Tsipras segir að viðræður haldi áfram eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna Bjarki Ármannsson skrifar 1. júlí 2015 15:18 Forsætisráðherra Grikklands segir það ekki satt að höfnun krafna lánardrottna myndi hafa í för með sér brottrekstur úr ESB. Vísir/AFP Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Grikkir eigi að gangast við kröfum lánardrottna sinna muni fara fram um helgina. Að henni lokinni muni Grikkland svo halda áfram samningaviðræðum við lánardrottna um betri kjör fyrir Grikki. Í sjónvarpsávarpi fyrir stuttu hvatti Tsipras grísku þjóðina til að hafna kröfunum. Hann sagði það ekki satt að höfnun myndi hafa í för með sér brottrekstur Grikklands úr Evrópusambandinu. Þvert á móti verði gríska ríkið í betri samningsstöðu ef þjóðin hafnar kröfunum. „Atkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru okkar í evrusamstarfinu að gera,“ sagði Tsipras í ávarpi sínu. „Enginn getur dregið það í efa að við verðum þar áfram.“ Hann þakkaði jafnframt grísku þjóðinni fyrir ró sína á erfiðum tímum og sagðist ábyrgjast að launa- og lífeyrisgreiðslur myndu halda áfram að berast. Hann gagnrýndi Evrópusambandið og sagði það óásættanlegt að lþað hefði neytt gríska banka til að loka fyrir það eitt að leyfa þjóðinni að kjósa um kröfur lánadrottnanna. Grikkjum tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir miðnætti í gær og varð þannig fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá sjóðsins. Óvíst er um framhaldið en fjármálaráðherrar evruríkjanna munu funda síðar í dag um vandræði Grikkja. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39 Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. 30. júní 2015 14:27 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Gríska ríkinu tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt í tæka tíð. 30. júní 2015 22:36 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Grikkir eigi að gangast við kröfum lánardrottna sinna muni fara fram um helgina. Að henni lokinni muni Grikkland svo halda áfram samningaviðræðum við lánardrottna um betri kjör fyrir Grikki. Í sjónvarpsávarpi fyrir stuttu hvatti Tsipras grísku þjóðina til að hafna kröfunum. Hann sagði það ekki satt að höfnun myndi hafa í för með sér brottrekstur Grikklands úr Evrópusambandinu. Þvert á móti verði gríska ríkið í betri samningsstöðu ef þjóðin hafnar kröfunum. „Atkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru okkar í evrusamstarfinu að gera,“ sagði Tsipras í ávarpi sínu. „Enginn getur dregið það í efa að við verðum þar áfram.“ Hann þakkaði jafnframt grísku þjóðinni fyrir ró sína á erfiðum tímum og sagðist ábyrgjast að launa- og lífeyrisgreiðslur myndu halda áfram að berast. Hann gagnrýndi Evrópusambandið og sagði það óásættanlegt að lþað hefði neytt gríska banka til að loka fyrir það eitt að leyfa þjóðinni að kjósa um kröfur lánadrottnanna. Grikkjum tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir miðnætti í gær og varð þannig fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá sjóðsins. Óvíst er um framhaldið en fjármálaráðherrar evruríkjanna munu funda síðar í dag um vandræði Grikkja.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39 Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. 30. júní 2015 14:27 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Gríska ríkinu tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt í tæka tíð. 30. júní 2015 22:36 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46
Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39
Grikkir biðja um nýja neyðarhjálp Vilja hjálp í tvö ár á meðan skuldir eru endurskipulagðar og unnið er að því að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. 30. júní 2015 14:27
Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27
Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Gríska ríkinu tókst ekki að endurgreiða neyðarlán sitt í tæka tíð. 30. júní 2015 22:36