Erlent

Gíslataka í úthverfi Parísar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá vettvangi árásarinnar sem átti sér stað í janúar.
Frá vettvangi árásarinnar sem átti sér stað í janúar. vísir/ap
Byssumenn halda nú tíu manns í gíslingu í Primark verslun í einu af úthverfum Parísarborgar. Hverfið kallast Villeneuve-la-Garenne og er í norðurhluta frönsku höfuðborgarinnar. Talið er að mennirnir séu þrír og að gíslarnir séu starfsfólk verslunarinnar. Þetta kom fram í beinni útsendingu Sky News nú fyrir skemmstu.

Samkvæmt upplýsingum frá frönsku lögreglunni átti atburðurinn sér stað snemma í morgun og eru sérsveitarmenn komnir á staðinn til að reyna að bjarga fólkinu.

Talið er að um mislukkað rán sé að ræða og enginn pólitískur eða trúarlegur boðskapur búi að baki gíslatökunni.

Fyrr á árinu réðust menn inn á ritstjórn skoptímaritsins Charlie Hebdo, felldu tólf og særðu ellefu. Í kjölfarið átti sér stað gíslataka í búð í París þar sem fjórir létust auk árásarmannsins. Ekki er vitað hvort þessir atburðir tengist á einhvern hátt eður ei.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×