Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júlí 2015 21:38 Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. Ekki hafi verið ákveðið hvað gert verði við eignir bankans í miðbænum, en að menntastofnun myndi sóma sér vel á staðnum. Landsbankinn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áformin hafa verið gagnrýnd nokkuð harðlega, meðal annars um byggingin sé of kostnaðarsöm en áætlaður byggingarkostnaður er um 8 milljarðar króna. Þá hefur verið deilt um hvort 16.500 fermetra höfuðstöðvar banka þurfi að vera í hjarta borgarinnar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, tekur ekki undir þær áhyggjur. „Nú er Landsbankinn, svona eftir fjárglæfralega snúninga, kominn í rauninni í eigu almennings í landinu. Þannig að mér finnst það alveg, út af fyrir sig, koma til greina að bankinn sé með höfuðstöðvar sínar hér í miðborginni,” segir Hjálmar. Hann segir að ef Landsbankinn myndi ekki byggja á reitnum myndi líklegast rísa þar ný hótelbygging. „Og þá er ég nú hræddur um að það yrði of mikið af hótelum inn á þessu svæði, og lundabúðum. Þannig að ég held að höfuðstöðvar Landsbankans, svo lengi sem það er staðið vel að verki, væru nú betri kostur,” segir Hjálmar. Í dag starfar Landsbankinn á 16 stöðum í höfuðborginni, en starfsemi bankans mun nánast öll færast undir eitt þak í nýju húsi. Af þessum 16 stöðum eru 12 eignir á besta stað í hjarta borgarinnar. Því vaknar spurningin – hvað verður gert við þessar eignir eftir að Landsbankinn hefur opnað nýjar höfuðstöðvar? „Ég held að hér ætti að vera einhver stofnun, menntastofnun, eða eitthvað slíkt í gamla húsinu. Að öðru leyti munu þeir auðvitað bara væntanlega leita eftir hæstu verðum þegar þar að kemur,” segir Hjálmar. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. Ekki hafi verið ákveðið hvað gert verði við eignir bankans í miðbænum, en að menntastofnun myndi sóma sér vel á staðnum. Landsbankinn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áformin hafa verið gagnrýnd nokkuð harðlega, meðal annars um byggingin sé of kostnaðarsöm en áætlaður byggingarkostnaður er um 8 milljarðar króna. Þá hefur verið deilt um hvort 16.500 fermetra höfuðstöðvar banka þurfi að vera í hjarta borgarinnar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, tekur ekki undir þær áhyggjur. „Nú er Landsbankinn, svona eftir fjárglæfralega snúninga, kominn í rauninni í eigu almennings í landinu. Þannig að mér finnst það alveg, út af fyrir sig, koma til greina að bankinn sé með höfuðstöðvar sínar hér í miðborginni,” segir Hjálmar. Hann segir að ef Landsbankinn myndi ekki byggja á reitnum myndi líklegast rísa þar ný hótelbygging. „Og þá er ég nú hræddur um að það yrði of mikið af hótelum inn á þessu svæði, og lundabúðum. Þannig að ég held að höfuðstöðvar Landsbankans, svo lengi sem það er staðið vel að verki, væru nú betri kostur,” segir Hjálmar. Í dag starfar Landsbankinn á 16 stöðum í höfuðborginni, en starfsemi bankans mun nánast öll færast undir eitt þak í nýju húsi. Af þessum 16 stöðum eru 12 eignir á besta stað í hjarta borgarinnar. Því vaknar spurningin – hvað verður gert við þessar eignir eftir að Landsbankinn hefur opnað nýjar höfuðstöðvar? „Ég held að hér ætti að vera einhver stofnun, menntastofnun, eða eitthvað slíkt í gamla húsinu. Að öðru leyti munu þeir auðvitað bara væntanlega leita eftir hæstu verðum þegar þar að kemur,” segir Hjálmar.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira