Vinningstillagan umdeild: Rís ekki nema byggingarfulltrúi og skipulagsráð sammælist Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2015 18:05 Vinningstillagan hefur sætt nokkurri gagnrýni. Vísir Sérstakur rýnihópur arkitekta mun meta útlit nýs hótels sem áætlað er að rísi við Lækjargötu. Hótelið mun ekki rísa í óbreyttri mynd nema skipulagsráð borgarinnar og byggingarfulltrúi séu sammála um útfærsluna. Vinningstillaga um hönnun hótelsins var kynnt fyrir helgi. Tillaga Glámu Kíms Arkitekta, sem sést á myndinni hér að ofan, varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni við Lækjargötu 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Horn Lækjargötu og Vonarstrætis er áberandi staður í miðborg Reykjavíkur. Í gildandi deiliskipulagi er beinlínis gert ráð fyrir hóteli á þessum reit. Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, skilur að fólki geti þótt tillagan kassalaga.Vísir/ÞÞ Vinningstillagan hefur sætt gagnrýni, einkum á samfélagsmiðlum en einnig frá kjörnum fulltrúum sem eiga sæti í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. „Mér líst svona sumpart ágætlega á hana. Það er gert ráð fyrir mjög stórri og opinni jarðhæð sem skiptir mjög miklu máli til að fá líf út á götuna. Þarna er nú frekar auðnarlegt svæði, bílastæði aðallega á þessu svæði. En ég get vel skilið þá sem finnst þetta svolítið kassalaga,“ sagði Hjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi þurfa að fjalla um tillöguna og samþykkja hana áður en hún getur orðið að veruleika. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/ÞÞ „Ég geri ráð fyrir því að byggingarfulltrúi fá svokallaðan fagrýnihóp, sem er svona fagurfræðihópur arkitekta, til að fara yfir þetta sem gerir þá sína umsögn, rökstyður sitt álit. Það mun síðan koma fyrir umhverfis- og skipulagsráð,“ sagði Hjálmar. Hvenær má vænta þess að framkvæmdir geti hafist að því gefnu að bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi taki vel í vinningstillöguna? „Það er yfirleitt alltaf þannig að þetta tekur dálítinn tíma. Og sjaldnast að áform eru samþykkt óbreytt,“ sagði Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. „Ég reikna með að þarna muni eiga sér stað svolítið samtal og það getur tekið tíma eins og ég sagði. Eins eru þarna fornleifar sem þarf að skoða rækilega þannig að það er svolítið erfitt fyrir mig að segja hvenær framkvæmdir hefjast. Það fer náttúrulega bara eftir því hvernig þetta samtal gengur milli borgarinnar og lóðarhafa.“ Fornminjar Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Sérstakur rýnihópur arkitekta mun meta útlit nýs hótels sem áætlað er að rísi við Lækjargötu. Hótelið mun ekki rísa í óbreyttri mynd nema skipulagsráð borgarinnar og byggingarfulltrúi séu sammála um útfærsluna. Vinningstillaga um hönnun hótelsins var kynnt fyrir helgi. Tillaga Glámu Kíms Arkitekta, sem sést á myndinni hér að ofan, varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni við Lækjargötu 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Horn Lækjargötu og Vonarstrætis er áberandi staður í miðborg Reykjavíkur. Í gildandi deiliskipulagi er beinlínis gert ráð fyrir hóteli á þessum reit. Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, skilur að fólki geti þótt tillagan kassalaga.Vísir/ÞÞ Vinningstillagan hefur sætt gagnrýni, einkum á samfélagsmiðlum en einnig frá kjörnum fulltrúum sem eiga sæti í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. „Mér líst svona sumpart ágætlega á hana. Það er gert ráð fyrir mjög stórri og opinni jarðhæð sem skiptir mjög miklu máli til að fá líf út á götuna. Þarna er nú frekar auðnarlegt svæði, bílastæði aðallega á þessu svæði. En ég get vel skilið þá sem finnst þetta svolítið kassalaga,“ sagði Hjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi þurfa að fjalla um tillöguna og samþykkja hana áður en hún getur orðið að veruleika. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/ÞÞ „Ég geri ráð fyrir því að byggingarfulltrúi fá svokallaðan fagrýnihóp, sem er svona fagurfræðihópur arkitekta, til að fara yfir þetta sem gerir þá sína umsögn, rökstyður sitt álit. Það mun síðan koma fyrir umhverfis- og skipulagsráð,“ sagði Hjálmar. Hvenær má vænta þess að framkvæmdir geti hafist að því gefnu að bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi taki vel í vinningstillöguna? „Það er yfirleitt alltaf þannig að þetta tekur dálítinn tíma. Og sjaldnast að áform eru samþykkt óbreytt,“ sagði Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. „Ég reikna með að þarna muni eiga sér stað svolítið samtal og það getur tekið tíma eins og ég sagði. Eins eru þarna fornleifar sem þarf að skoða rækilega þannig að það er svolítið erfitt fyrir mig að segja hvenær framkvæmdir hefjast. Það fer náttúrulega bara eftir því hvernig þetta samtal gengur milli borgarinnar og lóðarhafa.“
Fornminjar Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira