Fleiri glerhótel Pawel Bartoszek skrifar 18. júlí 2015 12:28 „Round One. Fight!“ Þegar ég var að alast upp var sjoppa á móti Melaskóla. Þar var hægt að kaupa nammi, ís og annað slæmt. Já, þetta þótti slæmt. Að hanga í sjoppu var það ófágaðasta sem barn á miðstigi gat gert. Í sjoppunni var ófágaður spilakassi, þar sem eldri krakkarnir spiluðu Street Fighter II. Ég hvorki þorði né tímdi í kassann en ég horfði á eldri krakkana gera það. Ég sá þá vinna leikinn með japanska karatekarlinum Ryu og rússneska grímukónginum Zangief, sem þannig séð gat ekki rassgat. „Round Two. Fight!“ Þegar ég var fullorðinn lokaði sjoppan og fljótlega var húsnæðinu breytt í íbúð. Áreiðanlega frekar óhentuga og skítmixaða íbúð eins og stundum vill verða með þessar gömlubúðaríbúðir. Þegar labbað er fram hjá blasir við minning um starfsemi sem eitt sinn gerði gagn en er nú horfin. Sumir tala niður hótel, túristabúðir og skyndibitakeðjur. Ég vil tala niður íbúðir. Íbúðir eru fita borgarumhverfis. Það er auðveldara að bæta við sig fitu en breyta henni í annað. Enginn fer að safna undirskriftum ef breyta á sjoppu í íbúð. En ef fara á í hina áttina þá fá margir áhyggjur. Hvers konar starfsemi er þetta? Eykst umferðin? Viljum við það? „Round Three. Fight!“ Þar sem ég rölti í bænum rakst ég á spilasal með retróleikjum. Þetta er dæmi um hvernig atvinnustarfsemi í fúngerandi borg getur verið alls konar. Þetta er dæmi um hvernig ferðamennskan elur af sér eitthvað gott. Ég er líklegri til að eyða pening í gömlum spilakassa þegar ég er á ferðalagi. Ég er líklegri til að borða á veitingastað þegar ég er í fríi. Ég set 200 krónur í kassann og vel japanska karatekarlinn Ryu. Nú á ég pening og er sama þótt ég sé lélegur. Og það er enginn eldri að horfa á hvort sem er. Hótelin og túrisminn eru að gera frábæra hluti fyrir Reykjavík. Þess vegna hef ég ekkert á móti nýju hóteli í Lækjargötunni, nýjum kleinuhringjastað á Laugaveginum eða því að einhver ætlar að breyta skemmtistað sem nýtist hluta nætur fá kvöld í eitthvað annað. Ég hef ekkert á móti því að fólk nýti hús í það sem þau nýtast best í. Ef þetta feilar þá kemur bara eitthvað annað í staðinn seinna. Hótel eru ekki að eilífu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Sjá meira
„Round One. Fight!“ Þegar ég var að alast upp var sjoppa á móti Melaskóla. Þar var hægt að kaupa nammi, ís og annað slæmt. Já, þetta þótti slæmt. Að hanga í sjoppu var það ófágaðasta sem barn á miðstigi gat gert. Í sjoppunni var ófágaður spilakassi, þar sem eldri krakkarnir spiluðu Street Fighter II. Ég hvorki þorði né tímdi í kassann en ég horfði á eldri krakkana gera það. Ég sá þá vinna leikinn með japanska karatekarlinum Ryu og rússneska grímukónginum Zangief, sem þannig séð gat ekki rassgat. „Round Two. Fight!“ Þegar ég var fullorðinn lokaði sjoppan og fljótlega var húsnæðinu breytt í íbúð. Áreiðanlega frekar óhentuga og skítmixaða íbúð eins og stundum vill verða með þessar gömlubúðaríbúðir. Þegar labbað er fram hjá blasir við minning um starfsemi sem eitt sinn gerði gagn en er nú horfin. Sumir tala niður hótel, túristabúðir og skyndibitakeðjur. Ég vil tala niður íbúðir. Íbúðir eru fita borgarumhverfis. Það er auðveldara að bæta við sig fitu en breyta henni í annað. Enginn fer að safna undirskriftum ef breyta á sjoppu í íbúð. En ef fara á í hina áttina þá fá margir áhyggjur. Hvers konar starfsemi er þetta? Eykst umferðin? Viljum við það? „Round Three. Fight!“ Þar sem ég rölti í bænum rakst ég á spilasal með retróleikjum. Þetta er dæmi um hvernig atvinnustarfsemi í fúngerandi borg getur verið alls konar. Þetta er dæmi um hvernig ferðamennskan elur af sér eitthvað gott. Ég er líklegri til að eyða pening í gömlum spilakassa þegar ég er á ferðalagi. Ég er líklegri til að borða á veitingastað þegar ég er í fríi. Ég set 200 krónur í kassann og vel japanska karatekarlinn Ryu. Nú á ég pening og er sama þótt ég sé lélegur. Og það er enginn eldri að horfa á hvort sem er. Hótelin og túrisminn eru að gera frábæra hluti fyrir Reykjavík. Þess vegna hef ég ekkert á móti nýju hóteli í Lækjargötunni, nýjum kleinuhringjastað á Laugaveginum eða því að einhver ætlar að breyta skemmtistað sem nýtist hluta nætur fá kvöld í eitthvað annað. Ég hef ekkert á móti því að fólk nýti hús í það sem þau nýtast best í. Ef þetta feilar þá kemur bara eitthvað annað í staðinn seinna. Hótel eru ekki að eilífu.
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar