Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2015 17:28 Reem fell í stafi við útskýringar kanslarans. vísir/skjáskot Svo virðist vera sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi grætt palestínska stúlku í sjónvarpssal í gærkvöldi og hefur kanslarinn verið harðlega gangrýndur heima fyrir vegna málsins. Merkel sagði stúlkunni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi og við það brast sú palestínska í grát. Stelpan var í hópi nemenda sem kom saman í Rostock í gær til að taka á móti kanslaranum sem heimsótti sjónvarpsþáttinn Gut Leben in Deutschland þar í borg. Stelpan, sem sagðist heita Reem, sagði á lýtalausri þýsku að hún hafi búið ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi undanfarin 4 ár eftir að hafa átt aðsetur í flóttamannabúðum í Líbanon. Hún sagði fjölskylduna eiga á hættu að vera hvað úr hverju vísað úr landi því þau hefðu einungis fengið tímabundið landvistarleyfi í Þýskalandi. „Svo lengi sem ég veit ekki hvað ég fæ að búa hér lengi veit ég ekki hvað framtíð mín mun bera í skauti sér,“ sagði Reem og bætti við að hana langaði að stunda nám í Þýskalandi. „Það er ósanngjarnt að horfa upp á fólk njóta lífsins og fá ekki að njóta þess með þeim.“ Svo virtist sem frásögn stúlkunnar hafi slegið kanslarann aðeins út af laginu sem tók sér stuttan umhugsunarfrest áður en hann svaraði stúlkunni. „Ég skil það, en ég verð samt... stundum eru stjórnmál strembin,“ sagði Merkel. „Þú ert góð manneskja en þú veist að það eru þúsundir og aftur þúsundir flóttamanna í palestínskum flóttamannabúðum í Líbanon og ef þú segir „þið megið öll koma“ og „þið frá Afríku megið öll koma“ og „þið megið öll koma,“ við ráðum einfaldlega ekki við það,“ sagði kanslarinn ennfremur. Merkel varði því næst stefnu stjórnar sinnar í innflytjendamálum og lagði áherslu á að hún hefði í hyggju að flýta hælisumsóknarferlinu en hætti um stundararsakir þegar hún sá að Reem hafði brostið í grát. 'Æ, komdu,“ sagði Merkel er hún gekk upp að stúlkunni og lagði höndina á öxl hennar. 'Þú stóðst þig vel,“ bætti hún við. Huggun kanslarans virtist þó hafa takmörkuð áhrif því Reem hélt áfram að gráta í sjónvarpssal. Myndskeið af atvikinu hefur farið sem eldur í sinu meðal Þjóðverja á samfélagsmiðlunum og hafa merki á borð við #merkelstreichelt, eða“strokur frá Merkel” og #Empathie, samúð, náð miklu flugi. Sjónvarpsáhorfendur hafa sagt framkomu Merkel til marks um að stjórn hennar sé samúðuarlaus og að kanslarinn hafi 'brugðist sem manneskja“ Yfirlýsing frá stjórnvöldum reyndi þó að varpa gleðilegra ljósi á atburðina. 'Eftir níutíu mínútur af góðum umræðum héldu þátttakendur glaðir heim á leið með fullt af hugmyndum í farteskinu“ Sem fyrr segir hafa netverjar gert sér mat úr atvikinu og má sjá dæmi þess hér að neðan, ásamt sjónvarpsfrétt um málið með enskum texta. Wenn Jon Snow weint... #merkelstreichelt (PS DAT SKILLS xD) pic.twitter.com/Kej3LDRq9k— MythenAkte (@MythenAkte) July 16, 2015 German chancellors and children do not mix. #merkelstreichelt pic.twitter.com/L4jL8LxKlb— Secret Ledger (@secret_ledger) July 16, 2015 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Svo virðist vera sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi grætt palestínska stúlku í sjónvarpssal í gærkvöldi og hefur kanslarinn verið harðlega gangrýndur heima fyrir vegna málsins. Merkel sagði stúlkunni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi og við það brast sú palestínska í grát. Stelpan var í hópi nemenda sem kom saman í Rostock í gær til að taka á móti kanslaranum sem heimsótti sjónvarpsþáttinn Gut Leben in Deutschland þar í borg. Stelpan, sem sagðist heita Reem, sagði á lýtalausri þýsku að hún hafi búið ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi undanfarin 4 ár eftir að hafa átt aðsetur í flóttamannabúðum í Líbanon. Hún sagði fjölskylduna eiga á hættu að vera hvað úr hverju vísað úr landi því þau hefðu einungis fengið tímabundið landvistarleyfi í Þýskalandi. „Svo lengi sem ég veit ekki hvað ég fæ að búa hér lengi veit ég ekki hvað framtíð mín mun bera í skauti sér,“ sagði Reem og bætti við að hana langaði að stunda nám í Þýskalandi. „Það er ósanngjarnt að horfa upp á fólk njóta lífsins og fá ekki að njóta þess með þeim.“ Svo virtist sem frásögn stúlkunnar hafi slegið kanslarann aðeins út af laginu sem tók sér stuttan umhugsunarfrest áður en hann svaraði stúlkunni. „Ég skil það, en ég verð samt... stundum eru stjórnmál strembin,“ sagði Merkel. „Þú ert góð manneskja en þú veist að það eru þúsundir og aftur þúsundir flóttamanna í palestínskum flóttamannabúðum í Líbanon og ef þú segir „þið megið öll koma“ og „þið frá Afríku megið öll koma“ og „þið megið öll koma,“ við ráðum einfaldlega ekki við það,“ sagði kanslarinn ennfremur. Merkel varði því næst stefnu stjórnar sinnar í innflytjendamálum og lagði áherslu á að hún hefði í hyggju að flýta hælisumsóknarferlinu en hætti um stundararsakir þegar hún sá að Reem hafði brostið í grát. 'Æ, komdu,“ sagði Merkel er hún gekk upp að stúlkunni og lagði höndina á öxl hennar. 'Þú stóðst þig vel,“ bætti hún við. Huggun kanslarans virtist þó hafa takmörkuð áhrif því Reem hélt áfram að gráta í sjónvarpssal. Myndskeið af atvikinu hefur farið sem eldur í sinu meðal Þjóðverja á samfélagsmiðlunum og hafa merki á borð við #merkelstreichelt, eða“strokur frá Merkel” og #Empathie, samúð, náð miklu flugi. Sjónvarpsáhorfendur hafa sagt framkomu Merkel til marks um að stjórn hennar sé samúðuarlaus og að kanslarinn hafi 'brugðist sem manneskja“ Yfirlýsing frá stjórnvöldum reyndi þó að varpa gleðilegra ljósi á atburðina. 'Eftir níutíu mínútur af góðum umræðum héldu þátttakendur glaðir heim á leið með fullt af hugmyndum í farteskinu“ Sem fyrr segir hafa netverjar gert sér mat úr atvikinu og má sjá dæmi þess hér að neðan, ásamt sjónvarpsfrétt um málið með enskum texta. Wenn Jon Snow weint... #merkelstreichelt (PS DAT SKILLS xD) pic.twitter.com/Kej3LDRq9k— MythenAkte (@MythenAkte) July 16, 2015 German chancellors and children do not mix. #merkelstreichelt pic.twitter.com/L4jL8LxKlb— Secret Ledger (@secret_ledger) July 16, 2015
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira