Áhyggjulausa ævikvöldið Ellert B. Schram skrifar 12. júní 2015 07:00 Aldur Íslendinga hefur hækkað á undanförnum árum. Reiknað er með að líftími landsmanna lengist enn í næstu framtíð. Og er það vel. Tilveran er ævintýri sem við eigum öll að njóta sem lengst. Það gengur stundum upp og niður og fram og til baka, hvernig okkur, manneskjunum, vegnar á lífsleiðinni. Því verður seint breytt. En eftir stendur að samfélagið og þjóðin öll leitast við að gera öldruðu fólki kleift að njóta efri daga, þegar flestir eru hættir daglegri vinnu og sestir í helgan stein. Stærstu skrefin sem stigin hafa verið í þeim efnum eru lífeyrissjóðirnir og almannatryggingarnar. Hugsunin á bak við þau kerfi (lífeyrinn og tryggingarnar) er fyrst og fremst sú að aldrað fólk hafi aðgang að fjármunum, eigi sér skjól og sjóð, sem tryggir þeim að minnsta kosti lágmarksframfæri í ellinni. Nú verður að segja það eins og það er, að því miður standa margir aldraðir frammi fyrir þeirri staðreynd að lífeyrir, sem fólki stendur til boða frá kerfinu, er minni en svo að hægt sé að fleyta fram lífinu af honum einum. Margir eldri borgarar líða skort og fátækt, eiga varla til hnífs eða skeiðar og hafa auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, goldið fyrir afleiðingar hrunsins. Reiknað hefur verið út af glöggum mönnum að tjón aldraðra nemur milljörðum króna. Í lægri lífeyri og skerðingu á tryggingum. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa verkalýðsfélög og stéttarsambönd háð baráttu fyrir hækkandi launum félagsmanna og eftir atvikum tekist að ná fram launahækkunum og félagslegum réttindum. Fólk á vinnumarkaðnum hefur sótt fram og sótt hækkanir launa og kjara. Og nú hafa stjórnvöld kynnt tillögur sínar um lausnir í gjaldeyrismálum og vakið vonir um að ríkissjóður nái að aflétta höftum og innheimta milljarða á milljarða ofan frá hinum föllnu bönkum. Ná aftur að hluta til þeim peningum til baka, sem almenningur og landsmenn allir hafa þurft að gjalda, í kjölfar hrunadansins. Það eru góð tíðindi og vekur bjartsýni um næstu framtíð.Lífskjör sem sæmd er að En í allri auðmýkt og með fullri virðingu, verða bæði ríki og þjóðin að horfast í augu við sína elstu borgara og viðurkenna og samþykkja, að þar er enn skarð fyrir skildi. Eldri borgarar hafa ekki verkfallsrétt. Eldri borgarar geta ekki hótað neinu, ekki lofað neinu, ekki gert tilkall til eins né neins, nema samábyrgðar og skilnings stjórnvalda. Aldraðir geta hvorki skorið upp herör gegn ríkinu né heldur almenningi. Eldri kynslóð Íslendinga um þessar mundir er fólkið sem upplifði fullveldi þjóðarinnar, byggði upp farsælt samfélag, fór í fararbroddi framfara og félagslegra réttinda. Þetta er kynslóðin sem innleiddi tækni, menntun og sókn í lífi og starfi þjóðarinnar. Það hlýtur að vera metnaður og skylda ráðamanna, þings og þjóðar, að sjá til þess að eldri borgarar búi ekki við kröpp kjör og skilningsleysi gagnvart þeim vanda sem blasir við að óbreyttu. Sjálfur er ég vel settur, með góðan lífeyri og eiginkonu sem enn er úti á vinnumarkaðnum. Svo er um marga fleiri. Viðfangsefnið snýst um það fólk, sem verður að lifa af rétt rúmlega tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Ég skora á stjórnvöld að rétta þessum hópi hjálparhönd. Leyfa því að halda reisn sinni og njóta ævikvöldsins. Í rauninni á ekki að líta á það sem hjálp, heldur sem þakklæti fyrir ævistarfið. Þetta snýst ekki um flokkapólitík, fjársýslu ríkisins eða sporslur, heldur hitt að eldri bræður okkar og systur, afar okkar og ömmur, búi við lífskjör, sem sæmd er að. Sem tryggir þeim áhyggjulaust ævikvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Aldur Íslendinga hefur hækkað á undanförnum árum. Reiknað er með að líftími landsmanna lengist enn í næstu framtíð. Og er það vel. Tilveran er ævintýri sem við eigum öll að njóta sem lengst. Það gengur stundum upp og niður og fram og til baka, hvernig okkur, manneskjunum, vegnar á lífsleiðinni. Því verður seint breytt. En eftir stendur að samfélagið og þjóðin öll leitast við að gera öldruðu fólki kleift að njóta efri daga, þegar flestir eru hættir daglegri vinnu og sestir í helgan stein. Stærstu skrefin sem stigin hafa verið í þeim efnum eru lífeyrissjóðirnir og almannatryggingarnar. Hugsunin á bak við þau kerfi (lífeyrinn og tryggingarnar) er fyrst og fremst sú að aldrað fólk hafi aðgang að fjármunum, eigi sér skjól og sjóð, sem tryggir þeim að minnsta kosti lágmarksframfæri í ellinni. Nú verður að segja það eins og það er, að því miður standa margir aldraðir frammi fyrir þeirri staðreynd að lífeyrir, sem fólki stendur til boða frá kerfinu, er minni en svo að hægt sé að fleyta fram lífinu af honum einum. Margir eldri borgarar líða skort og fátækt, eiga varla til hnífs eða skeiðar og hafa auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, goldið fyrir afleiðingar hrunsins. Reiknað hefur verið út af glöggum mönnum að tjón aldraðra nemur milljörðum króna. Í lægri lífeyri og skerðingu á tryggingum. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa verkalýðsfélög og stéttarsambönd háð baráttu fyrir hækkandi launum félagsmanna og eftir atvikum tekist að ná fram launahækkunum og félagslegum réttindum. Fólk á vinnumarkaðnum hefur sótt fram og sótt hækkanir launa og kjara. Og nú hafa stjórnvöld kynnt tillögur sínar um lausnir í gjaldeyrismálum og vakið vonir um að ríkissjóður nái að aflétta höftum og innheimta milljarða á milljarða ofan frá hinum föllnu bönkum. Ná aftur að hluta til þeim peningum til baka, sem almenningur og landsmenn allir hafa þurft að gjalda, í kjölfar hrunadansins. Það eru góð tíðindi og vekur bjartsýni um næstu framtíð.Lífskjör sem sæmd er að En í allri auðmýkt og með fullri virðingu, verða bæði ríki og þjóðin að horfast í augu við sína elstu borgara og viðurkenna og samþykkja, að þar er enn skarð fyrir skildi. Eldri borgarar hafa ekki verkfallsrétt. Eldri borgarar geta ekki hótað neinu, ekki lofað neinu, ekki gert tilkall til eins né neins, nema samábyrgðar og skilnings stjórnvalda. Aldraðir geta hvorki skorið upp herör gegn ríkinu né heldur almenningi. Eldri kynslóð Íslendinga um þessar mundir er fólkið sem upplifði fullveldi þjóðarinnar, byggði upp farsælt samfélag, fór í fararbroddi framfara og félagslegra réttinda. Þetta er kynslóðin sem innleiddi tækni, menntun og sókn í lífi og starfi þjóðarinnar. Það hlýtur að vera metnaður og skylda ráðamanna, þings og þjóðar, að sjá til þess að eldri borgarar búi ekki við kröpp kjör og skilningsleysi gagnvart þeim vanda sem blasir við að óbreyttu. Sjálfur er ég vel settur, með góðan lífeyri og eiginkonu sem enn er úti á vinnumarkaðnum. Svo er um marga fleiri. Viðfangsefnið snýst um það fólk, sem verður að lifa af rétt rúmlega tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Ég skora á stjórnvöld að rétta þessum hópi hjálparhönd. Leyfa því að halda reisn sinni og njóta ævikvöldsins. Í rauninni á ekki að líta á það sem hjálp, heldur sem þakklæti fyrir ævistarfið. Þetta snýst ekki um flokkapólitík, fjársýslu ríkisins eða sporslur, heldur hitt að eldri bræður okkar og systur, afar okkar og ömmur, búi við lífskjör, sem sæmd er að. Sem tryggir þeim áhyggjulaust ævikvöld.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun