Volvo XC90 valinn bíll ársins af Auto Express Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2015 11:33 Ný gerð Volvo XC90. Volvo XC90 var valinn bíll ársins 2015 og jeppi ársins 2015 í flokki stórra jeppa á árlegri verðlaunaafhendingu Auto Express. Eru þetta 19. verðlaun þessa bíls sem þó er rétt farinn að rúlla af færiböndunum. Volvo XC90 hefur nú þegar selst í 44.000 eintökum en þess má geta að Volvo áætlaði að framleiða 50.000 eintök fyrsta árið svo það eru allar líkur á því að salan sigli fram úr markmiðum. „Verðlaun eins og þessi enduspegla þá miklu ástríðu sem Volvo hefur fyrir þróun nýrra bíla. Við skiljum löngun viðskiptavina okkar til þess að eiga fallega bíla, bíla sem gera líf þeirra auðveldara með nýrri tækni – tækni sem er notendavæn. Við skiljum einnig þörfina fyrir kraftmiklar en jafnframt sparneytnar vélar og undirvagn sem gerir aksturinn enn betri en áður.“ sagði Dr Peter Mertens, forstjóri rannsóknar og þróunardeildar Volvo Car Group við afhendingu verðlaunanna. Steve Fowler, ritstjóri Auto Express sagði við sama tækifæri „Við höfum beðið lengi eftir XC90 en það var vel þess virði – þetta er stórkostlegur jeppi. Hann setur ekki einungis ný viðmið fyrir Volvo heldur fyrir bílamarkaðinn í heild. Volvo XC90 er leiðandi hvað varðar tækni, hagkvæmni, stíl og öryggi. Hann hefur einstakan stíl bæði að innan sem utan, sem þú gerðir ekkert endilega ráð fyrir. Ef XC90 er það sem framtíðin ber í skauti sér hjá Volvo er framtíðin mjög björt.“ Nýr Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem byggður er á nýrri SPA (Scalable Product Architecture) undirvagnstækni Volvo með Drive-E vélatækninni. Góð blanda skandinavískar hönnunar, bæði að innan og utan, gerir Volvo XC90 einstakan. Lögun nýju framljósanna, sem er innblásin af Þórshamri, og kraftalegt grill bílsins gera það að verkum að nýi Volvo XC90 hefur mjög sterka nærveru á veginum. Mest áberandi í innanrýminu er stór snertiskjár í miðjustokk bílsins með samskonar flettimöguleika og er í iPad. Snertiskjárinn, sem er óvenju stór, myndar hjarta nýs stjórnkerfis Volvo og gerir mælaborðið nánast takkalaust. Allt efnisval í innanrými Volvo XC90 er með því besta sem völ er á. Þar samtvinnast viður og mjúkt leður við handunnin smáatriði líkt og sjálfskiptihnúð úr kristal frá sænska framleiðandanum Orrefors. Ekki skemmir svo fyrir alvöru hljómburður úr Bowers & Wilkins hljómtækjunum.Innanrými Volvo XC90 jeppans. Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent
Volvo XC90 var valinn bíll ársins 2015 og jeppi ársins 2015 í flokki stórra jeppa á árlegri verðlaunaafhendingu Auto Express. Eru þetta 19. verðlaun þessa bíls sem þó er rétt farinn að rúlla af færiböndunum. Volvo XC90 hefur nú þegar selst í 44.000 eintökum en þess má geta að Volvo áætlaði að framleiða 50.000 eintök fyrsta árið svo það eru allar líkur á því að salan sigli fram úr markmiðum. „Verðlaun eins og þessi enduspegla þá miklu ástríðu sem Volvo hefur fyrir þróun nýrra bíla. Við skiljum löngun viðskiptavina okkar til þess að eiga fallega bíla, bíla sem gera líf þeirra auðveldara með nýrri tækni – tækni sem er notendavæn. Við skiljum einnig þörfina fyrir kraftmiklar en jafnframt sparneytnar vélar og undirvagn sem gerir aksturinn enn betri en áður.“ sagði Dr Peter Mertens, forstjóri rannsóknar og þróunardeildar Volvo Car Group við afhendingu verðlaunanna. Steve Fowler, ritstjóri Auto Express sagði við sama tækifæri „Við höfum beðið lengi eftir XC90 en það var vel þess virði – þetta er stórkostlegur jeppi. Hann setur ekki einungis ný viðmið fyrir Volvo heldur fyrir bílamarkaðinn í heild. Volvo XC90 er leiðandi hvað varðar tækni, hagkvæmni, stíl og öryggi. Hann hefur einstakan stíl bæði að innan sem utan, sem þú gerðir ekkert endilega ráð fyrir. Ef XC90 er það sem framtíðin ber í skauti sér hjá Volvo er framtíðin mjög björt.“ Nýr Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem byggður er á nýrri SPA (Scalable Product Architecture) undirvagnstækni Volvo með Drive-E vélatækninni. Góð blanda skandinavískar hönnunar, bæði að innan og utan, gerir Volvo XC90 einstakan. Lögun nýju framljósanna, sem er innblásin af Þórshamri, og kraftalegt grill bílsins gera það að verkum að nýi Volvo XC90 hefur mjög sterka nærveru á veginum. Mest áberandi í innanrýminu er stór snertiskjár í miðjustokk bílsins með samskonar flettimöguleika og er í iPad. Snertiskjárinn, sem er óvenju stór, myndar hjarta nýs stjórnkerfis Volvo og gerir mælaborðið nánast takkalaust. Allt efnisval í innanrými Volvo XC90 er með því besta sem völ er á. Þar samtvinnast viður og mjúkt leður við handunnin smáatriði líkt og sjálfskiptihnúð úr kristal frá sænska framleiðandanum Orrefors. Ekki skemmir svo fyrir alvöru hljómburður úr Bowers & Wilkins hljómtækjunum.Innanrými Volvo XC90 jeppans.
Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent