„Ég kýs skjótan dauðdaga“ 9. júlí 2015 19:54 Örlög grísks efnahags gætu ráðist á næstu sólarhringum. Gjaldeyrishöftin eru þegar farin að bitna mjög harkalega á litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Grikklandi og atvinnurekendur í Aþenu eru mjög svartsýnir á framtíðarhorfur. Á aðeins fjórum árum hefur tveimur þriðju hlutum allra verslana í helstu verslunargötu Aþenu verið lokað. Ríkisstjórn Alexis Tsipras hefur fengið frest til miðnættis til að koma með tillögur umbóta sem geta orðið grundvöllur frekari lánveitinga til gríska ríkisins. Tillögurnar verða yfirfarnar á sunnudag á ríkjaráðstefnu í Brussel. Kreppan hefur leikið grísk fyrirtæki grátt. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru kjölfestan í grísku hagkerfi en samkvæmt tölum OECD eru 60 prósent allra fyrirtækja í Grikklandi með tíu starfsmenn eða færri. Gjaldeyrishöftin í landinu koma verst niður á þessum fyrirtækjum. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er í Aþenu. Hann ræddi við sjálfstæða atvinnurekendur sem hafa orðið illa úti vegna kreppu og gjaldeyrishafta. „Ég kýs skjótan dauðdaga frekan en þennan hægfara dauða,“ segir Panagiotis Mellos, slátrari og kjötinnflytjandi í Aþenu. Nick Malkoutzis er aðstoðarritstjóri enskrar úgáfu dagblaðsins Kathimerini og ritstjóri vefritsins Macropolis. Hann segir merki efnahagshnignunar alls staðar.Sjá má frétt Þorbjarnar frá Aþenu með því að smella hér fyrir ofan. Grikkland Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Örlög grísks efnahags gætu ráðist á næstu sólarhringum. Gjaldeyrishöftin eru þegar farin að bitna mjög harkalega á litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Grikklandi og atvinnurekendur í Aþenu eru mjög svartsýnir á framtíðarhorfur. Á aðeins fjórum árum hefur tveimur þriðju hlutum allra verslana í helstu verslunargötu Aþenu verið lokað. Ríkisstjórn Alexis Tsipras hefur fengið frest til miðnættis til að koma með tillögur umbóta sem geta orðið grundvöllur frekari lánveitinga til gríska ríkisins. Tillögurnar verða yfirfarnar á sunnudag á ríkjaráðstefnu í Brussel. Kreppan hefur leikið grísk fyrirtæki grátt. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru kjölfestan í grísku hagkerfi en samkvæmt tölum OECD eru 60 prósent allra fyrirtækja í Grikklandi með tíu starfsmenn eða færri. Gjaldeyrishöftin í landinu koma verst niður á þessum fyrirtækjum. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er í Aþenu. Hann ræddi við sjálfstæða atvinnurekendur sem hafa orðið illa úti vegna kreppu og gjaldeyrishafta. „Ég kýs skjótan dauðdaga frekan en þennan hægfara dauða,“ segir Panagiotis Mellos, slátrari og kjötinnflytjandi í Aþenu. Nick Malkoutzis er aðstoðarritstjóri enskrar úgáfu dagblaðsins Kathimerini og ritstjóri vefritsins Macropolis. Hann segir merki efnahagshnignunar alls staðar.Sjá má frétt Þorbjarnar frá Aþenu með því að smella hér fyrir ofan.
Grikkland Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira