Huldufjárfestir vill kaupa allar félagsíbúðir Ísafjarðarbæjar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. júlí 2015 12:00 Formaður bæjarráðs segir ótrúlegt að einhver vijli kaupa íbúðirnar á einu bretti en á þeim hvíla miklar skuldir. Vísir/PJETUR Ónafngreindur fjárfestir hefur áhuga á að kaupa allar íbúðir í eigu fasteignafélags Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóranum að skoða mögulega sölu eignanna. Fasteignafélagið Fasteignir Ísafjarðarbæjar hefur yfir að ráða 108 íbúðum á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Ísafjarðarbær á allt hlutafé í félaginu sem sér um útleigu eignanna. Íbúðirnar mikið skuldsettar Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að samþykkt hafi verið að kalla eftir frekari upplýsingum um kaupandann og þær hugmyndir sem hann hefur um kaupin. Hún bendir á að eignirnar séu mjög skuldsettar. „Fyrirspurnin var bara þannig hvort við hefðum áhuga á þessu. Það komu engar fyrirætlanir fram í bréfinu þannig að við óskuðum eftir frekari upplýsingum svo við gætum tekið afstöðu til málsins,” segir hún. „Eins og staðan er núna þá fylgja þessum eignum gríðarlegar skuldir. Við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum aldrei fengið fyrirspurn sem þessa áður og þannig að fyrsta skrefið er kannski að fá upplýsingar um hvað lægi að baki þessari fyrirspurn.“ Nafnlaus fyrirspurn Arna Lára segir að ekki hafi komið fram í fyrirspurninni hver hinn áhugasami fjárfestir sé. „Nei fyrirspurnin kemur bara frá Fasteignasölunni Garðatorgi og það kemur ekki fram hvaða aðili þetta sé,“ segir hún. Til greina kemur að selja eignirnar en Arna Lára segir að sveitarfélagið þurfi að geta staðið við skuldbindingar sínar um félagslegt húsnæði. „Já, já, við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum ekki tekið afstöðu til þess að selja allar eignirnar á einu bretti. Við þurfum að geta sinnt þessum skildum okkur varðandi félagslegt húsnæði en manni þykir bara hálf ótrúlegt að einhver vilji kaupa félagslegu íbúðirnar okkar með öllum þeim skuldum sem á þeim hvíli. Það þykir mér hálf ótrúlegt,“ segir hún. Steinar S. Jónsson, sölustjóri hjá fasteignasölunni Garðatorgi, staðfesti að erindi hafi verið sent bæjarstjórn vegna málsins en hann vildi hins vegar ekki upplýsa um hver fjárfestirinn sé. Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Ónafngreindur fjárfestir hefur áhuga á að kaupa allar íbúðir í eigu fasteignafélags Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóranum að skoða mögulega sölu eignanna. Fasteignafélagið Fasteignir Ísafjarðarbæjar hefur yfir að ráða 108 íbúðum á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Ísafjarðarbær á allt hlutafé í félaginu sem sér um útleigu eignanna. Íbúðirnar mikið skuldsettar Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að samþykkt hafi verið að kalla eftir frekari upplýsingum um kaupandann og þær hugmyndir sem hann hefur um kaupin. Hún bendir á að eignirnar séu mjög skuldsettar. „Fyrirspurnin var bara þannig hvort við hefðum áhuga á þessu. Það komu engar fyrirætlanir fram í bréfinu þannig að við óskuðum eftir frekari upplýsingum svo við gætum tekið afstöðu til málsins,” segir hún. „Eins og staðan er núna þá fylgja þessum eignum gríðarlegar skuldir. Við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum aldrei fengið fyrirspurn sem þessa áður og þannig að fyrsta skrefið er kannski að fá upplýsingar um hvað lægi að baki þessari fyrirspurn.“ Nafnlaus fyrirspurn Arna Lára segir að ekki hafi komið fram í fyrirspurninni hver hinn áhugasami fjárfestir sé. „Nei fyrirspurnin kemur bara frá Fasteignasölunni Garðatorgi og það kemur ekki fram hvaða aðili þetta sé,“ segir hún. Til greina kemur að selja eignirnar en Arna Lára segir að sveitarfélagið þurfi að geta staðið við skuldbindingar sínar um félagslegt húsnæði. „Já, já, við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum ekki tekið afstöðu til þess að selja allar eignirnar á einu bretti. Við þurfum að geta sinnt þessum skildum okkur varðandi félagslegt húsnæði en manni þykir bara hálf ótrúlegt að einhver vilji kaupa félagslegu íbúðirnar okkar með öllum þeim skuldum sem á þeim hvíli. Það þykir mér hálf ótrúlegt,“ segir hún. Steinar S. Jónsson, sölustjóri hjá fasteignasölunni Garðatorgi, staðfesti að erindi hafi verið sent bæjarstjórn vegna málsins en hann vildi hins vegar ekki upplýsa um hver fjárfestirinn sé.
Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira