Innlent

Skandinavískum ferðamönnum fækkar mikið milli ára

Stefán Ó. Jónsson skrifar
vísir/ernir
Þrátt fyr­ir að ferðamönn­um hafi fjölgað um 28,7 prósent í júní á milli ára hef­ur heim­sókn­um frænda okkar frá Skandinavíu fækkað.

Heim­sókn­um frá Dan­mörku, Svíþjóð og Nor­egi fækkaði veru­lega milli ára og Kín­verj­ar voru fjöl­menn­ari en frændþjóðirn­ar hver fyr­ir sig, seg­ir á vef Túrista.is

Á fyrri hluta árs­ins flugu 517 þúsund er­lend­ir farþegar frá Kefla­vík­ur­flug­velli sam­kvæmt taln­ingu Ferðamála­stofu. Aukn­ing­in frá sama tíma í fyrra nem­ur 28,7 pró­sent­um en ferðamönn­um frá Norður­lönd­un­um fjölgaði aðeins um 2,8 pró­sent.

Til sam­an­b­urður var aukn­ing­in frá NorðuröAm­er­íku ríf­lega 40 pró­sent. Veru­leg­ur sam­drátt­ur varð hins vegar í kom­um ferðamanna frá Skandi­nav­íu í júní síðastliðnum. Þá fækkaði sænsk­um ferðamönn­um hér á landi um 16,7 pró­sent, Dön­um um 13,6 pró­sent og Norðmönn­um um 10,2 pró­sent. Sam­tals komu hingað 2.223 færri skandínavískir ferðamenn en á sama tíma í fyrra. Fjöldi Finna stóð í stað.

Þessi þróun á sér stað þó flugsamgöngur héðan til Norðurlandanna séu tíðari núna því samkvæmt talningu Túrista var boðið upp á 429 áætlunarferðir héðan til Norðurlandanna í júní síðastliðnum en þær voru 397 í júní 2014.

„Á sama tíma og ferðamönn­um frá frændþjóðunum fækk­ar þá hef­ur orðið spreng­ing í kom­um Kín­verja. Það sem af er ári hef­ur þeim fjölgað um 78,2 pró­sent og sam­tals hafa um 17 þúsund kín­versk­ir ferðamenn heim­sótt Ísland í ár. Í júní fjölgaði kín­versk­um ferðamönn­um enn meira eða um 83,5 pró­sent, seg­ir í umfjöllun Túrista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×