4735 sjúklingar beðið í meira en þrjá mánuði eftir aðgerð Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. júlí 2015 19:15 Biðlistar eftir skurðaðgerðum hér á landi hafa aldrei verið lengri en rúmlega 4700 sjúklingar hafa beðið í meira en þrjá mánuði eftir aðgerð. Landlæknir segir stöðuna mikið áhyggjuefni en hann óttast að biðlistar muni lengjast enn frekar á næstunni. Það hefur mikið gengið á í íslenska heilbrigðiskerfinu undanfarna mánuði og ár. Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir voru um árabil fjársveltar að mati stjórnenda, þó aukið fjármagn hafi fengist undanfarin tvö ár. Þá tóku við verkfallsaðgerðir lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM. Afleiðingar alls þessa – jú, samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis hafa biðlistar eftir skurðaðgerðum hér á landi aldrei verið lengri. Sem dæmi um aðgerðir þar sem biðlistar hafa lengst frá því í febrúar má nefna gerviliðaaðgerð á mjöðm og gerviliðaaðgerð á hné en alls bíða tæplega 1200 sjúklingar eftir slíkum aðgerðum. 3616 sjúklingar bíða skurðaðgerðar á augasteini, þar af hafa 2915 beðið lengur en í þrjá mánuði en það er talinn vera ásættanlegur biðtími eftir aðgerð í nágrannalöndum Íslands. Bið eftir augasteinsaðgerð á Landspítalanum er um 21 mánuður. Biðlisti eftir hjarta- og/eða kransæðamyndatöku er að mestu óbreyttur frá því í febrúar en um 200 sjúklingar eru nú á biðlista, þar af 102 sem hafa beðið í meira en þrjá mánuði. „Það er að mér finnst mesta áhyggjuefnið því að ef þú ert settur á biðlista eftir hjartaþræðingu þá er það að mínu mati fremur aðkallandi aðgerð. Að 100 sjúklingar bíði í meira en þrjá mánuði, það er mikið áhyggjuefni finnst mér,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Fjöldi sjúklinga sem hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð var 4735 þann 1. júní síðastliðinn en inn í þessa tölu vantar sjúklinga sem bíða eftir krabbameinsaðgerð.Eru vísbendingar um að þessar tölur muni hækka? „Já ég er ansi hræddur um að þær eigi eftir að hækka yfir sumarið því að biðlistar hækka venjulega yfir sumarleyfistímann. Svo að vinna við að vinna niður biðlista á ég ekki von á að hefjist fyrr en eftir sumarleyfi,“ segir Birgir. Aðspurður hvort meira fjármagn þurfi til að vinna niður biðlista segir Birgir að ekki eigi alltaf að verðlauna langa biðlista með meira fjármagni. Langir biðlistar byggi á óskilvirkri þjónustu og þá eigi að bæta þjónustuna. „Ég held núna hins vegar, af því að við höfum verið að fara illa með fjármagn í heilbrigðiskerfinu síðastliðið hálft ár, það hefur ekki verið sjálfvirkt, þá held ég að það þurfi einhverja peningafjárhæð til að komast áleiðis með þessa biðlista,“ segir Birgir. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Fæstir hjúkrunarfræðingar í fullu starfi á spítalanum 70 prósent hjúkrunarfræðinga eru í minna en 80 prósenta hlutastarfi við Landspítalann. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir hundrað prósenta vaktaálag of sligandi og því kjósi fólk að vera í hlutastarfi. 30. júní 2015 07:00 Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. 24. júní 2015 12:00 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira
Biðlistar eftir skurðaðgerðum hér á landi hafa aldrei verið lengri en rúmlega 4700 sjúklingar hafa beðið í meira en þrjá mánuði eftir aðgerð. Landlæknir segir stöðuna mikið áhyggjuefni en hann óttast að biðlistar muni lengjast enn frekar á næstunni. Það hefur mikið gengið á í íslenska heilbrigðiskerfinu undanfarna mánuði og ár. Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir voru um árabil fjársveltar að mati stjórnenda, þó aukið fjármagn hafi fengist undanfarin tvö ár. Þá tóku við verkfallsaðgerðir lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM. Afleiðingar alls þessa – jú, samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis hafa biðlistar eftir skurðaðgerðum hér á landi aldrei verið lengri. Sem dæmi um aðgerðir þar sem biðlistar hafa lengst frá því í febrúar má nefna gerviliðaaðgerð á mjöðm og gerviliðaaðgerð á hné en alls bíða tæplega 1200 sjúklingar eftir slíkum aðgerðum. 3616 sjúklingar bíða skurðaðgerðar á augasteini, þar af hafa 2915 beðið lengur en í þrjá mánuði en það er talinn vera ásættanlegur biðtími eftir aðgerð í nágrannalöndum Íslands. Bið eftir augasteinsaðgerð á Landspítalanum er um 21 mánuður. Biðlisti eftir hjarta- og/eða kransæðamyndatöku er að mestu óbreyttur frá því í febrúar en um 200 sjúklingar eru nú á biðlista, þar af 102 sem hafa beðið í meira en þrjá mánuði. „Það er að mér finnst mesta áhyggjuefnið því að ef þú ert settur á biðlista eftir hjartaþræðingu þá er það að mínu mati fremur aðkallandi aðgerð. Að 100 sjúklingar bíði í meira en þrjá mánuði, það er mikið áhyggjuefni finnst mér,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Fjöldi sjúklinga sem hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð var 4735 þann 1. júní síðastliðinn en inn í þessa tölu vantar sjúklinga sem bíða eftir krabbameinsaðgerð.Eru vísbendingar um að þessar tölur muni hækka? „Já ég er ansi hræddur um að þær eigi eftir að hækka yfir sumarið því að biðlistar hækka venjulega yfir sumarleyfistímann. Svo að vinna við að vinna niður biðlista á ég ekki von á að hefjist fyrr en eftir sumarleyfi,“ segir Birgir. Aðspurður hvort meira fjármagn þurfi til að vinna niður biðlista segir Birgir að ekki eigi alltaf að verðlauna langa biðlista með meira fjármagni. Langir biðlistar byggi á óskilvirkri þjónustu og þá eigi að bæta þjónustuna. „Ég held núna hins vegar, af því að við höfum verið að fara illa með fjármagn í heilbrigðiskerfinu síðastliðið hálft ár, það hefur ekki verið sjálfvirkt, þá held ég að það þurfi einhverja peningafjárhæð til að komast áleiðis með þessa biðlista,“ segir Birgir.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Fæstir hjúkrunarfræðingar í fullu starfi á spítalanum 70 prósent hjúkrunarfræðinga eru í minna en 80 prósenta hlutastarfi við Landspítalann. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir hundrað prósenta vaktaálag of sligandi og því kjósi fólk að vera í hlutastarfi. 30. júní 2015 07:00 Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. 24. júní 2015 12:00 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira
Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11
Fæstir hjúkrunarfræðingar í fullu starfi á spítalanum 70 prósent hjúkrunarfræðinga eru í minna en 80 prósenta hlutastarfi við Landspítalann. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir hundrað prósenta vaktaálag of sligandi og því kjósi fólk að vera í hlutastarfi. 30. júní 2015 07:00
Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. 24. júní 2015 12:00
Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24