Erlent

Baðst fyrirgefningar á syndum kaþólsku kirkjunnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Fransis páfi og Evo Morales, forseti Bólivíu.
Fransis páfi og Evo Morales, forseti Bólivíu. Vísir/AFP
Fransis páfi baðst í gær fyrirgefningar á syndum, brotum og glæpum kaþólsku kirkjunnar gegn innfæddum í Ameríku á nýlendutímabilinu. Páfinn er nú á ferðalagi um Suður-Ameríku en hann ræddi við leiðtoga Inka í Bólivíu sem og aðra leiðtoga.

Innfæddir tóku vel í afsökunarbeiðni páfans.Vísir/AFP
„Ég biðst fyrirgefningar, ekki eingöngu fyrir brot kirkjunnar, heldur einnig fyrir þá glæpi sem framdir voru gegn innfæddum á tímum landvinninga,“ sagði páfinn undir dynjandi lófaklappi

„Ég vil þó að við munum eftir þeim þúsundum presta sem fóru gegn sverðinu með krossinn í forgrunni. Það var syndgað og það mikið en við höfum aldrei beðist afsökunar. Því bið ég ykkur nú um fyrirgefningu.“

Fyrr um daginn hafði páfinn haldið messu og yfiröld Bólivíu lýstu yfir almennum frídegi svo íbúar gætu fylgst með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×