Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. júlí 2015 07:09 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja. Vísir/AFP Grikkir munu fá frekari neyðaraðstoð frá Evruríkjunum til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Samkomulag náðist um þetta um klukkan sjö í morgun eftir sextán klukkustunda maraþonfund. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, greindi frá þessu á Twitter. EuroSummit has unanimously reached agreement. All ready to go for ESM programme for #Greece with serious reforms & financial support— Donald Tusk (@eucopresident) July 13, 2015 Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í samtali við Bloomberg að samkomulagið sé gott skref í átt að því að byggja upp traust að nýju. Á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun sagði Jean-Claude Junker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að útganga Grikkja úr evrusamstarfinu hefði aldrei komið til greina. Til að samkomulagið komi til framkvæmda þurfa þjóðþing aðildarríkja Evrusamstarfsins að samþykkja aðgerðirnar, þar á meðal gríska þingið. Samkvæmt drögum að samkomulagi verður slíkt að gerast fyrir 15. júlí. „Staðan í Grikklandi er erfið en ég hef enga ástæðu á þessarri stundu til að halda að þingið muni ekki samþykkja skilmála okkar,“ segir Angela Merkel, Þýskalandskanslari, á blaðamannafundi í kjölfar samkomulagsins. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju aðstoðin felst en talið er að Grikkir muni þurfa að ráðast í mikla einkavæðingu og taka grunnstoðir samfélagsins heima fyrir í gegn. Aðstoð evruríkjanna mun að öllum líkum nema 86 milljörðum evra. Það mun ýta skuldum Grikkja yfir 200% af vergri landsframleiðslu. Skilyrði fyrir neyðarláninu er að gríska ríkisstjórnin framselji ríkiseignir fyrir 50 milljónir evra sem tryggingu. Grikkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Grikkir munu fá frekari neyðaraðstoð frá Evruríkjunum til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Samkomulag náðist um þetta um klukkan sjö í morgun eftir sextán klukkustunda maraþonfund. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, greindi frá þessu á Twitter. EuroSummit has unanimously reached agreement. All ready to go for ESM programme for #Greece with serious reforms & financial support— Donald Tusk (@eucopresident) July 13, 2015 Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í samtali við Bloomberg að samkomulagið sé gott skref í átt að því að byggja upp traust að nýju. Á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun sagði Jean-Claude Junker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að útganga Grikkja úr evrusamstarfinu hefði aldrei komið til greina. Til að samkomulagið komi til framkvæmda þurfa þjóðþing aðildarríkja Evrusamstarfsins að samþykkja aðgerðirnar, þar á meðal gríska þingið. Samkvæmt drögum að samkomulagi verður slíkt að gerast fyrir 15. júlí. „Staðan í Grikklandi er erfið en ég hef enga ástæðu á þessarri stundu til að halda að þingið muni ekki samþykkja skilmála okkar,“ segir Angela Merkel, Þýskalandskanslari, á blaðamannafundi í kjölfar samkomulagsins. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju aðstoðin felst en talið er að Grikkir muni þurfa að ráðast í mikla einkavæðingu og taka grunnstoðir samfélagsins heima fyrir í gegn. Aðstoð evruríkjanna mun að öllum líkum nema 86 milljörðum evra. Það mun ýta skuldum Grikkja yfir 200% af vergri landsframleiðslu. Skilyrði fyrir neyðarláninu er að gríska ríkisstjórnin framselji ríkiseignir fyrir 50 milljónir evra sem tryggingu.
Grikkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira