Tónlist

Gorillaz á leið í hljóðver

Birgir Olgeirsson skrifar
Ein af nýju Gorillaz-teikningunum sem Jamie Hewlett birti á Instagram-síðu sinni.
Ein af nýju Gorillaz-teikningunum sem Jamie Hewlett birti á Instagram-síðu sinni. Vísir/Instagram
Hljómsveitin Gorillaz er á leið í hljóðver þar sem hljóðrita á efni fyrir næstu plötu sveitarinnar. Hugmyndasmiður sveitarinnar, Damon Albarn, staðfesti þetta í viðtali á áströlsku sjónvarpsstöðinni ABC.

„Ég fer í hljóðver í september vegna næstu plötu Gorillaz. Ég hef verið mjög upptekinn og ekki haft tíma fyrr. Ég hlakka til þess tíma þegar ég kemst í þá rútínu að geta verið heima hjá mér og mætt í hljóðver fimm daga vikunnar,“ sagði Albarn.

Hann og myndasagnahöfundurinn Jamie Hewlett er mennirnir á bakvið þessa teiknimyndahljómsveit en sá síðari hefur birt nýjar teikningar af sveitinni á Instagram-síðu sinni síðustu mánuði.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við eitt af vinsælli lögum sveitarinnar, Dare.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×