Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 22:09 Stefán Logi Magnússon var frábær í kvöld. vísir/stefán „Ég er virkilega stoltur af mínum strákum,“ sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, við fréttamenn eftir 1-0 tap bikarmeistaranna gegn Rosenborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað komist frá leiknum með jafntefli, en Vesturbæingar voru óheppnir að skora ekki mark. „Við erum búnir að vera frábærir upp á síðkastið og við höfum sýnt mikinn karakter í öllum leikjum hvort sem við spilum vel og illa. Þetta er virkilega flottur og samheldinn hópur sem vill ná árangri og það skín í gegn í kvöld,“ sagði markvörðurinn hávaxni. KR spilaði af krafti frá byrjun í kvöld og pressaði á norska stórliðið strax í byrjun leiks. „Við berum enga virðingu fyrir þeim eins og við töluðum um. Við ætluðum að vera skynsamir og loka á það sem þeir eru góðir í,“ sagði Stefán Logi. „Í sóknarleiknum ætluðum við líka að berja á veikleikum þeirra en það er þannig þegar þú mætir liði eins og Rosenborg þá er pressað á okkur. Í heildina var þetta mjög jafn leikur og líklega skemmtilegur á að horfa.“ Stefán Logi var frábær í kvöld og þurfti vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Eftir langt meiðslaskeið virðist hann í góðu formi og sjálfum líður honum vel. „Mér líður eins og ég sé 22 ára. Ég er að fara að skrifa undir fimm ára samning hérna í næstu viku þannig ég býst ekkert við öðru en að halda áfram lengur en Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson],“ sagði Stefán Logi, en var auðveldara að gíra sig upp í svona stórleik? „Það er alltaf að gaman að spila við Rosenborg og góð lið. Það er ekkert leiðinlegra að spila í Pepsi-deildinni heldur er þar bara aðeins öðruvísi umgjörð. Við berum virðingu, upp að vissu marki, fyrir öllum okkar andstæðingum.“ Markvörðurinn er bjartsýnn fyrir seinni leikinn sem fram fer á Lerkendal í Þrándheimi eftir viku. „Það er allt hægt ef við setjum eitt mark á þá og við vorum nálægt því í dag. Við nálgumst verkefnið bara með björtum augum en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum hagstæðum úrslitum úti,“ sagði Stefán Logi Magnússon. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Sjá meira
„Ég er virkilega stoltur af mínum strákum,“ sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, við fréttamenn eftir 1-0 tap bikarmeistaranna gegn Rosenborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað komist frá leiknum með jafntefli, en Vesturbæingar voru óheppnir að skora ekki mark. „Við erum búnir að vera frábærir upp á síðkastið og við höfum sýnt mikinn karakter í öllum leikjum hvort sem við spilum vel og illa. Þetta er virkilega flottur og samheldinn hópur sem vill ná árangri og það skín í gegn í kvöld,“ sagði markvörðurinn hávaxni. KR spilaði af krafti frá byrjun í kvöld og pressaði á norska stórliðið strax í byrjun leiks. „Við berum enga virðingu fyrir þeim eins og við töluðum um. Við ætluðum að vera skynsamir og loka á það sem þeir eru góðir í,“ sagði Stefán Logi. „Í sóknarleiknum ætluðum við líka að berja á veikleikum þeirra en það er þannig þegar þú mætir liði eins og Rosenborg þá er pressað á okkur. Í heildina var þetta mjög jafn leikur og líklega skemmtilegur á að horfa.“ Stefán Logi var frábær í kvöld og þurfti vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Eftir langt meiðslaskeið virðist hann í góðu formi og sjálfum líður honum vel. „Mér líður eins og ég sé 22 ára. Ég er að fara að skrifa undir fimm ára samning hérna í næstu viku þannig ég býst ekkert við öðru en að halda áfram lengur en Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson],“ sagði Stefán Logi, en var auðveldara að gíra sig upp í svona stórleik? „Það er alltaf að gaman að spila við Rosenborg og góð lið. Það er ekkert leiðinlegra að spila í Pepsi-deildinni heldur er þar bara aðeins öðruvísi umgjörð. Við berum virðingu, upp að vissu marki, fyrir öllum okkar andstæðingum.“ Markvörðurinn er bjartsýnn fyrir seinni leikinn sem fram fer á Lerkendal í Þrándheimi eftir viku. „Það er allt hægt ef við setjum eitt mark á þá og við vorum nálægt því í dag. Við nálgumst verkefnið bara með björtum augum en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum hagstæðum úrslitum úti,“ sagði Stefán Logi Magnússon.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Sjá meira
Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56
Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03