LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 13:22 Gunnar Scheving Thorsteinsson. vísir/valli Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. Gunnar sneri aftur til starfa hjá lögreglunni í mars síðastliðnum. Þetta er niðurstaða nefndar sem fjallaði um málið á grundvelli 27. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna en Vísir hefur álit nefndarinnar undir höndum. Alls skipuðu þrír nefndina, þau Kristín Benediktsdóttir, formaður hennar, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Helgi Valberg Jensson. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins en Helgi Valberg skilaði séráliti.Líta verður til eðlis og alvarleika brotanna Í áliti meirihluta nefndarinnar kemur fram að hún telji að ekki hafi verið grundvöllur til þess að víkja Gunnari úr starfi þrátt fyrir að hann hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi. Segir í álitinu að líta verði til eðllis og alvarleika brotanna eins og þeim er lýst í ákæru en þegar það sé gert leiki verulegur vafi á því að þau uppfylli skilyrði 1. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga. Greinin heimilar að víkja opinberum starfsmanni frá störfum fremji hann refsiverðan verknað, eins og það er orðað í lögunum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Gunnar af ákæru um að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var Gunnar einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, en sá ákæruliður var hins vegar felldur niður.Fordæmi fyrir lögreglumenn Í greinargerð sem Gunnar skilaði inn til nefndarinnar sem fjalllað um tímabundna brottvikningu hans úr starfi kemur fram að hann hafi orðið fyrir miklum óþægindum vegna málsins. Þá segir jafnframt þess megi rekja til ósannra og ærumeiðandi ávirðinga þáverandi aðstoðarlögreglustjóra á Suðurnesjum, Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, sem er núna aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður Gunnars, segir í samtali við Vísi að þetta sé í fyrsta skipti sem úrskurðað sé að ekki hafi verið rétt staðið að tímabundinni brottvikningu lögreglumanns úr starfi. „Það hafa í raun og veru aldrei verið sett nein lægri mörk hvaða háttsemi nægir ekki til að svipta embætti þannig að ég myndi segja að fordæmið í þessu máli fyrir lögreglumenn sé nokkuð mikið.“ Aðspurður um hvaða skref séu næst fyrir skjólstæðing hans segir Garðar að núna verði farið yfir hversu háar bætur Guunnar mun krefjast frá ríkinu. Náist ekki að semja um þær fyrir utan dómstóla muni málið fara fyrir dóm. Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55 Datt ekki í hug að hann yrði ákærður fyrir að ræða við vin sinn Gunnar Scheving sagði fyrir dómi að ákæra í LÖKE-málinu væri ekki í samræmi við það sem kennt væri í lögregluskólanum. 17. mars 2015 12:09 Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10 Fékk aftur traust á lögreglu Ákæru gegn Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni var breytt áður en til aðalmeðferðar kom. Gunnar segir að LÖKE-málið hafi breytt lífi sínu. Hann er óákveðinn í því hvort hann fer aftur til starfa hjá lögreglu. 9. mars 2015 07:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. Gunnar sneri aftur til starfa hjá lögreglunni í mars síðastliðnum. Þetta er niðurstaða nefndar sem fjallaði um málið á grundvelli 27. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna en Vísir hefur álit nefndarinnar undir höndum. Alls skipuðu þrír nefndina, þau Kristín Benediktsdóttir, formaður hennar, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Helgi Valberg Jensson. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins en Helgi Valberg skilaði séráliti.Líta verður til eðlis og alvarleika brotanna Í áliti meirihluta nefndarinnar kemur fram að hún telji að ekki hafi verið grundvöllur til þess að víkja Gunnari úr starfi þrátt fyrir að hann hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi. Segir í álitinu að líta verði til eðllis og alvarleika brotanna eins og þeim er lýst í ákæru en þegar það sé gert leiki verulegur vafi á því að þau uppfylli skilyrði 1. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga. Greinin heimilar að víkja opinberum starfsmanni frá störfum fremji hann refsiverðan verknað, eins og það er orðað í lögunum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Gunnar af ákæru um að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var Gunnar einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, en sá ákæruliður var hins vegar felldur niður.Fordæmi fyrir lögreglumenn Í greinargerð sem Gunnar skilaði inn til nefndarinnar sem fjalllað um tímabundna brottvikningu hans úr starfi kemur fram að hann hafi orðið fyrir miklum óþægindum vegna málsins. Þá segir jafnframt þess megi rekja til ósannra og ærumeiðandi ávirðinga þáverandi aðstoðarlögreglustjóra á Suðurnesjum, Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, sem er núna aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður Gunnars, segir í samtali við Vísi að þetta sé í fyrsta skipti sem úrskurðað sé að ekki hafi verið rétt staðið að tímabundinni brottvikningu lögreglumanns úr starfi. „Það hafa í raun og veru aldrei verið sett nein lægri mörk hvaða háttsemi nægir ekki til að svipta embætti þannig að ég myndi segja að fordæmið í þessu máli fyrir lögreglumenn sé nokkuð mikið.“ Aðspurður um hvaða skref séu næst fyrir skjólstæðing hans segir Garðar að núna verði farið yfir hversu háar bætur Guunnar mun krefjast frá ríkinu. Náist ekki að semja um þær fyrir utan dómstóla muni málið fara fyrir dóm.
Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55 Datt ekki í hug að hann yrði ákærður fyrir að ræða við vin sinn Gunnar Scheving sagði fyrir dómi að ákæra í LÖKE-málinu væri ekki í samræmi við það sem kennt væri í lögregluskólanum. 17. mars 2015 12:09 Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10 Fékk aftur traust á lögreglu Ákæru gegn Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni var breytt áður en til aðalmeðferðar kom. Gunnar segir að LÖKE-málið hafi breytt lífi sínu. Hann er óákveðinn í því hvort hann fer aftur til starfa hjá lögreglu. 9. mars 2015 07:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33
Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55
Datt ekki í hug að hann yrði ákærður fyrir að ræða við vin sinn Gunnar Scheving sagði fyrir dómi að ákæra í LÖKE-málinu væri ekki í samræmi við það sem kennt væri í lögregluskólanum. 17. mars 2015 12:09
Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10
Fékk aftur traust á lögreglu Ákæru gegn Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni var breytt áður en til aðalmeðferðar kom. Gunnar segir að LÖKE-málið hafi breytt lífi sínu. Hann er óákveðinn í því hvort hann fer aftur til starfa hjá lögreglu. 9. mars 2015 07:00