Erlent

Enn einn lokafresturinn liðinn í kjarorkuviðræðum við Íran

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að ekki liggi á samkomulagi.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að ekki liggi á samkomulagi. Vísir/AFP
Þrátt fyrir að lokafrestur í kjarnorkuviðræðum sex ríkja við Íran hafi ítrekað komið og farið á síðustu mánuðum er reiknað með því að viðræðurnar muni halda áfram í Vínarborg á næstunni.

Vonir stóðu til að Bretland, Frakkland, Rússland, Kína, Bandaríki og Þýskaland myndu ná samkomulagi við Írani um að þeir létu af kjarnorkuáætlun sinni fyrir klukkan fjögur í nótt; þegar nýjasti lokafresturinn rann út.

Það gekk ekki eftir en að loknum fundi ríkjanna í nótt sagði John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna að ekki lægi á. Fulltrúi Íran lýsti svipaðri skoðun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×