San Antonio Spurs að tröllríða markaðnum | Fá líka West Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2015 10:00 David West. Vísir/Getty San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. David West ákvað að semja við liðið en hann er öflugur leikmaður sem á að baki stjörnuleiki í NBA-deildinni í körfubolta. Það sem skiptir kannski mestu máli er að hann er tilbúinn að fórna miklu fyrir meistaratitil og það hljómar vel í eyrum þjálfarans Gregg Popovich. Spurs gat ekki boðið honum góðan samning en West vildi komast í lið sem á möguleika á að verða NBA-meistari. Hann gat fengið 12,6 milljónir dollara frá Indiana Pacers fyrir næsta tímabil en ákvað frekar að semja við Spurs á lágmarkssamning. Hann fær því “bara“ 1,5 milljónir dollara fyrir næsta tímabil eða 200 milljónir íslenskra króna. West fórnaði því um ellefu milljónum dollara eða 1,478 milljörðum íslenskra króna til að geta spilað með liði sem nú er orðið það sigurstranglegasta í NBA-deildinni á næstu leiktíð. David West er 206 sentímetra framherji sem hefur spilað í deildinni í tólf ár. Hann var valinn af New Orleans Hornets sumarið 2003. David West var með með 11,7 stig, 6,8 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali með Indiana Pacers á síðustu leiktíð en þar hefur hann spilað frá 2011. Hann er klókur og útsjónarsamur og ætti að bæta miklu við breidd Spurs-liðsins. Það hefur hreinlega allt gengið upp hjá í leikmannamálunum í sumar. Félagið framlengdi samninga sína við Tim Duncan, Kawhi Leonard, Manu Ginobili og Danny Green auk þess að krækja í einn feitast bitann á markaðnum sem var LaMarcus Aldridge. Gregg Popovich og Tim Duncan eiga því góða möguleika á því að vinna sjötta NBA-meistaratitilinn saman næsta vor. NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. David West ákvað að semja við liðið en hann er öflugur leikmaður sem á að baki stjörnuleiki í NBA-deildinni í körfubolta. Það sem skiptir kannski mestu máli er að hann er tilbúinn að fórna miklu fyrir meistaratitil og það hljómar vel í eyrum þjálfarans Gregg Popovich. Spurs gat ekki boðið honum góðan samning en West vildi komast í lið sem á möguleika á að verða NBA-meistari. Hann gat fengið 12,6 milljónir dollara frá Indiana Pacers fyrir næsta tímabil en ákvað frekar að semja við Spurs á lágmarkssamning. Hann fær því “bara“ 1,5 milljónir dollara fyrir næsta tímabil eða 200 milljónir íslenskra króna. West fórnaði því um ellefu milljónum dollara eða 1,478 milljörðum íslenskra króna til að geta spilað með liði sem nú er orðið það sigurstranglegasta í NBA-deildinni á næstu leiktíð. David West er 206 sentímetra framherji sem hefur spilað í deildinni í tólf ár. Hann var valinn af New Orleans Hornets sumarið 2003. David West var með með 11,7 stig, 6,8 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali með Indiana Pacers á síðustu leiktíð en þar hefur hann spilað frá 2011. Hann er klókur og útsjónarsamur og ætti að bæta miklu við breidd Spurs-liðsins. Það hefur hreinlega allt gengið upp hjá í leikmannamálunum í sumar. Félagið framlengdi samninga sína við Tim Duncan, Kawhi Leonard, Manu Ginobili og Danny Green auk þess að krækja í einn feitast bitann á markaðnum sem var LaMarcus Aldridge. Gregg Popovich og Tim Duncan eiga því góða möguleika á því að vinna sjötta NBA-meistaratitilinn saman næsta vor.
NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira