Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 7. júlí 2015 18:15 Sjómenn á strandveiðibátnum Mardísi frá Súðavík björguðu lífi þriggja sjómanna sem voru hætt komnir þegar fiskiskipið Jón Hákon gert út frá Bíldudal, sökk skyndilega út af Rit, nærri Aðalvík, við Ísafjarðardjúp, snemma í morgun. Einn maður fórst í slysinu. Klukkan var rúmlega sjö þegar báturinn hvarf af skjá sjálfvirku tilkynningarskyldunnar. Skömmu síðar sendi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út tilmæli til skipa og báta á svæðinu um að svipast um eftir bátnum. Jóhann Sigfússon var um borð í Mardísi sem komst upp að bátnum. „Þá sjáum við þá fljótlega, þeir standa og veifa á kilinum. Þá keyrum við eins og við getum að þessum stað. Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður, þetta var erfið stund. Við keyrðum eins og leið lá til Bolungarvíkur og vildum að einhver tæki þá til að þeir kæmust fljótlega á sjúkrahús.“ Skipverjarnir komust svo til Bolungarvíkur um klukkan tíu. Þeir voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar og aðhlynningar. Þeir hlutu ekki meiðsl. Skipverjarnir þrír hafa nú þegar gefið lögreglu skýrslu varðandi aðdraganda slyssins. Tildrög þess eru enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur verið tilkynnt um atvikið. Tengdar fréttir Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Sjómenn á strandveiðibátnum Mardísi frá Súðavík björguðu lífi þriggja sjómanna sem voru hætt komnir þegar fiskiskipið Jón Hákon gert út frá Bíldudal, sökk skyndilega út af Rit, nærri Aðalvík, við Ísafjarðardjúp, snemma í morgun. Einn maður fórst í slysinu. Klukkan var rúmlega sjö þegar báturinn hvarf af skjá sjálfvirku tilkynningarskyldunnar. Skömmu síðar sendi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út tilmæli til skipa og báta á svæðinu um að svipast um eftir bátnum. Jóhann Sigfússon var um borð í Mardísi sem komst upp að bátnum. „Þá sjáum við þá fljótlega, þeir standa og veifa á kilinum. Þá keyrum við eins og við getum að þessum stað. Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður, þetta var erfið stund. Við keyrðum eins og leið lá til Bolungarvíkur og vildum að einhver tæki þá til að þeir kæmust fljótlega á sjúkrahús.“ Skipverjarnir komust svo til Bolungarvíkur um klukkan tíu. Þeir voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar og aðhlynningar. Þeir hlutu ekki meiðsl. Skipverjarnir þrír hafa nú þegar gefið lögreglu skýrslu varðandi aðdraganda slyssins. Tildrög þess eru enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur verið tilkynnt um atvikið.
Tengdar fréttir Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20
Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05