Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 5. júlí 2015 11:00 Viktoría Hermannsdóttir, Ólöf Skaftadóttir og Bjarni Benediktsson. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Aðspurður um stöðuna á Landspítalanum segir Bjarni. „Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann. Hvað er nóg? Það hefur aldrei verið sett meira í kaup tækja. Við höfum stóraukið framlög til tækjakaupa. Það er rétt að við þurfum að stefna að því að gera betur. Við þurfum líka að gæta að því að ofreisa ekki áform okkar þannig þau hrynji aftur til grunna. Allt sem við erum að gera er afrakstur af verðmætasköpun sem á sér stað,“ segir hann. Bjarni og Sigmundur Davíð voru harðlega gagnrýndir fyrir að fara frá umræðum um verkfall hjúkrunarfræðinga á þingi til þess að fylgjast með leik Íslands og Tékklands í fótbolta. Meðal annars skrifaði hjúkrunarfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 að í sínu starfi gæti hún aldrei yfirgefið vinnustað sinn í svona akút aðstæðum. „Það fannst mér nú ómerkileg umræða. Ég sá alls ekki eftir því að hafa farið að styðja strákana okkar í að sigra Tékka enda var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór á völlinn var að flytja ræðu um þetta mál á þinginu og mætti meira segja of seint á völlinn útaf því. Ég hef engar skyldur til að sitja yfir allri umræðunni og hlusta á hana til enda. Menn geta brugðið sér frá á völlnn ef þannig ber til. Ég er ósammála þeim sem halda því fram að ég hafi haft skyldu til að sitja þar allan tímann enda var eiginlega hálftómur þingsalur þegar ég var að flytja mína ræðu og svo hitti ég stjórnarandstæðinga á vellinum. Þannig þetta er allt óskaplega ómerkilegt finnst mér." Gefið hefur verið út að hjúkrunarfræðingum hafi verið boðin rúmlega 18 prósent hækkun launa en til samanburðar fengu læknar um 30 prósenta hækkun á sínum launakjörum. „Staðreyndin er sú að þegar tekið er tillit til alls þess sem við vildum ná samningum um þá segi ég að við vorum í raun og veru að bjóða rumlega 20 prósenta hækkun sem var alveg sambærileg við það sem samið hefur verið um og er fyllilega hægt að fylgja eftir með þeim orðum að við getum gert þetta en við getum ekki gert meira,“ segir hann. „Ef menn skoða siðustu 10 ár þá hafa læknar ekki fengið meira en hjúkrunarfræðingar.“ Bjarni tekur fram að hann beri mikla virðingu fyrir starfi þeirra sem vinna í heilbrigðiskerfinu. „En það hljóta allir að skilja að það eru ytri mörk sett um hvað hægt er að semja. Og það þýðir ekki að maður vill ekki ganga að kröfum sem sett er fram að maður beri ekki virðingu fyrir kröfum sem settar eru fram af viðkomandi stétt.“ „Hvað gerist? Við fáum verðbólgu og krónurnar í umslaginu verða verðminni. Ég lít á það sem eitt af mínum hlutverkum að gæta að stöðugleikanum, það þarf að hlusta þegar seðlabankinn segir að hann muni hækka vexti. Það kostar ríkið mikið, heimilin mikið." Verkfall 2016 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Aðspurður um stöðuna á Landspítalanum segir Bjarni. „Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann. Hvað er nóg? Það hefur aldrei verið sett meira í kaup tækja. Við höfum stóraukið framlög til tækjakaupa. Það er rétt að við þurfum að stefna að því að gera betur. Við þurfum líka að gæta að því að ofreisa ekki áform okkar þannig þau hrynji aftur til grunna. Allt sem við erum að gera er afrakstur af verðmætasköpun sem á sér stað,“ segir hann. Bjarni og Sigmundur Davíð voru harðlega gagnrýndir fyrir að fara frá umræðum um verkfall hjúkrunarfræðinga á þingi til þess að fylgjast með leik Íslands og Tékklands í fótbolta. Meðal annars skrifaði hjúkrunarfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 að í sínu starfi gæti hún aldrei yfirgefið vinnustað sinn í svona akút aðstæðum. „Það fannst mér nú ómerkileg umræða. Ég sá alls ekki eftir því að hafa farið að styðja strákana okkar í að sigra Tékka enda var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór á völlinn var að flytja ræðu um þetta mál á þinginu og mætti meira segja of seint á völlinn útaf því. Ég hef engar skyldur til að sitja yfir allri umræðunni og hlusta á hana til enda. Menn geta brugðið sér frá á völlnn ef þannig ber til. Ég er ósammála þeim sem halda því fram að ég hafi haft skyldu til að sitja þar allan tímann enda var eiginlega hálftómur þingsalur þegar ég var að flytja mína ræðu og svo hitti ég stjórnarandstæðinga á vellinum. Þannig þetta er allt óskaplega ómerkilegt finnst mér." Gefið hefur verið út að hjúkrunarfræðingum hafi verið boðin rúmlega 18 prósent hækkun launa en til samanburðar fengu læknar um 30 prósenta hækkun á sínum launakjörum. „Staðreyndin er sú að þegar tekið er tillit til alls þess sem við vildum ná samningum um þá segi ég að við vorum í raun og veru að bjóða rumlega 20 prósenta hækkun sem var alveg sambærileg við það sem samið hefur verið um og er fyllilega hægt að fylgja eftir með þeim orðum að við getum gert þetta en við getum ekki gert meira,“ segir hann. „Ef menn skoða siðustu 10 ár þá hafa læknar ekki fengið meira en hjúkrunarfræðingar.“ Bjarni tekur fram að hann beri mikla virðingu fyrir starfi þeirra sem vinna í heilbrigðiskerfinu. „En það hljóta allir að skilja að það eru ytri mörk sett um hvað hægt er að semja. Og það þýðir ekki að maður vill ekki ganga að kröfum sem sett er fram að maður beri ekki virðingu fyrir kröfum sem settar eru fram af viðkomandi stétt.“ „Hvað gerist? Við fáum verðbólgu og krónurnar í umslaginu verða verðminni. Ég lít á það sem eitt af mínum hlutverkum að gæta að stöðugleikanum, það þarf að hlusta þegar seðlabankinn segir að hann muni hækka vexti. Það kostar ríkið mikið, heimilin mikið."
Verkfall 2016 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira