Erlent

„Maður vill hugga grátandi stúlku“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Angela Merkel í viðtalinu í kvöld.
Angela Merkel í viðtalinu í kvöld. vísir/epa
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku, Reem, í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi.

Atvikið vakti mikla athygli þar sem Merkel sagði stúlkunni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að henni og fjölskyldu hennar yrði vísað frá Þýskalandi. Við það brast Reem í grát og sló kanslarann út af laginu sem hikaði en sagði svo stjórnmálin stundum vera strembin.

Merkel reyndi síðan að hugga stúlkuna, gekk til hennar og strauk um höfuð hennar en margir hafa gagnrýnt viðbrögð kanslarans og segja að hún hafi virkað köld og vandræðaleg vegna þess að stúlkan fór að gráta.

Í viðtali við þýska ríkissjónvarpið í kvöld sagðist Merkel telja að hún hafi brugðist rétt við. Hún sagði að það væri ekki rétt að segja við manneskju að „bara vegna þess að þú hittir kanslarann, þá munum við leysa þitt mál hraðar en margra annarra.“

„Við störfum eftir ákveðnum lögum en engu að síður þá vill maður hugga grátandi stúlku.“

Reem var í viðtali við þýska dagblaðið í dag og sagði þar að henni hefði þótt verra ef kanslarinn hefði ekki verið hreinskilin við hana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×