Gunnar kýldi Brandon Thatch í gólfið og afgreiddi bardagann með hálstaki í fyrstu lotu.
Mike Tyson, fyrrverandi hnefaleikakappi, er í salnum og sá Gunnar pakka Thatch saman. Hann, eins og fleiri, var ánægður með frammistöðu Gunnars.
Hann skellti sér á Twitter eftir að Thatch gafst upp og óskaði Gunnari Nelson til hamingju og hrósaði Dana White, forseta UFC, fyrir að setja upp annað glæsilegt bardagakvöld.
@UFC @danawhite another awesome line up. Congrats #gunnarnelson
— Mike Tyson (@MikeTyson) July 12, 2015