Óvíst er með þátttöku Guðmanns Þórissonar í Evrópuleik FH og Inter Baku á morgun.
Á blaðamannafundi sem FH boðaði til í hádeginu sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að Guðmann sé að glíma við meiðsli í hásin og ekki sé útséð með þátttöku hans í leiknum.
Guðmann hefur verið talsvert frá vegna meiðsla í sumar og aðeins leikið fimm leiki í deild og bikar af þeim sökum.
Leikur FH og Inter Baku er í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og hefst klukkan 19:15 annað kvöld. Seinni leikurinn er í Aserbaísjan, fimmtudaginn 23. júlí.
Guðmann tæpur fyrir Evrópuleikinn á morgun
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði
Fótbolti




„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn