Veitt og kvalið Guðmundur Guðmundsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Á einhvern furðulegan hátt hefur sú fjarstæða skotið rótum meðal málsmetandi fólks að stangveiði sé hin göfugasta íþrótt. Allra göfugast þykir að „vernda“ laxa- og silungsstofna í ám og veiðivötnum með því að sleppa aftur veiddum fiski og koma þannig í veg fyrir ofveiði og stofnhrun. Hitt mun þó sönnu nær að slík meðferð á dýrum er siðlaus og hrottafengin og á ekki að líðast. Það er enginn sómi í því né heldur ætti það að vera skemmtun fólks að ginna fisk með flugu eða öðru agni til þess eins að draga hann á kjaftinum um öll vötn. Þegar fiskurinn hefur að lokum verið dreginn upp á grynningar, særður, uppgefinn og úttaugaður, er hann sporðtekinn og lyft upp úr vatninu til að festa megi afrekið á mynd. Við svo búið er fiskinum dembt aftur út í vatnið og veiðimaðurinn snýr sér að því að krækja í annan (og vonandi stærri!) fisk. Fiskur á öngli finnur fyrir sársauka rétt eins og önnur hryggdýr og mælingar á streituhormónum og öðrum boðefnum sýna svo að ekki verður um villst að hann er þjáður og kvalinn. Til er nokkur fjöldi rannsókna er sýnir að fiskur sem er veiddur og svo sleppt á lakari lífsmöguleika heldur en félagar hans sem látnir eru í friði. Nýleg rannsókn sýnir að stórlaxahængar sem veiddir eru og sleppt eignast færri afkvæmi en hinir. Hér er e.t.v. kominn hluti skýringarinnar á því hvers vegna stórlaxi fer fækkandi í íslenskum ám, en allra mestur heiður þykir hinum náttúruelskandi sportveiðimönnum í slíkum feng. Jafnframt hefur verið sýnt fram á það að berhent sporðtaka og handfjötlun fisks er honum mjög til tjóns og ama og sá ósiður að lyfta fiskinum upp úr vatninu er til þess fallin að auka enn á sársauka hans og minnka lífslíkur. Því miður eru engin lög sem banna þessa fúlmennsku, en þegar nýleg lög um verndun dýra voru sett var í þeim sérstaklega tekið fram að þau næðu ekki yfir dýraníð af þessum toga. Bæði Sviss og Þýskaland hafa bannað svona veiðar og það væri óskandi að stangveiðimenn íslenskir létu sjálfviljugir af þessum ósið. Það er engin sæmd né íþrótt fólgin í því að kvelja minni máttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Á einhvern furðulegan hátt hefur sú fjarstæða skotið rótum meðal málsmetandi fólks að stangveiði sé hin göfugasta íþrótt. Allra göfugast þykir að „vernda“ laxa- og silungsstofna í ám og veiðivötnum með því að sleppa aftur veiddum fiski og koma þannig í veg fyrir ofveiði og stofnhrun. Hitt mun þó sönnu nær að slík meðferð á dýrum er siðlaus og hrottafengin og á ekki að líðast. Það er enginn sómi í því né heldur ætti það að vera skemmtun fólks að ginna fisk með flugu eða öðru agni til þess eins að draga hann á kjaftinum um öll vötn. Þegar fiskurinn hefur að lokum verið dreginn upp á grynningar, særður, uppgefinn og úttaugaður, er hann sporðtekinn og lyft upp úr vatninu til að festa megi afrekið á mynd. Við svo búið er fiskinum dembt aftur út í vatnið og veiðimaðurinn snýr sér að því að krækja í annan (og vonandi stærri!) fisk. Fiskur á öngli finnur fyrir sársauka rétt eins og önnur hryggdýr og mælingar á streituhormónum og öðrum boðefnum sýna svo að ekki verður um villst að hann er þjáður og kvalinn. Til er nokkur fjöldi rannsókna er sýnir að fiskur sem er veiddur og svo sleppt á lakari lífsmöguleika heldur en félagar hans sem látnir eru í friði. Nýleg rannsókn sýnir að stórlaxahængar sem veiddir eru og sleppt eignast færri afkvæmi en hinir. Hér er e.t.v. kominn hluti skýringarinnar á því hvers vegna stórlaxi fer fækkandi í íslenskum ám, en allra mestur heiður þykir hinum náttúruelskandi sportveiðimönnum í slíkum feng. Jafnframt hefur verið sýnt fram á það að berhent sporðtaka og handfjötlun fisks er honum mjög til tjóns og ama og sá ósiður að lyfta fiskinum upp úr vatninu er til þess fallin að auka enn á sársauka hans og minnka lífslíkur. Því miður eru engin lög sem banna þessa fúlmennsku, en þegar nýleg lög um verndun dýra voru sett var í þeim sérstaklega tekið fram að þau næðu ekki yfir dýraníð af þessum toga. Bæði Sviss og Þýskaland hafa bannað svona veiðar og það væri óskandi að stangveiðimenn íslenskir létu sjálfviljugir af þessum ósið. Það er engin sæmd né íþrótt fólgin í því að kvelja minni máttar.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar