Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Bjarki Ármannsson skrifar 2. júlí 2015 13:37 Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. Vísir/Stefán Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur mikilvægan sigur í baráttu þeirra Íslendinga sem nota íslenskt táknmál (ÍTM) í daglegu lífi. Það sé von þeirra að í kjölfarið verði hægt að veita túlkaþjónustu, líkt og Snædís Rán þarf á að halda, allan ársins hring.Ekki tilgreint hvað felst í lágmarksaðstoð Snædís er daufblind stúlka sem þarf aðstoð túlks í öll samskipti. Hún stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf vegna fjárskorts. Í dómi sem féll í vikunni komst héraðsdómur meðal annars að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrárvarður réttur Snædísar til lágmarksþjónustu væri fjárlögum rétthærri.Sjá einnig: Vill bara fá að vera manneskja „Það er samt ekki sagt í dómnum hvað felst í lágmarksaðstoðinni,“ segir Heiðdís. „Dómurinn segir í rauninni að sú þjónusta sem veitt er í dag sé ekki nóg og ljóst er það að það sem er í boði í dag er of lítið.“Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra.Vísir/PjeturSnædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða sjálf fyrir túlkaþjónustu en ríkið gerði henni að greiða fyrir hana úr eigin vasa þegar túlkasjóður var um tíma tómur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ríkið hafi með því brotið gegn Snædísi og þyrfti að endurgreiða henni upphæðina auk miskabóta.Hægt að rukka ríkið eftir á? Spurð hvort þetta þýði að heyrnarlausir geti jafnvel byrjað að sækja sér þjónustu sjálfir og rukkað ríkið eftir á, segir Heiðdís það í það minnsta ljóst að þeir sem þurfa á táknmálstúlkaþjónustunni að halda ættu aldrei að þurfa að bera kostnaðinn sjálfir.Sjá einnig: Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári „Félag heyrnarlausra hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra tillögur að úthlutun úr sjóðnum,“ segir hún. „Engar reglur eru um úthlutun og er það ekki hlutverk Samskiptamiðstöðvar, heldur á ríkið að setja reglurnar. Tryggja þarf rétt okkar Íslendinga sem notum ÍTM í okkar daglega lífi til þess að vera virkir þjóðfélagsþegnar. Engin túlkun er til dæmis tryggð í atvinnulífi en það er hins vegar gert í öllum hinum Norðurlöndunum.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október í fyrra til áramóta og svo aftur í maí.Sjá einnig: Sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð „Það er von okkar að hægt verði að veita þessa þjónustu út allt árið eða ársfjórðunga og að við þurfum ekki að vera útilokuð frá samfélaginu eða hendur bundnar vissa tíma á ári,“ segir Heiðdís. „Tíminn er dýrmætur og þessir dagar þar sem hendur okkar voru bundnar koma aldrei aftur. Það eru ekki bara við sem berum þessi byrði sem ríkið setur á okkur, heldur aðstandendur líka.“ Embætti ríkislögmanns hefur ekki tilkynnt um það hvort dómi í málinu verði áfrýjað. Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. 9. júní 2015 10:18 Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mandarína er Kærleikskúla ársins 2014 Handhafar Kærleikskúlunnar í ár eru systurnar Snædís Rán og Áslaug Ýr Hjartardætur. 3. desember 2014 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur mikilvægan sigur í baráttu þeirra Íslendinga sem nota íslenskt táknmál (ÍTM) í daglegu lífi. Það sé von þeirra að í kjölfarið verði hægt að veita túlkaþjónustu, líkt og Snædís Rán þarf á að halda, allan ársins hring.Ekki tilgreint hvað felst í lágmarksaðstoð Snædís er daufblind stúlka sem þarf aðstoð túlks í öll samskipti. Hún stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf vegna fjárskorts. Í dómi sem féll í vikunni komst héraðsdómur meðal annars að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrárvarður réttur Snædísar til lágmarksþjónustu væri fjárlögum rétthærri.Sjá einnig: Vill bara fá að vera manneskja „Það er samt ekki sagt í dómnum hvað felst í lágmarksaðstoðinni,“ segir Heiðdís. „Dómurinn segir í rauninni að sú þjónusta sem veitt er í dag sé ekki nóg og ljóst er það að það sem er í boði í dag er of lítið.“Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra.Vísir/PjeturSnædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða sjálf fyrir túlkaþjónustu en ríkið gerði henni að greiða fyrir hana úr eigin vasa þegar túlkasjóður var um tíma tómur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ríkið hafi með því brotið gegn Snædísi og þyrfti að endurgreiða henni upphæðina auk miskabóta.Hægt að rukka ríkið eftir á? Spurð hvort þetta þýði að heyrnarlausir geti jafnvel byrjað að sækja sér þjónustu sjálfir og rukkað ríkið eftir á, segir Heiðdís það í það minnsta ljóst að þeir sem þurfa á táknmálstúlkaþjónustunni að halda ættu aldrei að þurfa að bera kostnaðinn sjálfir.Sjá einnig: Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári „Félag heyrnarlausra hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra tillögur að úthlutun úr sjóðnum,“ segir hún. „Engar reglur eru um úthlutun og er það ekki hlutverk Samskiptamiðstöðvar, heldur á ríkið að setja reglurnar. Tryggja þarf rétt okkar Íslendinga sem notum ÍTM í okkar daglega lífi til þess að vera virkir þjóðfélagsþegnar. Engin túlkun er til dæmis tryggð í atvinnulífi en það er hins vegar gert í öllum hinum Norðurlöndunum.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október í fyrra til áramóta og svo aftur í maí.Sjá einnig: Sex milljóna króna aukaframlag í túlkasjóð „Það er von okkar að hægt verði að veita þessa þjónustu út allt árið eða ársfjórðunga og að við þurfum ekki að vera útilokuð frá samfélaginu eða hendur bundnar vissa tíma á ári,“ segir Heiðdís. „Tíminn er dýrmætur og þessir dagar þar sem hendur okkar voru bundnar koma aldrei aftur. Það eru ekki bara við sem berum þessi byrði sem ríkið setur á okkur, heldur aðstandendur líka.“ Embætti ríkislögmanns hefur ekki tilkynnt um það hvort dómi í málinu verði áfrýjað.
Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. 9. júní 2015 10:18 Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mandarína er Kærleikskúla ársins 2014 Handhafar Kærleikskúlunnar í ár eru systurnar Snædís Rán og Áslaug Ýr Hjartardætur. 3. desember 2014 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00
Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30
Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. 9. júní 2015 10:18
Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00
Mandarína er Kærleikskúla ársins 2014 Handhafar Kærleikskúlunnar í ár eru systurnar Snædís Rán og Áslaug Ýr Hjartardætur. 3. desember 2014 15:40