Manndráp í Hafnarfirði: Dæmd í 16 ára fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. júlí 2015 13:30 Konan bar fyrir sig minnisleysi. vísir/sunna karen Danuta Kaliszewska var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði hinn 14. febrúar síðastliðinn. Konunni er gert að greiða 3.893.000 krónur í sakarkostnað. Banamein mannsins, sem var fæddur árið 1974, var stungusár. Konan var grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru. Talið er að maðurinn hafi látist á milli klukkan 12 og 14 þennan dag. Sjá einnig: Þreif blóðið af sambýlismanni sínum áður en hún óskaði eftir aðstoð Danuta neitaði sök við þingfestingu málsins í maí. Við aðalmeðferðina bar hún fyrir sig minnisleysi, sagðist hafa drukkið eitthvað af áfengi morguninn örlagaríka og sagðist því ekki geta gert sér grein fyrir því sem átti sér stað í íbúðinni. Fyrir lá í málinu að konan hefði farið, ásamt manninum, með leigubíl í Bónus í Hafnarfirði upp úr klukkan ellefu um morguninn. Hún kvaðst þó ekki muna eftir því og taldi sig hafa sofið til hádegis, eftir að hafa tilkynnt forföll í vinnu um klukkan sex. Er hún hafi vaknað hafi hún talið manninn vera sofandi. Hún hafi þá fljótlega gert sér grein fyrir að ekki væri allt með felldu og séð örlítið blóð á brjóstkassa mannsins og enni. Hún hafi þrifið blóðið og skipt um föt á manninum, áður en hún hringdi í dóttur sína og óskað eftir aðstoð hennar. Í kjölfarið hafi verið hringt á lögreglu. Sjá einnig: Ekkert bendir til undirliggjandi vandamála Geðlæknir sem bar vitni í málinu og framkvæmdi sálfræðimat á Danutu sagði ekkert benda til þess að hún eigi við einhver geðræn vandamál að stríða, né siðblindu. Hún telji sig ekki færa um slíkan verknað, en þó telji sig ábyrga fyrir honum. Móðir og faðir hins látna fóru hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur í málinu. Móðurinni voru dæmdar 1.386.000 krónur í bætur og föðurnum 1,1 milljónir króna. Morð í Skúlaskeiði 2015 Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til undirliggjandi vandamála né siðblindu Geðlæknir sem framkvæmdi sálfræðimat á konunni sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Hafnarfirði sagði hana telja sig ábyrga fyrir dauða mannsins, þrátt fyrir að hún neiti sök. 18. júní 2015 12:37 Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Mannslátið í Hafnarfirði: Beðið eftir niðurstöðum úr DNA-rannsókn Konan sem grunuð er mun sæta gæsluvarðhaldi fram að dómi. 16. mars 2015 10:53 Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43 Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Sjá meira
Danuta Kaliszewska var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði hinn 14. febrúar síðastliðinn. Konunni er gert að greiða 3.893.000 krónur í sakarkostnað. Banamein mannsins, sem var fæddur árið 1974, var stungusár. Konan var grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru. Talið er að maðurinn hafi látist á milli klukkan 12 og 14 þennan dag. Sjá einnig: Þreif blóðið af sambýlismanni sínum áður en hún óskaði eftir aðstoð Danuta neitaði sök við þingfestingu málsins í maí. Við aðalmeðferðina bar hún fyrir sig minnisleysi, sagðist hafa drukkið eitthvað af áfengi morguninn örlagaríka og sagðist því ekki geta gert sér grein fyrir því sem átti sér stað í íbúðinni. Fyrir lá í málinu að konan hefði farið, ásamt manninum, með leigubíl í Bónus í Hafnarfirði upp úr klukkan ellefu um morguninn. Hún kvaðst þó ekki muna eftir því og taldi sig hafa sofið til hádegis, eftir að hafa tilkynnt forföll í vinnu um klukkan sex. Er hún hafi vaknað hafi hún talið manninn vera sofandi. Hún hafi þá fljótlega gert sér grein fyrir að ekki væri allt með felldu og séð örlítið blóð á brjóstkassa mannsins og enni. Hún hafi þrifið blóðið og skipt um föt á manninum, áður en hún hringdi í dóttur sína og óskað eftir aðstoð hennar. Í kjölfarið hafi verið hringt á lögreglu. Sjá einnig: Ekkert bendir til undirliggjandi vandamála Geðlæknir sem bar vitni í málinu og framkvæmdi sálfræðimat á Danutu sagði ekkert benda til þess að hún eigi við einhver geðræn vandamál að stríða, né siðblindu. Hún telji sig ekki færa um slíkan verknað, en þó telji sig ábyrga fyrir honum. Móðir og faðir hins látna fóru hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur í málinu. Móðurinni voru dæmdar 1.386.000 krónur í bætur og föðurnum 1,1 milljónir króna.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til undirliggjandi vandamála né siðblindu Geðlæknir sem framkvæmdi sálfræðimat á konunni sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Hafnarfirði sagði hana telja sig ábyrga fyrir dauða mannsins, þrátt fyrir að hún neiti sök. 18. júní 2015 12:37 Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Mannslátið í Hafnarfirði: Beðið eftir niðurstöðum úr DNA-rannsókn Konan sem grunuð er mun sæta gæsluvarðhaldi fram að dómi. 16. mars 2015 10:53 Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43 Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Sjá meira
Ekkert sem bendi til undirliggjandi vandamála né siðblindu Geðlæknir sem framkvæmdi sálfræðimat á konunni sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Hafnarfirði sagði hana telja sig ábyrga fyrir dauða mannsins, þrátt fyrir að hún neiti sök. 18. júní 2015 12:37
Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54
Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00
Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00
Mannslátið í Hafnarfirði: Beðið eftir niðurstöðum úr DNA-rannsókn Konan sem grunuð er mun sæta gæsluvarðhaldi fram að dómi. 16. mars 2015 10:53
Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43
Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36