Erlent

Frans páfi segist ekki hafa prufað kókalauf í Bólivíu

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá heimsókn páfans til Bólivíu.
Frá heimsókn páfans til Bólivíu. Vísir/AFP
Frans páfi neitar því að hann hafi tuggið kókalauf í heimsókn sinni til Bólivíu á dögunum. Yfirvöld þar í landi sögðu páfann hafa beðið um að fá lauf til að tyggja svo hann réði betur við þunna loftið í fjallaborginni La Paz.

Ferðalagi Páfans um Suður-Ameríku lauk í gær. Að því er BBC greinir frá, sagði Frans blaðamanni að hann hefði fyrst og fremst fengið orkuna til að ferðast úr mate, hefðbundnu tei sem vinsælt er í heimalandi páfans, Argentínu.

„Mate hjálpar mér, en ég hef ekki prufað kókalauf, svo það sé á hreinu,“ sagði páfinn í fluginu á leið aftur til Rómar.

Kókaín er unnið úr kókalaufum en í Bólivíu eru laufin einnig notuð í læknisfræðilegum og trúarlegum tilgangi. Þau eru tuggð eða notuð í te, meðal annars til að draga úr ógleði í mikilli hæð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×