðar kindur og lömb vegna hugsanlegrar eitrunar af völdum Holuhrauns? Minna lambakjöt? Hey hvaða mórall er þetta, verum jákvæð! Þessi breska sagði að við fólkið værum rannsóknarefni en hún elskar landið. Það fer samt stundum í taugarnar á henni hvað fólkið er hvatvíst og klikkað. Það fattar ekki verðmætin í hreinni náttúru landsins. Íbúar landsins jaðra við að vera einfaldir, fólkið skipuleggur sig lítið, horfir lítið til framtíðar eða spáir í afleiðingar gjörða sinna. Þetta reddast hugarfar Íslendinga er ofnotað! Gullin náttúran má þola gamaldags hugsunarhátt yfirvalda, þegar reistar eru loftmengandi verksmiðjur í fallegu landinu.Taumlaus ferðamennska Ferðamennskan er taumlaus.Fyrst búa Íslendingar til brjálaða markaðsherferð um Ísland og hamra svoleiðis í útlöndum um að allir eigi að koma til landsins, stjórnlaus herferð og ekkert hugsað fram á við eða spáð í hugsanlegar afleiðingar þess að svo margir komi til landsins og yfirfylli viðkvæma náttúru Íslands. Svo núna þegar uppskeran er að skila sér og ferðamenn flæða yfir landið, þá svona nenna Íslendingar þessu ekki alveg. Þeir vildu ekki fá alveg svona svakalega marga túrista hingað og eru jafnvel orðnir pirraðir á þessum útlendingum alls staðar. Fullar rútur af fólki, fullar sundlaugar af útlendingum. Jafnvel leynilegar ókeypis sundlaugar landans eru einnig yfirfullar því Íslendingar skrifuðu heilu bækurnar þar sem þeir sögðu frá öllum földum gersemum landans í náttúrunni. Allt átti að opinbera! Ókei ókei brosum því við erum nú að græða á öllum þessum fjölda þegar upp er staðið! Íslendingar þurfa líklega fyrst fara sömu leið og fíklarnir. Sökkva niður á harða kalda botninn. Missa allt úr höndum sér, eiga ekkert eftir þegar þeir uppgötva hvað þeir voru ríkir einu sinni þegar þeir áttu allt, saklausa fallega náttúru. Hreint og tært loft. Þegar þeir voru bara fáir, voru bara þeir sjálfir. Nutu þess að ferðast heima á landinu sínu. Tóku á móti gestum í rólegheitum án þess að sjá þá sem hugsanlegan gróða heldur sem fólk sem gaman var að fá í heimsókn. Já líklega þarf fyrst að tapa öllu til að fatta að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun