Imon-málið komið á dagskrá Hæstaréttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2015 08:51 Steinþór Gunnarsson, Elín Sigfúsdóttir og Sigurjón Þ. Árnason. Vísir Imon-málið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 21. september næstkomandi. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af ákæru um markaðsmisnotkun. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af voru sex skilorðsbundnir. Dómur féll í héraði í byrjun júní og mánuði síðar ákvað ríkissaksóknari að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Steinþór Gunnarsson hafði þegar tekið þá ákvörðun að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Mun Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari flytja málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Sérstakur saksóknari var ekki sáttur við niðurstöðuna í héraði.Vísir/ValliSérstakur telur um sýndarviðskipti að ræða Í málinu voru stjórnendurnir þrír ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með lánveitingu til félagsins Imon ehf. til kaupa á hlutabréfa í Landsbankanum þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna haustið 2008. Lánið hljóðaði upp á fimm milljarða króna en Imon ehf var í eigu Magnúsar Ármann. Steinþór var sakaður um að hafa tilkynnt kaup Imon ehf á hlutabréfunum sem raunveruleg viðskipti til Kauphallarinnar. Sérstakur saksóknari taldi að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda verði á hlutabréfum í bankanum uppi.Sigurjón Árnason ásamt lögmanni sínum Sigurði G. Guðjónssyni.Vísir/VilhelmFjölskipaður héraðsdómur klofnaðiÍ dómi héraðsdóms segir að hann hafi ekki geta dulist að upplýsingar um hvernig að viðskiptunum væri staðið gæti haft áhrif á mat aðila verðbréfamarkaðarins á verði hlutabréfa. Því hafi honum borið að haga starfi sínu á þann veg að misvísandi eða villandi upplýsingar um verðmæti hlutabréfa bærust ekki út á markaðinn. Fjölskipaður héraðsdómur klofnaði í málinu en einn dómari af þremur taldi að sakfella ætti Sigurjón þar sem hann hefði tekið ákvörðun um viðskiptin. Sigurjón var í nóvember síðastliðnum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli. Tveir starfsmenn bankans, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Hreiðarsson, fengu níu mánaða dóm en þar af voru sex á skilorði. Málið var töluvert umfangsmeira en Imon-málið og eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari rannsakaði í kjölfar efnahagashrunsins. Málflutningur í Imon-málinu verður í Hæstarétti mánudaginn 21. september klukkan 9. Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Imon-málið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 21. september næstkomandi. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af ákæru um markaðsmisnotkun. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af voru sex skilorðsbundnir. Dómur féll í héraði í byrjun júní og mánuði síðar ákvað ríkissaksóknari að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Steinþór Gunnarsson hafði þegar tekið þá ákvörðun að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Mun Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari flytja málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Sérstakur saksóknari var ekki sáttur við niðurstöðuna í héraði.Vísir/ValliSérstakur telur um sýndarviðskipti að ræða Í málinu voru stjórnendurnir þrír ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með lánveitingu til félagsins Imon ehf. til kaupa á hlutabréfa í Landsbankanum þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna haustið 2008. Lánið hljóðaði upp á fimm milljarða króna en Imon ehf var í eigu Magnúsar Ármann. Steinþór var sakaður um að hafa tilkynnt kaup Imon ehf á hlutabréfunum sem raunveruleg viðskipti til Kauphallarinnar. Sérstakur saksóknari taldi að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda verði á hlutabréfum í bankanum uppi.Sigurjón Árnason ásamt lögmanni sínum Sigurði G. Guðjónssyni.Vísir/VilhelmFjölskipaður héraðsdómur klofnaðiÍ dómi héraðsdóms segir að hann hafi ekki geta dulist að upplýsingar um hvernig að viðskiptunum væri staðið gæti haft áhrif á mat aðila verðbréfamarkaðarins á verði hlutabréfa. Því hafi honum borið að haga starfi sínu á þann veg að misvísandi eða villandi upplýsingar um verðmæti hlutabréfa bærust ekki út á markaðinn. Fjölskipaður héraðsdómur klofnaði í málinu en einn dómari af þremur taldi að sakfella ætti Sigurjón þar sem hann hefði tekið ákvörðun um viðskiptin. Sigurjón var í nóvember síðastliðnum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli. Tveir starfsmenn bankans, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Hreiðarsson, fengu níu mánaða dóm en þar af voru sex á skilorði. Málið var töluvert umfangsmeira en Imon-málið og eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari rannsakaði í kjölfar efnahagashrunsins. Málflutningur í Imon-málinu verður í Hæstarétti mánudaginn 21. september klukkan 9.
Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12
Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45