Afhjúpun dómsskjala vendipunktur í Cosby-málum Birgir Olgeirsson skrifar 7. júlí 2015 23:30 Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Vísir/Getty Leikarinn Bill Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað minnst einni konu lyf til að misnota hana kynferðislega. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem fréttastofan AP hefur undir höndum en talið er að skjölin kunni að hafa úrslitaáhrif í fjölda dómsmála sem höfðuð hafa verið á hendur leikaranum. Leynd hvíldi yfir skjölum málsins, en AP fór í mál til að fá leyndinni aflétt og sigraði málið, eins og Vísir greindi frá í morgun. Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Þá staðfesti lögreglan í Los Angeles í gær að rannsókn standi nú yfir í máli 25 ára fyrirsætu sem kærði Bill Cosby fyrir nauðgun fyrr á árinu. Á nauðgunin að hafa átt sér stað þegar konan var 18 ára gömul, á Playboy-setrinu eftir að Cosby byrlaði henni eiturlyf. Lögmaður konunnar sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í gær að upplýsingar sem komu fram á sjónarsviðið með birtingu dómsskjalanna vera afar mikilvægar fyrir framhaldið. Þær gæfu skýrt til kynna að Cosby væri raðnauðgari og kynni sú vitneskja að hafa úrslitáhrif á einkamálið sem konan hefur höfðað á hendur honum. Konan kærði Cosby til lögreglunnar í janúar á þessu ári og bíður þess nú að ákæruvaldið höfði refsimál gegn honum. Vonir standa til að játningu Cosby frá árinu 2005 megi nota í hinum fjölmörgu refsimálum sem hann á yfir höfði sér. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Los Angeles vildi þó ekki tjá sig um hvort það yrði mögulegt. Síðustu mánuði hafa tugir kvenna stigið fram og ásakað leikarann um margvísleg kynferðisbrot og ná ásakanirnar rúmlega fjóra áratugi aftur í tímann. Cosby hefur hins vegar alltaf haldið fram sakleysi sínu í þeim málum og ekki hlotið neinn dóm, enn sem komið er. Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12 Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Leikarinn Bill Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað minnst einni konu lyf til að misnota hana kynferðislega. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem fréttastofan AP hefur undir höndum en talið er að skjölin kunni að hafa úrslitaáhrif í fjölda dómsmála sem höfðuð hafa verið á hendur leikaranum. Leynd hvíldi yfir skjölum málsins, en AP fór í mál til að fá leyndinni aflétt og sigraði málið, eins og Vísir greindi frá í morgun. Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Þá staðfesti lögreglan í Los Angeles í gær að rannsókn standi nú yfir í máli 25 ára fyrirsætu sem kærði Bill Cosby fyrir nauðgun fyrr á árinu. Á nauðgunin að hafa átt sér stað þegar konan var 18 ára gömul, á Playboy-setrinu eftir að Cosby byrlaði henni eiturlyf. Lögmaður konunnar sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í gær að upplýsingar sem komu fram á sjónarsviðið með birtingu dómsskjalanna vera afar mikilvægar fyrir framhaldið. Þær gæfu skýrt til kynna að Cosby væri raðnauðgari og kynni sú vitneskja að hafa úrslitáhrif á einkamálið sem konan hefur höfðað á hendur honum. Konan kærði Cosby til lögreglunnar í janúar á þessu ári og bíður þess nú að ákæruvaldið höfði refsimál gegn honum. Vonir standa til að játningu Cosby frá árinu 2005 megi nota í hinum fjölmörgu refsimálum sem hann á yfir höfði sér. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Los Angeles vildi þó ekki tjá sig um hvort það yrði mögulegt. Síðustu mánuði hafa tugir kvenna stigið fram og ásakað leikarann um margvísleg kynferðisbrot og ná ásakanirnar rúmlega fjóra áratugi aftur í tímann. Cosby hefur hins vegar alltaf haldið fram sakleysi sínu í þeim málum og ekki hlotið neinn dóm, enn sem komið er.
Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12 Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12
Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14
Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03