Fótbolti

Matthías skoraði og lagði upp mark í óvæntum sigri Start

Anton Ingi Leifsson skrifar
Matthías í leik með Start.
Matthías í leik með Start. vísir/getty
Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt og lagði upp eitt mark í 4-1 sigri Start á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Matthías kom Start yfir á 20. mínútu og Espen Hoff bætti við öðru marki Start fyrir hlé. Staðan 2-0 í hálfleik.

Kristoffer Vassbakk Ajer kom svo Start í 3-0 áður en Adama Diomande minnkaðu muninn fyrir Stabæk á 68. mínútu. Kristoffer var aftur á ferðinni mínútu síðar, en hann skoraði þá eftir sendingu Matthíasar.

Sigurinn var nokkuð óvæntur því fyrir leikinn var Start í ellefta sætinu og Stabæk í því öðru, en með sigrinum skaust Start upp í níunda sætið. Stabæk er áfram í öðru sætinu.

Matthías spilaði allan leikinn fyrir Start sem og fyrirliðinn Guðmundur Kristjánsson, en Ingvar Jónsson sat allan tímann á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×