Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júlí 2015 21:38 Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. Ekki hafi verið ákveðið hvað gert verði við eignir bankans í miðbænum, en að menntastofnun myndi sóma sér vel á staðnum. Landsbankinn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áformin hafa verið gagnrýnd nokkuð harðlega, meðal annars um byggingin sé of kostnaðarsöm en áætlaður byggingarkostnaður er um 8 milljarðar króna. Þá hefur verið deilt um hvort 16.500 fermetra höfuðstöðvar banka þurfi að vera í hjarta borgarinnar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, tekur ekki undir þær áhyggjur. „Nú er Landsbankinn, svona eftir fjárglæfralega snúninga, kominn í rauninni í eigu almennings í landinu. Þannig að mér finnst það alveg, út af fyrir sig, koma til greina að bankinn sé með höfuðstöðvar sínar hér í miðborginni,” segir Hjálmar. Hann segir að ef Landsbankinn myndi ekki byggja á reitnum myndi líklegast rísa þar ný hótelbygging. „Og þá er ég nú hræddur um að það yrði of mikið af hótelum inn á þessu svæði, og lundabúðum. Þannig að ég held að höfuðstöðvar Landsbankans, svo lengi sem það er staðið vel að verki, væru nú betri kostur,” segir Hjálmar. Í dag starfar Landsbankinn á 16 stöðum í höfuðborginni, en starfsemi bankans mun nánast öll færast undir eitt þak í nýju húsi. Af þessum 16 stöðum eru 12 eignir á besta stað í hjarta borgarinnar. Því vaknar spurningin – hvað verður gert við þessar eignir eftir að Landsbankinn hefur opnað nýjar höfuðstöðvar? „Ég held að hér ætti að vera einhver stofnun, menntastofnun, eða eitthvað slíkt í gamla húsinu. Að öðru leyti munu þeir auðvitað bara væntanlega leita eftir hæstu verðum þegar þar að kemur,” segir Hjálmar. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. Ekki hafi verið ákveðið hvað gert verði við eignir bankans í miðbænum, en að menntastofnun myndi sóma sér vel á staðnum. Landsbankinn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áformin hafa verið gagnrýnd nokkuð harðlega, meðal annars um byggingin sé of kostnaðarsöm en áætlaður byggingarkostnaður er um 8 milljarðar króna. Þá hefur verið deilt um hvort 16.500 fermetra höfuðstöðvar banka þurfi að vera í hjarta borgarinnar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, tekur ekki undir þær áhyggjur. „Nú er Landsbankinn, svona eftir fjárglæfralega snúninga, kominn í rauninni í eigu almennings í landinu. Þannig að mér finnst það alveg, út af fyrir sig, koma til greina að bankinn sé með höfuðstöðvar sínar hér í miðborginni,” segir Hjálmar. Hann segir að ef Landsbankinn myndi ekki byggja á reitnum myndi líklegast rísa þar ný hótelbygging. „Og þá er ég nú hræddur um að það yrði of mikið af hótelum inn á þessu svæði, og lundabúðum. Þannig að ég held að höfuðstöðvar Landsbankans, svo lengi sem það er staðið vel að verki, væru nú betri kostur,” segir Hjálmar. Í dag starfar Landsbankinn á 16 stöðum í höfuðborginni, en starfsemi bankans mun nánast öll færast undir eitt þak í nýju húsi. Af þessum 16 stöðum eru 12 eignir á besta stað í hjarta borgarinnar. Því vaknar spurningin – hvað verður gert við þessar eignir eftir að Landsbankinn hefur opnað nýjar höfuðstöðvar? „Ég held að hér ætti að vera einhver stofnun, menntastofnun, eða eitthvað slíkt í gamla húsinu. Að öðru leyti munu þeir auðvitað bara væntanlega leita eftir hæstu verðum þegar þar að kemur,” segir Hjálmar.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira