Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2015 11:35 Walt Cunningham og Rusty Schweickart voru meðal annars teknir tali í Öskju. Mynd/sævar helgi Æfingum Apollo-geimfarana á Íslandi árin 1965 og 1967 verða gerð skil í nýrri heimildarmynd sem þeir Sævar Helgi Bragason, Andri Ómarsson og Örlygur Hnefill Örlygsson vinna nú að fullum fetum. Sævar segir í samtali við Vísi að vinnan að baki myndinni hafi hafist fyrir nokkrum árum og að þeir félagar hafi unnið að henni eins og tími og fjárráð hafa leyft hverju sinni. Hann segir þá félaga alla vera mikla aðdáendur Appolo-geimferðanna - „og þykir ekki leiðinlegt að velta fyrir okkur æfingarferðunum hingað til Íslands þannig að við ákváðum að hefja smíði heimildarmyndar um þær ferðir allar,“ segir Sævar. Myndin mun að sögn Sævars byggja á viðtölum við geimfarana sem hingað komu til lands og Íslendingana sem snigluðust í kringum æfingarferðirnar og fylgdu geimförunum hvert fótmál. Þá verða viðtölin brotin upp með myndefni frá þessum árum – jafnt ljósmyndum sem myndbandsupptökum.Sterkar Íslandstengingar Þeir félagar hafa nú tekið fjöldan allan af viðtölum fyrir myndina. Þeirra á meðal eru viðtal við William A. Anders sem var hér á landi fyrir tveimur árum. Anders var um borð í Apollo 8 og var í báðum æfingarferðum hingað til lands árin 1967 og 1967 og hefur því ákveðna sérstöðu í þessari sögu. „Svo tók hann íslenska tuttugu og fimmeyring með sér til tungslins,“ bætir Sævar við og því ljóst að Anders hafði sterka tengingu við Ísland. Síðustu tvær vikur hafa aðstandendur myndarinnar tekið viðtöl við þá Harrison Schmitt, sem var í Apollo 17 og er jafnframt síðasti maðurinn sem steig fæti á tunglið, og Walt Cunningham (Apollo 7) og Rusty Schweickart (Apollo 9) en þá tvo síðarnefndu má sjá á myndinni hér að ofan. Þeir voru viðstaddir afhjúpun minnisvarðar við Könnunarsögusafnið á Húsavík í gær um æfingar Apollo geimfarana á Íslandi en í ár eru 50 ár liðin frá fyrri æfingarferðinni. Þó svo að eðlilega sé eitthvað farið að skolast til í minni geimfaranna, hálfri öld eftir heimsókn þeirra til landsins, segir Sævar að ýmsilegt hafi rifjast upp fyrir þeim þegar þeir komu aftur á staðina þar sem þeir höfðu verið æfingar um 50 árum áður. Þá hafi ljósmynd af þeim Cunningam og Schweickart að tjalda í Drekagili einnig vakið upp ýmsar minningar.Frásagnirnar vel nýttar Sævar segir að enn sé óljóst hvenær myndin verður tilbúin til sýninga en vonir standa til að frumsýna hana næst vetur. Það ráðist þó allt af tíma og fjármagni en þeir Sævar, Andri og Örlygur vinna að myndinni í sjálfboðastarfi og greiða sjálfir fyrir komu geimfaranna til lansins. Vinna þremenninganna mun koma til með að nýtast á mörgum sviðum að sögn Sævars. Könnunarsögusafnið á Húsavík muni þannig njóta góðs af heimildarmyndargerðinni og verður hluti myndefnisins notaður í fræðsluefni á netinu – að öllum líkindum á geimurinn.is og Stjörnufræðivefnum. „Það er ekki verra að geta haft mennina sjálfa til að segja frá,“ segir Sævar Helgi Bragason. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Æfingum Apollo-geimfarana á Íslandi árin 1965 og 1967 verða gerð skil í nýrri heimildarmynd sem þeir Sævar Helgi Bragason, Andri Ómarsson og Örlygur Hnefill Örlygsson vinna nú að fullum fetum. Sævar segir í samtali við Vísi að vinnan að baki myndinni hafi hafist fyrir nokkrum árum og að þeir félagar hafi unnið að henni eins og tími og fjárráð hafa leyft hverju sinni. Hann segir þá félaga alla vera mikla aðdáendur Appolo-geimferðanna - „og þykir ekki leiðinlegt að velta fyrir okkur æfingarferðunum hingað til Íslands þannig að við ákváðum að hefja smíði heimildarmyndar um þær ferðir allar,“ segir Sævar. Myndin mun að sögn Sævars byggja á viðtölum við geimfarana sem hingað komu til lands og Íslendingana sem snigluðust í kringum æfingarferðirnar og fylgdu geimförunum hvert fótmál. Þá verða viðtölin brotin upp með myndefni frá þessum árum – jafnt ljósmyndum sem myndbandsupptökum.Sterkar Íslandstengingar Þeir félagar hafa nú tekið fjöldan allan af viðtölum fyrir myndina. Þeirra á meðal eru viðtal við William A. Anders sem var hér á landi fyrir tveimur árum. Anders var um borð í Apollo 8 og var í báðum æfingarferðum hingað til lands árin 1967 og 1967 og hefur því ákveðna sérstöðu í þessari sögu. „Svo tók hann íslenska tuttugu og fimmeyring með sér til tungslins,“ bætir Sævar við og því ljóst að Anders hafði sterka tengingu við Ísland. Síðustu tvær vikur hafa aðstandendur myndarinnar tekið viðtöl við þá Harrison Schmitt, sem var í Apollo 17 og er jafnframt síðasti maðurinn sem steig fæti á tunglið, og Walt Cunningham (Apollo 7) og Rusty Schweickart (Apollo 9) en þá tvo síðarnefndu má sjá á myndinni hér að ofan. Þeir voru viðstaddir afhjúpun minnisvarðar við Könnunarsögusafnið á Húsavík í gær um æfingar Apollo geimfarana á Íslandi en í ár eru 50 ár liðin frá fyrri æfingarferðinni. Þó svo að eðlilega sé eitthvað farið að skolast til í minni geimfaranna, hálfri öld eftir heimsókn þeirra til landsins, segir Sævar að ýmsilegt hafi rifjast upp fyrir þeim þegar þeir komu aftur á staðina þar sem þeir höfðu verið æfingar um 50 árum áður. Þá hafi ljósmynd af þeim Cunningam og Schweickart að tjalda í Drekagili einnig vakið upp ýmsar minningar.Frásagnirnar vel nýttar Sævar segir að enn sé óljóst hvenær myndin verður tilbúin til sýninga en vonir standa til að frumsýna hana næst vetur. Það ráðist þó allt af tíma og fjármagni en þeir Sævar, Andri og Örlygur vinna að myndinni í sjálfboðastarfi og greiða sjálfir fyrir komu geimfaranna til lansins. Vinna þremenninganna mun koma til með að nýtast á mörgum sviðum að sögn Sævars. Könnunarsögusafnið á Húsavík muni þannig njóta góðs af heimildarmyndargerðinni og verður hluti myndefnisins notaður í fræðsluefni á netinu – að öllum líkindum á geimurinn.is og Stjörnufræðivefnum. „Það er ekki verra að geta haft mennina sjálfa til að segja frá,“ segir Sævar Helgi Bragason.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira