„Þetta snýst ekki bara um mig, heldur okkur öll“ Ritstjórn skrifar 16. júlí 2015 11:30 Caitlyn Jenner Caitlyn Jenner hélt tilfinningaþrungna og fallega þakkarræðu er hún tók við Arthur Ashe Courage Award á ESPY íþróttaverðlaununum í gær. Var þetta í fyrsta sinn sem Caitlyn kom fram opinberlega sem kona eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði að hefja kynleiðréttingu. Öll börn Caitlyn voru stödd í salnum til þess að fagna með föður sínum, ásamt móður Caitlyn. Í ræðu sinni sagðist hún aldrei hafa hitt neinn sem var trans eins og hún áður en hún hóf sitt ferli. Caitlyn sagði að í ferli sínu að skipta um kyn hafi hún oft á tíðum verið mjög hrædd, en á sama tíma hafi þessi reynsla opnað augu hennar fyrir þessu málefni og gefið henni innblástur til þess að hjálpa öðrum. „Um allt land, um allan heim, á þessari stundu er fullt af ungu fólki sem er að reyna að horfast í augu við að þau séu trans. Þau fá þau skilaboð að þau séu öðruvísi og að reyna að vinna úr því ofan á öll önnur vandamál unglingsáranna er þónokkuð stór biti að kyngja,“ sagði Caitlyn. Áhorfendur stóðu upp og klöppuðu í lok ræðunnar, en hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Glamour Líf og heilsa Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Eru þetta næstu Crocs skórnir? Glamour Tískupallurinn þakinn laufblöðum Glamour Hver þarf fyrirsætur þegar þú ert með vélmenni? Glamour Vilhjálmur prins tilnefndur til heiðursverðlauna félags hinsegin fólks í Bretlandi Glamour Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Glamour All Saints koma saman á ný Glamour Senuþjófurinn Jennifer Lawrence Glamour Kim Kardashian á forsíðu Forbes Glamour Reese Witherspoon hélt hátíðlega upp á 15 ára afmæli Legally Blonde Glamour
Caitlyn Jenner hélt tilfinningaþrungna og fallega þakkarræðu er hún tók við Arthur Ashe Courage Award á ESPY íþróttaverðlaununum í gær. Var þetta í fyrsta sinn sem Caitlyn kom fram opinberlega sem kona eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði að hefja kynleiðréttingu. Öll börn Caitlyn voru stödd í salnum til þess að fagna með föður sínum, ásamt móður Caitlyn. Í ræðu sinni sagðist hún aldrei hafa hitt neinn sem var trans eins og hún áður en hún hóf sitt ferli. Caitlyn sagði að í ferli sínu að skipta um kyn hafi hún oft á tíðum verið mjög hrædd, en á sama tíma hafi þessi reynsla opnað augu hennar fyrir þessu málefni og gefið henni innblástur til þess að hjálpa öðrum. „Um allt land, um allan heim, á þessari stundu er fullt af ungu fólki sem er að reyna að horfast í augu við að þau séu trans. Þau fá þau skilaboð að þau séu öðruvísi og að reyna að vinna úr því ofan á öll önnur vandamál unglingsáranna er þónokkuð stór biti að kyngja,“ sagði Caitlyn. Áhorfendur stóðu upp og klöppuðu í lok ræðunnar, en hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.
Glamour Líf og heilsa Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Eru þetta næstu Crocs skórnir? Glamour Tískupallurinn þakinn laufblöðum Glamour Hver þarf fyrirsætur þegar þú ert með vélmenni? Glamour Vilhjálmur prins tilnefndur til heiðursverðlauna félags hinsegin fólks í Bretlandi Glamour Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Glamour All Saints koma saman á ný Glamour Senuþjófurinn Jennifer Lawrence Glamour Kim Kardashian á forsíðu Forbes Glamour Reese Witherspoon hélt hátíðlega upp á 15 ára afmæli Legally Blonde Glamour