Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Bjarki Ármannsson skrifar 2. júlí 2015 13:37 Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. Vísir/Stefán Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur mikilvægan sigur í baráttu þeirra Íslendinga sem nota íslenskt táknmál (ÍTM) í daglegu lífi. Það sé von þeirra að í kjölfarið verði hægt að veita túlkaþjónustu, líkt og Snædís Rán þarf á að halda, allan ársins hring.Ekki tilgreint hvað felst í lágmarksaðstoð Snædís er daufblind stúlka sem þarf aðstoð túlks í öll samskipti. Hún stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf vegna fjárskorts. Í dómi sem féll í vikunni komst héraðsdómur meðal annars að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrárvarður réttur Snædísar til lágmarksþjónustu væri fjárlögum rétthærri.Sjá einnig: Vill bara fá að vera manneskja „Það er samt ekki sagt í dómnum hvað felst í lágmarksaðstoðinni,“ segir Heiðdís. „Dómurinn segir í rauninni að sú þjónusta sem veitt er í dag sé ekki nóg og ljóst er það að það sem er í boði í dag er of lítið.“Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra.Vísir/PjeturSnædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða sjálf fyrir túlkaþjónustu en ríkið gerði henni að greiða fyrir hana úr eigin vasa þegar túlkasjóður var um tíma tómur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ríkið hafi með því brotið gegn Snædísi og þyrfti að endurgreiða henni upphæðina auk miskabóta.Hægt að rukka ríkið eftir á? Spurð hvort þetta þýði að heyrnarlausir geti jafnvel byrjað að sækja sér þjónustu sjálfir og rukkað ríkið eftir á, segir Heiðdís það í það minnsta ljóst að þeir sem þurfa á táknmálstúlkaþjónustunni að halda ættu aldrei að þurfa að bera kostnaðinn sjálfir.Sjá einnig: Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári „Félag heyrnarlausra hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra tillögur að úthlutun úr sjóðnum,“ segir hún. „Engar reglur eru um úthlutun og er það ekki hlutverk Samskiptamiðstöðvar, heldur á ríkið að setja reglurnar. Tryggja þarf rétt okkar Íslendinga sem notum ÍTM í okkar daglega lífi til þess að vera virkir þjóðfélagsþegnar. Engin túlkun er til dæmis tryggð í atvinnulífi en það er hins vegar gert í öllum hinum Norðurlöndunum.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október í fyrra til áramóta og svo aftur í maí.Sjá einnig: Sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð „Það er von okkar að hægt verði að veita þessa þjónustu út allt árið eða ársfjórðunga og að við þurfum ekki að vera útilokuð frá samfélaginu eða hendur bundnar vissa tíma á ári,“ segir Heiðdís. „Tíminn er dýrmætur og þessir dagar þar sem hendur okkar voru bundnar koma aldrei aftur. Það eru ekki bara við sem berum þessi byrði sem ríkið setur á okkur, heldur aðstandendur líka.“ Embætti ríkislögmanns hefur ekki tilkynnt um það hvort dómi í málinu verði áfrýjað. Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. 9. júní 2015 10:18 Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mandarína er Kærleikskúla ársins 2014 Handhafar Kærleikskúlunnar í ár eru systurnar Snædís Rán og Áslaug Ýr Hjartardætur. 3. desember 2014 15:40 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur mikilvægan sigur í baráttu þeirra Íslendinga sem nota íslenskt táknmál (ÍTM) í daglegu lífi. Það sé von þeirra að í kjölfarið verði hægt að veita túlkaþjónustu, líkt og Snædís Rán þarf á að halda, allan ársins hring.Ekki tilgreint hvað felst í lágmarksaðstoð Snædís er daufblind stúlka sem þarf aðstoð túlks í öll samskipti. Hún stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf vegna fjárskorts. Í dómi sem féll í vikunni komst héraðsdómur meðal annars að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrárvarður réttur Snædísar til lágmarksþjónustu væri fjárlögum rétthærri.Sjá einnig: Vill bara fá að vera manneskja „Það er samt ekki sagt í dómnum hvað felst í lágmarksaðstoðinni,“ segir Heiðdís. „Dómurinn segir í rauninni að sú þjónusta sem veitt er í dag sé ekki nóg og ljóst er það að það sem er í boði í dag er of lítið.“Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra.Vísir/PjeturSnædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða sjálf fyrir túlkaþjónustu en ríkið gerði henni að greiða fyrir hana úr eigin vasa þegar túlkasjóður var um tíma tómur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ríkið hafi með því brotið gegn Snædísi og þyrfti að endurgreiða henni upphæðina auk miskabóta.Hægt að rukka ríkið eftir á? Spurð hvort þetta þýði að heyrnarlausir geti jafnvel byrjað að sækja sér þjónustu sjálfir og rukkað ríkið eftir á, segir Heiðdís það í það minnsta ljóst að þeir sem þurfa á táknmálstúlkaþjónustunni að halda ættu aldrei að þurfa að bera kostnaðinn sjálfir.Sjá einnig: Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári „Félag heyrnarlausra hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra tillögur að úthlutun úr sjóðnum,“ segir hún. „Engar reglur eru um úthlutun og er það ekki hlutverk Samskiptamiðstöðvar, heldur á ríkið að setja reglurnar. Tryggja þarf rétt okkar Íslendinga sem notum ÍTM í okkar daglega lífi til þess að vera virkir þjóðfélagsþegnar. Engin túlkun er til dæmis tryggð í atvinnulífi en það er hins vegar gert í öllum hinum Norðurlöndunum.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október í fyrra til áramóta og svo aftur í maí.Sjá einnig: Sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð „Það er von okkar að hægt verði að veita þessa þjónustu út allt árið eða ársfjórðunga og að við þurfum ekki að vera útilokuð frá samfélaginu eða hendur bundnar vissa tíma á ári,“ segir Heiðdís. „Tíminn er dýrmætur og þessir dagar þar sem hendur okkar voru bundnar koma aldrei aftur. Það eru ekki bara við sem berum þessi byrði sem ríkið setur á okkur, heldur aðstandendur líka.“ Embætti ríkislögmanns hefur ekki tilkynnt um það hvort dómi í málinu verði áfrýjað.
Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. 9. júní 2015 10:18 Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mandarína er Kærleikskúla ársins 2014 Handhafar Kærleikskúlunnar í ár eru systurnar Snædís Rán og Áslaug Ýr Hjartardætur. 3. desember 2014 15:40 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00
Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30
Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. 9. júní 2015 10:18
Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00
Mandarína er Kærleikskúla ársins 2014 Handhafar Kærleikskúlunnar í ár eru systurnar Snædís Rán og Áslaug Ýr Hjartardætur. 3. desember 2014 15:40