Framkvæmdastjóri AGS segir nauðsynlegt að fresta eða fella niður gjalddaga á lánum gríska ríkisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. júlí 2015 15:15 Christine Lagarde og Euclid Tsakalotos, fjármálaráðherra Grikklands. Vísir/AFP Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að samhliða frekari lánveitingum til gríska ríkisins verði að endurskipuleggja skuldir þess með niðurfellingum eða frestun gjalddaga. Frekari neyðarlán til Grikkja séu óskynsamleg án slíkra aðgerða. Almennt er viðurkennt að skuldastaða gríska ríkisins sé ósjálfbær. Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að þetta hlutfall fari upp í 200 prósent á næstu tveimur árum, að því er fram kemur í Financial Times. Árið 2010, í upphafi evrukrísunnar, stóð hlutfallið í 127 prósentum. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði við franska fjölmiðla nú um helgina að án skuldaniðurfellingar, eða endurskipulagningar á skuldum, væru frekari neyðarlán til gríska ríkisins ekki skynsamleg. Stöðugleikasjóður evrusvæðsins, European Stability Mechanism, ákvað á föstudag að hefja formlegar viðræður við grísk stjórnvöld um 86 milljarða evra neyðarlán í kjölfar þess að samkomulag náðist milli Grikkja og hinna ríkjanna á evrusvæðinu aðfaranótt mánudags. Í minnisblaði sem birt var í vikunni gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samkomulagið og þar kemur jafnframt fram að sjóðurinn treysti sér ekki til þess að taka þátt í frekari neyðarlánum til Grikkja án skuldaniðurfellingar. Í minnisblaðinu gagnrýna starfsmenn AGS hin evruríkin og segir að Grikkir verði að fá skuldaniðurfellingu langt umfram það sem hin evruríkin hafi verið tilbúin að íhuga til þessa. Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakka, hefur tekið undir með starfsmönnum sjóðsins en þessar athugasemdir hafi ekki fengið neinn hljómgrunn hjá Þjóðverjum, lang öflugasta ríkinu í myntsamstarfinu. Tíminn mun leiða í ljós hvort þetta 86 milljarða evra neyðarlán, sem nú er aðeins talið formsatriði að afgreiða, muni koma Grikkjum úr kreppunni eða hvort þetta sé aðeins frestun þess sem margir telja óumflýjanlegt án myndarlegrar skuldaniðurfellingar, það er útgöngu úr myntsamstarfinu, vegna óviðráðanlegrar og ósjálfbærrar skuldastöðu gríska ríkisins. Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að samhliða frekari lánveitingum til gríska ríkisins verði að endurskipuleggja skuldir þess með niðurfellingum eða frestun gjalddaga. Frekari neyðarlán til Grikkja séu óskynsamleg án slíkra aðgerða. Almennt er viðurkennt að skuldastaða gríska ríkisins sé ósjálfbær. Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að þetta hlutfall fari upp í 200 prósent á næstu tveimur árum, að því er fram kemur í Financial Times. Árið 2010, í upphafi evrukrísunnar, stóð hlutfallið í 127 prósentum. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði við franska fjölmiðla nú um helgina að án skuldaniðurfellingar, eða endurskipulagningar á skuldum, væru frekari neyðarlán til gríska ríkisins ekki skynsamleg. Stöðugleikasjóður evrusvæðsins, European Stability Mechanism, ákvað á föstudag að hefja formlegar viðræður við grísk stjórnvöld um 86 milljarða evra neyðarlán í kjölfar þess að samkomulag náðist milli Grikkja og hinna ríkjanna á evrusvæðinu aðfaranótt mánudags. Í minnisblaði sem birt var í vikunni gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samkomulagið og þar kemur jafnframt fram að sjóðurinn treysti sér ekki til þess að taka þátt í frekari neyðarlánum til Grikkja án skuldaniðurfellingar. Í minnisblaðinu gagnrýna starfsmenn AGS hin evruríkin og segir að Grikkir verði að fá skuldaniðurfellingu langt umfram það sem hin evruríkin hafi verið tilbúin að íhuga til þessa. Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakka, hefur tekið undir með starfsmönnum sjóðsins en þessar athugasemdir hafi ekki fengið neinn hljómgrunn hjá Þjóðverjum, lang öflugasta ríkinu í myntsamstarfinu. Tíminn mun leiða í ljós hvort þetta 86 milljarða evra neyðarlán, sem nú er aðeins talið formsatriði að afgreiða, muni koma Grikkjum úr kreppunni eða hvort þetta sé aðeins frestun þess sem margir telja óumflýjanlegt án myndarlegrar skuldaniðurfellingar, það er útgöngu úr myntsamstarfinu, vegna óviðráðanlegrar og ósjálfbærrar skuldastöðu gríska ríkisins.
Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira