Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. Forráðamenn Stöðvar 2 hafa skrifað undir viljayfirlýsingu við stelpurnar og nú fer handritagerð í gang.
Þættirnir fóru af stað í sumar og eru þeir sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2.
Í fyrstu seríu verða þættirnir sex talsins, 20 mínútur hver. Gert verður grín að öllu og munu þær fá með sér ýmsa gestaleikara. Jón Grétar Gissurarson leikstýrir þáttunum. Stelpurnar fara síðan strax af stað í því að gera aðra seríu.
Júlíana og Vala léku fyrst saman í leikriti í Verzló en síðan þá hafa þær haldið sambandi og vissu alltaf að þær langaði að vinna meira saman í framtíðinni.
Vala Kristín er útskrifuð úr leiklistardeild Listaháskólans og Júlíana er nýútskrifuð úr leiklistarskóla í London.
Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu
Tengdar fréttir
Glænýr skets úr þættinum Þær tvær
Þær Tvær eru nýir íslenskir sketsaþættir sem þær Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir leika aðalhlutverkin í og skrifa handritið að. Þátturinn fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið 21. júní.
Þær Tvær: Skets úr fyrsta þættinum
Þær Tvær eru nýir íslenskir sketsaþættir sem þær Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir leika aðalhlutverkin í og skrifa handritið að. Þátturinn fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.