San Antonio Spurs að tröllríða markaðnum | Fá líka West Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2015 10:00 David West. Vísir/Getty San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. David West ákvað að semja við liðið en hann er öflugur leikmaður sem á að baki stjörnuleiki í NBA-deildinni í körfubolta. Það sem skiptir kannski mestu máli er að hann er tilbúinn að fórna miklu fyrir meistaratitil og það hljómar vel í eyrum þjálfarans Gregg Popovich. Spurs gat ekki boðið honum góðan samning en West vildi komast í lið sem á möguleika á að verða NBA-meistari. Hann gat fengið 12,6 milljónir dollara frá Indiana Pacers fyrir næsta tímabil en ákvað frekar að semja við Spurs á lágmarkssamning. Hann fær því “bara“ 1,5 milljónir dollara fyrir næsta tímabil eða 200 milljónir íslenskra króna. West fórnaði því um ellefu milljónum dollara eða 1,478 milljörðum íslenskra króna til að geta spilað með liði sem nú er orðið það sigurstranglegasta í NBA-deildinni á næstu leiktíð. David West er 206 sentímetra framherji sem hefur spilað í deildinni í tólf ár. Hann var valinn af New Orleans Hornets sumarið 2003. David West var með með 11,7 stig, 6,8 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali með Indiana Pacers á síðustu leiktíð en þar hefur hann spilað frá 2011. Hann er klókur og útsjónarsamur og ætti að bæta miklu við breidd Spurs-liðsins. Það hefur hreinlega allt gengið upp hjá í leikmannamálunum í sumar. Félagið framlengdi samninga sína við Tim Duncan, Kawhi Leonard, Manu Ginobili og Danny Green auk þess að krækja í einn feitast bitann á markaðnum sem var LaMarcus Aldridge. Gregg Popovich og Tim Duncan eiga því góða möguleika á því að vinna sjötta NBA-meistaratitilinn saman næsta vor. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. David West ákvað að semja við liðið en hann er öflugur leikmaður sem á að baki stjörnuleiki í NBA-deildinni í körfubolta. Það sem skiptir kannski mestu máli er að hann er tilbúinn að fórna miklu fyrir meistaratitil og það hljómar vel í eyrum þjálfarans Gregg Popovich. Spurs gat ekki boðið honum góðan samning en West vildi komast í lið sem á möguleika á að verða NBA-meistari. Hann gat fengið 12,6 milljónir dollara frá Indiana Pacers fyrir næsta tímabil en ákvað frekar að semja við Spurs á lágmarkssamning. Hann fær því “bara“ 1,5 milljónir dollara fyrir næsta tímabil eða 200 milljónir íslenskra króna. West fórnaði því um ellefu milljónum dollara eða 1,478 milljörðum íslenskra króna til að geta spilað með liði sem nú er orðið það sigurstranglegasta í NBA-deildinni á næstu leiktíð. David West er 206 sentímetra framherji sem hefur spilað í deildinni í tólf ár. Hann var valinn af New Orleans Hornets sumarið 2003. David West var með með 11,7 stig, 6,8 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali með Indiana Pacers á síðustu leiktíð en þar hefur hann spilað frá 2011. Hann er klókur og útsjónarsamur og ætti að bæta miklu við breidd Spurs-liðsins. Það hefur hreinlega allt gengið upp hjá í leikmannamálunum í sumar. Félagið framlengdi samninga sína við Tim Duncan, Kawhi Leonard, Manu Ginobili og Danny Green auk þess að krækja í einn feitast bitann á markaðnum sem var LaMarcus Aldridge. Gregg Popovich og Tim Duncan eiga því góða möguleika á því að vinna sjötta NBA-meistaratitilinn saman næsta vor.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira