Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júlí 2015 07:57 Göngin þykja mjög fullkomin og líklegt að aðrir fangar, og jafnvel fangaverðir, hafi komið að gerð þeirra. vísir/ap Mexíkósk yfirvöld hafa enn ekki hugmynd um hvar eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman er niðurkominn. Þau bjóða hverjum þeim sem getur vísað á hann 3,8 milljónir dollara í fundarlaun. CNN greinir frá. Síðastliðinn laugardag fór Guzman inn í sturtuklefa í Almoloya de Juarez öryggisfangelsinu og gekk út í frelsið eftir mílu löngum göngum sem virðast hafa verið byggð sérstaklega fyrir hann. Guzman, oft kallaður „hinn smávaxni“, er mikill sérfræðingur í að grafa göng enda þurft að smíða þau nokkur til að koma eiturlyfjum yfir landamærin til Bandaríkjanna.Joaquin Guzmanmynd/embætti saksóknara í mexikó„Fyrstu 72 klukkustundirnar eftir flóttann eru þær mikilvægustu,“ segir Mike Braun fyrrum yfirmaður í fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna en hann hefur varið fjölda ára í að rannsaka Guzman. „Ef hann næst ekki á fyrstu þremur dögunum eru yfirgnæfandi líkur á að við munum aldrei sjá hann aftur.“ Sextíu milljónum pesóa hefur verið heitið til höfuðs Guzman. Yfirvöld birtu einnig nýja mynd af honum þar sem hann sést rakaður og án yfirvaraskeggs síns sem hefur, auk smæðarinnar, löngum verið hans aðalsmerki. Fjöldi fanga í fangelsinu hefur verið yfirheyrður vegna málsins og allir yfirmenn þess hafa verið látnir taka poka sinn. Talið er nær öruggt að þeir hafi aðstoðað við flóttann. Göngin sem hann slapp út um voru engin hrákasmíð en þau voru mílulöng, með loftræstikerfi og rúmlega 160 sentimetrar á hæð. Akkúrat passleg svo Guzman gæti gengið uppréttur út í frelsið. Þetta er í annað sinn á þessari öld sem hinn smávaxni sleppur úr fangelsi í landinu. Í fyrra skiptið tók það hann átta ár en það gerðist árið 2001. Núna var hann aðeins tæpt eitt og hálft ár að grafa sig út. Hinn smávaxni er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum. Tengdar fréttir Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Mexíkósk yfirvöld hafa enn ekki hugmynd um hvar eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman er niðurkominn. Þau bjóða hverjum þeim sem getur vísað á hann 3,8 milljónir dollara í fundarlaun. CNN greinir frá. Síðastliðinn laugardag fór Guzman inn í sturtuklefa í Almoloya de Juarez öryggisfangelsinu og gekk út í frelsið eftir mílu löngum göngum sem virðast hafa verið byggð sérstaklega fyrir hann. Guzman, oft kallaður „hinn smávaxni“, er mikill sérfræðingur í að grafa göng enda þurft að smíða þau nokkur til að koma eiturlyfjum yfir landamærin til Bandaríkjanna.Joaquin Guzmanmynd/embætti saksóknara í mexikó„Fyrstu 72 klukkustundirnar eftir flóttann eru þær mikilvægustu,“ segir Mike Braun fyrrum yfirmaður í fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna en hann hefur varið fjölda ára í að rannsaka Guzman. „Ef hann næst ekki á fyrstu þremur dögunum eru yfirgnæfandi líkur á að við munum aldrei sjá hann aftur.“ Sextíu milljónum pesóa hefur verið heitið til höfuðs Guzman. Yfirvöld birtu einnig nýja mynd af honum þar sem hann sést rakaður og án yfirvaraskeggs síns sem hefur, auk smæðarinnar, löngum verið hans aðalsmerki. Fjöldi fanga í fangelsinu hefur verið yfirheyrður vegna málsins og allir yfirmenn þess hafa verið látnir taka poka sinn. Talið er nær öruggt að þeir hafi aðstoðað við flóttann. Göngin sem hann slapp út um voru engin hrákasmíð en þau voru mílulöng, með loftræstikerfi og rúmlega 160 sentimetrar á hæð. Akkúrat passleg svo Guzman gæti gengið uppréttur út í frelsið. Þetta er í annað sinn á þessari öld sem hinn smávaxni sleppur úr fangelsi í landinu. Í fyrra skiptið tók það hann átta ár en það gerðist árið 2001. Núna var hann aðeins tæpt eitt og hálft ár að grafa sig út. Hinn smávaxni er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum.
Tengdar fréttir Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22
Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00