Köntríboltar klárir á klárum Magga Kjartans Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2015 09:00 Hestarnir króaðir af. Það vafðist ekki fyrir Magnúsi og co að ná hrossunum og beisla. Þarna heldur söngvarinn um annan enda bands sem notað var til að ná hrossunum en Magnús á mjög góða hesta. visir/jakob Tónlistar- og hestamaðurinn Magnús Kjartansson skaut hesti undir blaðamann Vísis, sem ótrauður heldur áfram að kynna sér hin margvíslegu áhugamál landsmanna er snúa að útivist og lífsstíl. Með í för var næsta köntrístjarna Íslands, Axel Ómarsson – sem er þaulvanur hestamaður. - „Er þetta meistari Maggi Kjartans?“ – „Já, er það blaðamaðurinn? Saaaæll.“ – „Margblessaður. Heyrðu, ég var að hringja í Helga Björns, hann er í Singapore þannig að þú ert næstur á lista. Ég er að skrifa greinaflokk um allskyns útivist og áhugamál landsmanna og það er komið að hestunum, og ... – „Já, neinei.“ – „Ha?“ – „Ég get aldrei orðið nein varaskeifa fyrir Helga Björns.“ – „Ehhh, já. Sko, nei, ég hérna... Þið Helgi eruð náttúrlega félagar í hestunum...“ – „Júmmm,“ rumdi í goðsögninni. – „Og, sko, ég þorði ekki að hringja í þig beint. Sjálfan. Og ætlaði að koma Krísuvíkurleiðina að þér.“ – „Núnú, hmmm, jæja, þú náðir að krafla þig út úr þessu á einhvern undurfurðulegan hátt. Jújú, ég get svo sem alveg leyft þér að skreppa á bak.“ Vísir heldur sínu striki og þreifar á þeim áhugamálum sem snúa að útivist og landsmenn stunda af kappi, og nú sem aldrei fyrr. Og nú eru það hrossin, maður lifandi.Næsta köntrístjarna Íslands. Forsöngvari hljómsveitarinnar Axel Ó og co á hvítum gæðingi í Grímsnesinu.visir/jakobVel yfir 20 þúsund manns í hestamennskunniHestamennskan er líklega það áhugamál sem á sér dýpstar rætur, þeir sem eru í hestamennsku eru þar ekki nema af lífi og sál. Þetta er lífsstíll. Landsamband hestamanna er þriðja stærsta sérsambandið innan ÍSÍ, á eftir knattspyrnu og golfi. Þá er miðað við þá sem skráðir eru í hestamannafélög, um 17 þúsund manns en miklu fleiri stunda hestamennsku án þess að vera félagsbundnir þannig að fullyrða má að miklu fleiri stundi þetta sport. Tuttugu þúsund í það minnsta, sennilega miklu fleiri. En, hestamennskan er sérkennileg að því leytinu til að þeir sem halda hesta fara í svokallaða sleppitúra snemma að vori; og senda hross sín í haga. Einmitt þegar maður hefði haldið að veðrið sé þannig að vert sé að ríða út. „Jájá, þetta er svolítið sérstakt. Á sumrin eru hrossin mikið til í haga, safna forða og verða feit og löt,“ segir Magnús Kjartansson, „þetta er að verulegu leyti vetraríþrótt.“Næsta köntrístjarna Íslands fengin meðEn, þetta þýðir ekki að hestamennska sé ekki stunduð að sumri til. Síður en svo. Ýmsar hestaferðir eru á dagskrá. Magnús, Maggi Kjartans, goðsögn í lifanda lífi sem einn helsti tónlistarmaður þjóðarinnar í áratugi, hefur fengist við hestamennsku allt frá því hann var strákur.Magnús Kjartansson er hestamaður af Guðs náð. Hann hefur fengist við það, fyrir Íshesta, að vera fararstjóri í hestaferðum yfir hálendið og eru það einkum og sér í lagi erlendar konur sem sækja í slíkar ferðir.Visir/JakobMaggi hefur tekið að sér verkefni fyrir Íshesta, sem er stærsta fyrirtæki á sviði hestaferða sem um getur, og hefur verið lengi. Maggi hefur verið fararstjóri í slíkum ferðum, farið með hópa ferðamanna á hestum um hálendi Íslands. Sjálfur heldur hann hesta, á átta hross og er nú með þau í hólfi við Sogið, steinsnar frá stórglæsilegu óðali sínu sem hann hefur verið að reisa undanfarin fjögur ár í Grímsnesinu. Maggi hafði góðfúslega fallist á að gefa blaðamanni nasasjón; hvað það er sem er svona heillandi við hestamennskuna. Við vorum að ræða það hvort ekki væri rétt að fá einhverja góða til að slást í för með okkur í stuttan reiðtúr. „Á ég ekki bara að fá Bó og Geirmund með?“ spurði Maggi. Jú, það væri náttúrlega alveg algjört afbragð. „Já, nei, það eru nú þeir tveir Íslendingar sem ég myndi síst færa lappirnar mikið frá jörðu,“ segir Maggi. „Neinei, ég held að það sé rétt að fá næstu köntrístjörnu Íslands með í för. Axel Ómarsson.“ Næstu köntrístjörnu Íslands? Menn fúlsa ekki við slíkum félagsskap. Steinliggur og ber vel í veiði. Köntríið *1) og hestamennska fer saman eins og flís við rass reyndar. Og þegar Maggi byrjar að þylja upp feril Axels í hestamennskunni, framkvæmdastjóri síðasta Landsmóts, tamningamaður hjá Sigurbirni Bárðarsyni hestamanni með meiru ... þá var það slegið. *1)Orðaskýringar. Helsti köntríbolti Íslands, Bo Halldorsson, hefur skammað blaðamann fyrir íslenska útfærslu á orðinu country, eða country and western tónlist. „Fyrir norðan segja menn kántrí, en í Memphis Hfj segja menn köntrí,“ segir Bo, og þá er það þannig.Köntríið beint í æð í TexasMagnús hefur „svikið“ Hafnarfjörðinn, hvar hann hefur verið búsettur undanfarna áratugi og er fluttur upp í Grímsnesið, í námunda við Kerið, þar sem hann býr ásamt konu sinni Sirrí, Sigríði Kolbrúnu Oddsdóttur flugfreyju, eins og blóm í eggi.Sögustund á pallinum: Og þarna stóð Hallbjörn allt í einu, inni á miðju gólfi á hvítum nærbuxum, bara eins og persóna úr kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson.visir/jakobVið Axel fórum í samfloti á vit Magga í sveitina. Axel hefur verið á bólakafi í hestamennsku frá því því hann var drengur í sveit. Og látið til sín taka á vettvangi hestamennskunnar með margvíslegum hætti, þó Axel hafi verið búsettur og starfað á erlendri grundu um árabil. Hann útskýrir fyrir blaðamanni í löngu og ítarlegu máli ýmis blæbrigði hestamennskunnar, að hún hafi þróast mjög frá því að bændur notuðu hestana til að fara yfir, með fætur út í loftið, rallandi fullir og kaupstaðalyktin lá í loftinu. Svo kom jafnframt á daginn að þeir tveir, hann og Maggi, eru búnir að stofna köntrí-hljómsveit: Axel Ó og co. Þar er valinn maður í hverju rúmi; Sigfús Óttarsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Sigurgeir Sigmundsson á gítar og svo þeir tveir. Sannkallað stórskotalið, einhverjir flinkustu tónlistarmenn á sínu sviði. En, þeir tveir, Maggi og Axel, eru reyndar þeir einu í hljómsveitinni sem eru í hestamennsku jafnframt.Sirrí í kvöldsólinni á palli sínum í Grímsnesinu. Axel segir að hann komi ekki svo þangað að ekki séu sannkallaðar gúrmé-veitingar á boðstólum.visir/jakobAxel ólst að verulegu leyti upp í Bandaríkjunum, í Texas, og þar fékk hann köntríið beint í æð. Hann segir blaðamanni að hann eigi um tuttugu fullsamin lög og fleiri eru í pípunum. Þetta verður svona köntrírokk en þetta er allt í þróun. Við erum sammála um það að Maggi sé með skemmtilegri mönnum og Axels segir að stundum fari drjúgur hluti hljómsveitaræfinga í það að hlæja, þegar Maggi fer á af stað með sögur sínar.Trúbrot var í hestamennskunniMagnús var að smíða pall við hús sitt, við annan mann þegar okkur Axel bar að garði og fengum við höfðinglegar móttökur, Sirrí reiddi fram fyllta sveppi og skyrköku með berjum. Þarna ætlar hljómsveitin að troða upp eftir hálfan mánuð, bjóða vinum og velunnurum í lautarferð og kynna þeim nýja íslenska köntrítónlist. Þau hjónin eru búin að koma sér ákaflega vel fyrir þarna í sveitinni. Maggi sögumaður af guðs náð og meðan hann var að taka til hnakka og beisli segir hann svo frá að hann, ásamt öðrum þeim í hinni goðsagnakenndu hljómsveit Trúbrot, heilmikið í hestamennskunni, þá með Flosa Ólafssyni. Ha? Þetta er kafli sem ekki hefur verið færður til bókar í tónlistarsögunni. Ekki verður komist hjá því að þýfga Magnús nánar um þetta?Maggi setur hnakk á bak hesti sínum. Það kemur á daginn að þeir í hljómsveitinni Trúbrot voru á kafi í hestum, að undirlagi Flosa Ólafs.visir/jakob„Sko, ég var náttúrlega alinn upp í hesthúsi, með afa mínum og frændum. Afi minn var eini maðurinn á Íslandi sem sá Suðurnesin alltaf sem sveit. Á sínum tíma. Svo, löngu síðar byrjuðum við að fara með Flosa Ólafs leikara og hestamanni, við í hljómsveitinni Trúbrot, í hestaferðir. Við fengum stundum að vera á Laugavatni í kennarabústöðum, af því við höfðum vingast við Leif Þórarinsson tónsskáld, sem hélt að alltaf að hann væri að semja tónlist fyrir rokksveit. Og okkur fannst ekkert verra að hann héldi það. Leifur var bróðir Kristínar Önnu Þórarinsdóttur, sem var rektorsfrú á Laugavatni og þannig var þessi aðstaða til komin.“Flosi Ólafs er mentorinnMagnús er öðrum þræði að útskýra hvernig það kom til að hann öðlaðist þá reynslu sem svo kom að gagni í þeirri hestamennsku sem hann er helst núna, það að fara með ferðamenn um á hestum. En, þetta er ekki síður poppsögulegt innslag. „Og þar var Flosi með hestaferðir, og Flosi og Leifur voru bestu vinir. Svo vantaði með sér einhvern til að reka með sér stóðið, hann var með stórt stóð til að fara Gullna hringinn með ferðamenn. Flosi gerði út frá Laugavatni en stundum hættu ferðir hjá Flosa á Geysi og þá þurfti að flytja stóðið. Og í því vorum við í Trúbrot, að flytja stóðið með honum. Það var víst hrikalega fyndið að sjá okkur Gunna Þórðar, Rúna Júll og Leif að reka stóð; Flosa þótti það, hló sig máttlausan og setti allra vitlausustu hrossin í okkar hendur.“Þeir félgarnir Magnús og Axel taka sig vel út á hestum í sveitinni. Tónlistin sem þeir eru að vinna er ætluð fyrir hinn risastóra köntrí-markað.visir/jakobMagnús segir að þeir hafi staðið í þessu með Óla Flosa, syni Flosa sem kom gjarnan með sjálfur. „Við Gunni og Jónas R. og Pétur Hjaltested og fleiri. Fórum í popparatúra. Jájá, Flosi var með svona söngvarapopparablæti. Við í Trúbrot vorum líka að vinna í Þjóðleikhúsinu, spiluðum í Fást, og kynntumst þessum leikurum. Við Flosi vorum alltaf miklir vinir, ég tala stundum um hann og Óla Flosa, sem mína mentóra í þeirri hestamennsku sem ég stunda núna. Þetta eru mínir menn.“Köntríferill Magga KjartansJá, það var og. Blaðamaður telur sig ágætlega vel að sér í poppsögunni en þetta hafði hann ekki heyrt fyrr. Og við rifjum upp að Maggi, sem hefur sannarlega komið víða við á sínum glæsta ferli, hefur talsvert fengist við köntríið. Hann var til að mynda í Sléttuúlfunum, sem var metnaðarfull hljómsveit hvar Bó Hall var einmitt söngvari, Maggi spilaði talsvert með Brimkló, sem var yfirlýst köntríhljómsveit. Já, að ógleymdum Hallbirni Hjartarsyni kántríkóngi Norðurlands. Magnús var hljómsveitarstjóri og hann rifjar upp mikla ferð sem farin var til Bandaríkjanna hvar Hallbjörn var heiðraður sérstaklega að undirlagi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir framlag sitt til köntrítónlistarinnar og rekstur útvarpsstöðvarinnar á Skagaströnd. „Við Villi Guðjóns gítarleikari vorum saman í herbergi. Og Hallbjörn sagðist vera svo hræddur við að vera einn í herbergi og lét færa beddann sinn inn til okkar. Og var allt í einu mættur í hvítum nærbuxum eins og úr mynd eftir Hrafn Gunnlaugsson. Við létum okkur hvergi bregða þó hann færi svo eitthvað að kvarta undan hávaða í okkur, og vildi fara að sofa.“Og svo er stokkið, svo er stokkið af staðEftir að hafa látið fara vel um okkur um hríð í kvöldsólinni á palli í smíðum við hús Magnúsar og Sirríar og notið sögustundar fórum við í pallbíl Magga, ómissandi í sveitinni og hestamennskunni, með hnakka og beisli á palli. Hrossin eru í reit spottakorn frá, við Sogið við Álftavatn. Áður voru Maggi og Axel búnir að fara yfir nokkur blæbrigði hestamennskunnar, til að mynda nauðsyn þess að byggja brú milli þeirra sem eru að keppa í hestamennsku og svo þeirra sem hafa þetta fyrir áhugamál. Axel segir að það sé búið að heimasæta með fléttu mæti á áður óþekktum gæðingi og sigri sinn flokk á hestamannamóti. Góður keppnishestur kosti um fimm milljónir, sæmilegur hnakkur um fimm hundruð þúsund og annað er eftir þessu; ljóst er að þetta er ekkert fyrir fátæklinga að fara út með litlum fyrirvara.Þó blaðamaður væri í fyrstu nokkuð skelkaður reyndi hann að láta á engu bera, og var áður en langt um leið, orðinn hinn ánægðasti með sig, í sérstökum leðurskálmum, meða hanska og hjálm á baki.visir/axelMagnús er með hross sín, sem hann ríður reglulega um nærsveitir ásamt konu sinni og vinum. Við króuðum þau af með bandi. Reiturinn er við Sogið og þrisvar á sumri er mýflugutímabil. Það er núna og mökkur af flugu, sem sótti í hrossin. Þetta var reyndar mökkur. Ský af flugum sem héngu utan í hrossastóðinu. Maggi dró upp flugnanet sem hann bauð okkur Axel. Blaðamaður greip netið fegins hendi en Axel afþakkaði, sagðist vanur þessu. Er hægt að venjast mýflugum? Já. Þær sem komust upp skálmar og ermar tóku sig til og bitu frá sér; sólgnar í blaðamannablóði eins og reyndar margir í mannaheimum. Hrossin voru óróleg vegna flugunnar en vel gekk þó að ná þeim og beisla. Svo var að koma hnökkunum á hrossin og var stigið á bak. Og stokkið af stað, inneftir og innan að.Á hestbaki er hver maður konungurBlaðamaður er stirðbusi, nýgræðingur í hestamennskunni og hefur sárasjaldan komið á hestbak, og það fer ekkert á milli mála þegar hann er að reyna að færa þessa reynslu til bóka – innanverð læri, rass og bak eru úr lagi gengin þannig að nú er erfitt um gang. Hann fékk þó þægan og þýðan hest undir sig en söngvarinn og köntrístjarnan Axel fékk að sjálfsögðu hvítan gæðing. Svo var farið um sveitir þarna milli Grímsness og Þingvalla, við Álftavatn þar sem til dæmis Ólafur Laufdal veitingamaður er búinn að koma upp, af miklum myndabrag hóteli og sumarhúsabyggð. Í kvöldsólinni og stórkostlegu veðri. Þarna var fagurt um að litast og Magnús kunni skil á hverri þúfu, og vel að sér um innviði samfélagsins eftir að hafa kennt tónfræði þar í sveitinni í vetur sem leið. Og hestamennskan er kjörin til að kynnast bændum.Flótta og hjarðdýrOg málin voru rædd. Blaðamaður er orðinn óhemju ánægður með sig á hestbaki. Þetta gekk betur en hann hafði þorað að vona, en frómt frá sagt var hann hálf skelkaður þegar hann brölti á bak hesti sínum, þó hann reyndi að láta á engu bera. Ómar var búinn að segja honum að aldrei mætti gleyma því að hestar séu lifandi skepnur, með sjálfstæðan vilja, þroska á við tveggja ára barn og sumir séu meira að segja fól og geri allt til að koma þeim sem vill á bak illa. „Hesturinn er flóttadýr og sá hestur sem kann það ekki er ekki hestur,“ sagði Magnús spekingslega. Flóttadýr? Hmmm... „En, þeir eru fyrst og fremst harðdýr þannig að hann er nú ekkert að fara með þig neitt.“ Og, það fór vel fór á með hrossinu og nýgræðingnum, sem þóttist fljótlega býsna góður á baki og sljákkaði ekki einu sinni í honum þegar Maggi sagði að það væri farið tíu sinnum hraðar yfir á hálendisferðum. Spurður segir Maggi það vissulega geta komið upp ýmis vandamál á hestaferðum um hálendið en það sé rækilega tíundað hvers konar ferðir er um að ræða og óvanir mæti ekki til leiks í 4. stigs hestaferðir; margra daga erfiðar ferðir.Kvennasport úti í heimi en ekki á ÍslandiÞeir fallast fúslega á það, Maggi og Axel, að það sé partur af því að vilja vera í hestum er sá að það er töff að vera á hesti. „Á hestbaki er hver maður konungur,“ segir Axel. Spekingslegur. Menn verða spakir á baki. Þeir hópar sem Magnús hefur verið að fara með um hálendið eru svo til alfarið konur, að 90 prósentum. Erlendar konur. Svo virðist að víðast hvar erlendis sé hestamennska algjört kvennasport, ríkra kvenna sport. Hins vegar séu fleiri karlar í hestamennsku á Íslandi, til að mynda er algengt að leikarar séu í þessu enda geti þeir kysst draum sinn um hlutverk í kvikmynd sem gerist í gamla daga bless, ef þeir kunna ekki með hesta að fara. Magnús segir vel ganga að fara með þessa hópa, enda mæti fólk yfirleitt vel undirbúið og upplýst til leiks. Öfugt við Íslendingana sem halda að hestamennskan sé þeim í blóð borin. Og þeir þurfi ekkert að hafa fyrir þessu. Eins og með svo margt annað, en þetta sé hins vegar mikill misskilningur. „Það hvarflaði ekki að blaðamanni að taka þetta til sín,“ sem þó mætti til leiks í ómögulegum buxum, veiðijakka og með kobboj-hatt sem hann mátti ekki einu sinni vera með; nú eru allir með hjálma í hestamennskunni. Og þetta þurfti náttúrlega að græja auk annars; reyndar var stjanað við blaðamann í þessu samhengi eins og Svejk á geðveikrahælinu, hann þurfti ekki að hafa mikið fyrir umstangi því sem fylgir reiðmennskunni og var í öruggum höndum með þeim reynslunnar smiðum, Magnúsi og Axel.Maggi með Brokkkórinn á heimsmeistaramótiðEn, það ber vel í veiði að impra á hestamennskunni núna. Á mánudaginn hefst heimsmeistaramót Íslenska hestsins í Danmörku og þangað stefnir Magnús ótrauður og er komin tilhlökkun í karlinn. „Ég fer út, með Brokkkórinn, ég er að stjórna honum ,og hann er að fara að syngja þarna úti. 40 manna kór sem ég stjórna. Þetta er bara brokkkórinn, hestamannakór. Sem er rekinn í Reykjavík og syngur lög um íslenska hestinn og hestamennsku og íslenska náttúru, syngjum íslenskri náttúru óð. Jájá, þetta er góður kór. Hann er eins og allir aðrir kórar, stundum aðeins lélegri og stundum aðeins betri.“ Magnús hefur lengi fengist við kórstjórn, til að mynda hefur hann stýrt Flugfreyjukórnum við góðan orðstír. Og því ekki úr vegi að spyrja hann út, þá í tengslum við fréttir sem bárust nýverið af fréttamanninum Magnúsi Hlyni sem rekinn var úr kór Karlakór Selfoss og fékk þetta gríðarlega mikið á þann mikla Selfyssing. Oft er það svo að laglausir eru hafðir með uppá móralinn?Magnús dró hvergi af sér þegar hann lýsti dásemdum Grímsnessins og nærliggjandi sveita.visir/jakob„Jájá, kemur stundum að því að þeir fara, gleyma því að þeir eru á undanþágu. Springa út á vitlausu augnabliki. Það er þá sem eitthvað fer að gerast. Jújú, þetta geta verið rosalega erfið mál. Sem sjálfsagt hver og einn einasti kór á landinu hefur þurft að eiga við. Það geta komið upp tímabil þar sem þarf að taka á erfiðum málum og stokka upp. Það þarf alltaf að gera þetta, sama hvort er synfóníuhljómsveit, kór eða rokkhljómsveit, allt samstarf þarf alltaf að taka í gegn af og til.“Ólýsanlegt að sitja hestJá, athyglisvert. Þegar við vorum búin að skila hrossunum í reitinn sinn fór Maggi með okkur í bíltúr um Grímsnesið, niður að Ölfusá en þarna er allt orðið gróið og mikill skógur – var keyrt í gegnum dimm trjágöng langa leið. Bara eins og í útlöndum. „Þetta sjáum við ekki nema kannski á Austurlandi,“ sagði Axel. „Já, það heitir þá Oddskarð,“ svaraði Maggi félaga sínum – og gaf ekki baun eftir hvað varðaði sérstöðu Grímsnessins. Þarna sáum við tilkomumikla uglu, sem mikið er um þarna og Magnús lýsti þeim dásemdum sem sveitin býður uppá, fjálglega og af mikilli innlifun. Ljóst er að hann unir hag sínum vel þarna. Hér verður ekki gerð tilraun til að lýsa þeirri óviðjafnanlegu upplifun sem felst í því að sitja góðan hest. En, eftir þennan reiðtúr nú í vikunni, í þessum fína félagsskap um sveitir lands á góðhestum Magnúsar, má vel skilja hvers vegna fólk sækir svo mjög í að kynnast landi sínu af hestbaki. Og stunda hestamennsku af lífi og sál. Á leiðinni til baka leyfði Axel blaðamanni að heyra hljóðdæmi, tökur sem hljómsveitin Axel Ó og co er að vinna í og það er óhætt að segja að þær tökur lofi góðu. Tengdar fréttir Feðraveldið rassskellt á Hvaleyrinni Brynjar Níelsson og golfblaðamaðurinn voru teknir í bakaríið af vöskum FH-stelpum, þeim Þorgerði Katrínu og Kristínu Pétursdóttur í grátlegri golfkeppni um helgina. 25. júní 2015 07:00 Rithöfundar á Rangárbökkum Vísir fór í veiðiferð með það fyrir augum að finna samhengið milli veiðimennsku og ritstarfa? Leitin að Hemingway. Og fór langt með að finna svar, svei mér þá, eftir að laxinn var á. 9. júlí 2015 09:15 Glæpsamlega gott golfmót á Spáni Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að spila golf. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum völlum á Alicante-svæðinu. 8. maí 2015 08:45 Rándýrt holl á Grafarholtsvelli Í harðri rimmu á Grafarholtsvelli fór refurinn Jón Steinar með sigur af hólmi gegn blaðamanni Fréttablaðsins; með útsjónarsemi og þrautseigju. 11. júní 2015 07:00 Hjólreiðar: Kúlurassar í Reykjavík Sannkallað reiðhjólaæði ríkir í Reykjavík og reyndar um land allt. Útsendari Vísis kannaði málið og vann bug á djúpstæðum fordómum sínum í garð hjólafólks. 23. júlí 2015 08:30 Fjallganga: Tindurinn sigraður með Reyni Trausta Hvað í ósköpunum dregur þúsundir Íslendinga á fjöll reglulega? Jakob Bjarnar reyndi að finna út úr því í góðum félagsskap Reynis Traustasonar og Ólafs Sveinssonar en þeir gengu á Helgafell nú í vikunni. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Tónlistar- og hestamaðurinn Magnús Kjartansson skaut hesti undir blaðamann Vísis, sem ótrauður heldur áfram að kynna sér hin margvíslegu áhugamál landsmanna er snúa að útivist og lífsstíl. Með í för var næsta köntrístjarna Íslands, Axel Ómarsson – sem er þaulvanur hestamaður. - „Er þetta meistari Maggi Kjartans?“ – „Já, er það blaðamaðurinn? Saaaæll.“ – „Margblessaður. Heyrðu, ég var að hringja í Helga Björns, hann er í Singapore þannig að þú ert næstur á lista. Ég er að skrifa greinaflokk um allskyns útivist og áhugamál landsmanna og það er komið að hestunum, og ... – „Já, neinei.“ – „Ha?“ – „Ég get aldrei orðið nein varaskeifa fyrir Helga Björns.“ – „Ehhh, já. Sko, nei, ég hérna... Þið Helgi eruð náttúrlega félagar í hestunum...“ – „Júmmm,“ rumdi í goðsögninni. – „Og, sko, ég þorði ekki að hringja í þig beint. Sjálfan. Og ætlaði að koma Krísuvíkurleiðina að þér.“ – „Núnú, hmmm, jæja, þú náðir að krafla þig út úr þessu á einhvern undurfurðulegan hátt. Jújú, ég get svo sem alveg leyft þér að skreppa á bak.“ Vísir heldur sínu striki og þreifar á þeim áhugamálum sem snúa að útivist og landsmenn stunda af kappi, og nú sem aldrei fyrr. Og nú eru það hrossin, maður lifandi.Næsta köntrístjarna Íslands. Forsöngvari hljómsveitarinnar Axel Ó og co á hvítum gæðingi í Grímsnesinu.visir/jakobVel yfir 20 þúsund manns í hestamennskunniHestamennskan er líklega það áhugamál sem á sér dýpstar rætur, þeir sem eru í hestamennsku eru þar ekki nema af lífi og sál. Þetta er lífsstíll. Landsamband hestamanna er þriðja stærsta sérsambandið innan ÍSÍ, á eftir knattspyrnu og golfi. Þá er miðað við þá sem skráðir eru í hestamannafélög, um 17 þúsund manns en miklu fleiri stunda hestamennsku án þess að vera félagsbundnir þannig að fullyrða má að miklu fleiri stundi þetta sport. Tuttugu þúsund í það minnsta, sennilega miklu fleiri. En, hestamennskan er sérkennileg að því leytinu til að þeir sem halda hesta fara í svokallaða sleppitúra snemma að vori; og senda hross sín í haga. Einmitt þegar maður hefði haldið að veðrið sé þannig að vert sé að ríða út. „Jájá, þetta er svolítið sérstakt. Á sumrin eru hrossin mikið til í haga, safna forða og verða feit og löt,“ segir Magnús Kjartansson, „þetta er að verulegu leyti vetraríþrótt.“Næsta köntrístjarna Íslands fengin meðEn, þetta þýðir ekki að hestamennska sé ekki stunduð að sumri til. Síður en svo. Ýmsar hestaferðir eru á dagskrá. Magnús, Maggi Kjartans, goðsögn í lifanda lífi sem einn helsti tónlistarmaður þjóðarinnar í áratugi, hefur fengist við hestamennsku allt frá því hann var strákur.Magnús Kjartansson er hestamaður af Guðs náð. Hann hefur fengist við það, fyrir Íshesta, að vera fararstjóri í hestaferðum yfir hálendið og eru það einkum og sér í lagi erlendar konur sem sækja í slíkar ferðir.Visir/JakobMaggi hefur tekið að sér verkefni fyrir Íshesta, sem er stærsta fyrirtæki á sviði hestaferða sem um getur, og hefur verið lengi. Maggi hefur verið fararstjóri í slíkum ferðum, farið með hópa ferðamanna á hestum um hálendi Íslands. Sjálfur heldur hann hesta, á átta hross og er nú með þau í hólfi við Sogið, steinsnar frá stórglæsilegu óðali sínu sem hann hefur verið að reisa undanfarin fjögur ár í Grímsnesinu. Maggi hafði góðfúslega fallist á að gefa blaðamanni nasasjón; hvað það er sem er svona heillandi við hestamennskuna. Við vorum að ræða það hvort ekki væri rétt að fá einhverja góða til að slást í för með okkur í stuttan reiðtúr. „Á ég ekki bara að fá Bó og Geirmund með?“ spurði Maggi. Jú, það væri náttúrlega alveg algjört afbragð. „Já, nei, það eru nú þeir tveir Íslendingar sem ég myndi síst færa lappirnar mikið frá jörðu,“ segir Maggi. „Neinei, ég held að það sé rétt að fá næstu köntrístjörnu Íslands með í för. Axel Ómarsson.“ Næstu köntrístjörnu Íslands? Menn fúlsa ekki við slíkum félagsskap. Steinliggur og ber vel í veiði. Köntríið *1) og hestamennska fer saman eins og flís við rass reyndar. Og þegar Maggi byrjar að þylja upp feril Axels í hestamennskunni, framkvæmdastjóri síðasta Landsmóts, tamningamaður hjá Sigurbirni Bárðarsyni hestamanni með meiru ... þá var það slegið. *1)Orðaskýringar. Helsti köntríbolti Íslands, Bo Halldorsson, hefur skammað blaðamann fyrir íslenska útfærslu á orðinu country, eða country and western tónlist. „Fyrir norðan segja menn kántrí, en í Memphis Hfj segja menn köntrí,“ segir Bo, og þá er það þannig.Köntríið beint í æð í TexasMagnús hefur „svikið“ Hafnarfjörðinn, hvar hann hefur verið búsettur undanfarna áratugi og er fluttur upp í Grímsnesið, í námunda við Kerið, þar sem hann býr ásamt konu sinni Sirrí, Sigríði Kolbrúnu Oddsdóttur flugfreyju, eins og blóm í eggi.Sögustund á pallinum: Og þarna stóð Hallbjörn allt í einu, inni á miðju gólfi á hvítum nærbuxum, bara eins og persóna úr kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson.visir/jakobVið Axel fórum í samfloti á vit Magga í sveitina. Axel hefur verið á bólakafi í hestamennsku frá því því hann var drengur í sveit. Og látið til sín taka á vettvangi hestamennskunnar með margvíslegum hætti, þó Axel hafi verið búsettur og starfað á erlendri grundu um árabil. Hann útskýrir fyrir blaðamanni í löngu og ítarlegu máli ýmis blæbrigði hestamennskunnar, að hún hafi þróast mjög frá því að bændur notuðu hestana til að fara yfir, með fætur út í loftið, rallandi fullir og kaupstaðalyktin lá í loftinu. Svo kom jafnframt á daginn að þeir tveir, hann og Maggi, eru búnir að stofna köntrí-hljómsveit: Axel Ó og co. Þar er valinn maður í hverju rúmi; Sigfús Óttarsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Sigurgeir Sigmundsson á gítar og svo þeir tveir. Sannkallað stórskotalið, einhverjir flinkustu tónlistarmenn á sínu sviði. En, þeir tveir, Maggi og Axel, eru reyndar þeir einu í hljómsveitinni sem eru í hestamennsku jafnframt.Sirrí í kvöldsólinni á palli sínum í Grímsnesinu. Axel segir að hann komi ekki svo þangað að ekki séu sannkallaðar gúrmé-veitingar á boðstólum.visir/jakobAxel ólst að verulegu leyti upp í Bandaríkjunum, í Texas, og þar fékk hann köntríið beint í æð. Hann segir blaðamanni að hann eigi um tuttugu fullsamin lög og fleiri eru í pípunum. Þetta verður svona köntrírokk en þetta er allt í þróun. Við erum sammála um það að Maggi sé með skemmtilegri mönnum og Axels segir að stundum fari drjúgur hluti hljómsveitaræfinga í það að hlæja, þegar Maggi fer á af stað með sögur sínar.Trúbrot var í hestamennskunniMagnús var að smíða pall við hús sitt, við annan mann þegar okkur Axel bar að garði og fengum við höfðinglegar móttökur, Sirrí reiddi fram fyllta sveppi og skyrköku með berjum. Þarna ætlar hljómsveitin að troða upp eftir hálfan mánuð, bjóða vinum og velunnurum í lautarferð og kynna þeim nýja íslenska köntrítónlist. Þau hjónin eru búin að koma sér ákaflega vel fyrir þarna í sveitinni. Maggi sögumaður af guðs náð og meðan hann var að taka til hnakka og beisli segir hann svo frá að hann, ásamt öðrum þeim í hinni goðsagnakenndu hljómsveit Trúbrot, heilmikið í hestamennskunni, þá með Flosa Ólafssyni. Ha? Þetta er kafli sem ekki hefur verið færður til bókar í tónlistarsögunni. Ekki verður komist hjá því að þýfga Magnús nánar um þetta?Maggi setur hnakk á bak hesti sínum. Það kemur á daginn að þeir í hljómsveitinni Trúbrot voru á kafi í hestum, að undirlagi Flosa Ólafs.visir/jakob„Sko, ég var náttúrlega alinn upp í hesthúsi, með afa mínum og frændum. Afi minn var eini maðurinn á Íslandi sem sá Suðurnesin alltaf sem sveit. Á sínum tíma. Svo, löngu síðar byrjuðum við að fara með Flosa Ólafs leikara og hestamanni, við í hljómsveitinni Trúbrot, í hestaferðir. Við fengum stundum að vera á Laugavatni í kennarabústöðum, af því við höfðum vingast við Leif Þórarinsson tónsskáld, sem hélt að alltaf að hann væri að semja tónlist fyrir rokksveit. Og okkur fannst ekkert verra að hann héldi það. Leifur var bróðir Kristínar Önnu Þórarinsdóttur, sem var rektorsfrú á Laugavatni og þannig var þessi aðstaða til komin.“Flosi Ólafs er mentorinnMagnús er öðrum þræði að útskýra hvernig það kom til að hann öðlaðist þá reynslu sem svo kom að gagni í þeirri hestamennsku sem hann er helst núna, það að fara með ferðamenn um á hestum. En, þetta er ekki síður poppsögulegt innslag. „Og þar var Flosi með hestaferðir, og Flosi og Leifur voru bestu vinir. Svo vantaði með sér einhvern til að reka með sér stóðið, hann var með stórt stóð til að fara Gullna hringinn með ferðamenn. Flosi gerði út frá Laugavatni en stundum hættu ferðir hjá Flosa á Geysi og þá þurfti að flytja stóðið. Og í því vorum við í Trúbrot, að flytja stóðið með honum. Það var víst hrikalega fyndið að sjá okkur Gunna Þórðar, Rúna Júll og Leif að reka stóð; Flosa þótti það, hló sig máttlausan og setti allra vitlausustu hrossin í okkar hendur.“Þeir félgarnir Magnús og Axel taka sig vel út á hestum í sveitinni. Tónlistin sem þeir eru að vinna er ætluð fyrir hinn risastóra köntrí-markað.visir/jakobMagnús segir að þeir hafi staðið í þessu með Óla Flosa, syni Flosa sem kom gjarnan með sjálfur. „Við Gunni og Jónas R. og Pétur Hjaltested og fleiri. Fórum í popparatúra. Jájá, Flosi var með svona söngvarapopparablæti. Við í Trúbrot vorum líka að vinna í Þjóðleikhúsinu, spiluðum í Fást, og kynntumst þessum leikurum. Við Flosi vorum alltaf miklir vinir, ég tala stundum um hann og Óla Flosa, sem mína mentóra í þeirri hestamennsku sem ég stunda núna. Þetta eru mínir menn.“Köntríferill Magga KjartansJá, það var og. Blaðamaður telur sig ágætlega vel að sér í poppsögunni en þetta hafði hann ekki heyrt fyrr. Og við rifjum upp að Maggi, sem hefur sannarlega komið víða við á sínum glæsta ferli, hefur talsvert fengist við köntríið. Hann var til að mynda í Sléttuúlfunum, sem var metnaðarfull hljómsveit hvar Bó Hall var einmitt söngvari, Maggi spilaði talsvert með Brimkló, sem var yfirlýst köntríhljómsveit. Já, að ógleymdum Hallbirni Hjartarsyni kántríkóngi Norðurlands. Magnús var hljómsveitarstjóri og hann rifjar upp mikla ferð sem farin var til Bandaríkjanna hvar Hallbjörn var heiðraður sérstaklega að undirlagi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir framlag sitt til köntrítónlistarinnar og rekstur útvarpsstöðvarinnar á Skagaströnd. „Við Villi Guðjóns gítarleikari vorum saman í herbergi. Og Hallbjörn sagðist vera svo hræddur við að vera einn í herbergi og lét færa beddann sinn inn til okkar. Og var allt í einu mættur í hvítum nærbuxum eins og úr mynd eftir Hrafn Gunnlaugsson. Við létum okkur hvergi bregða þó hann færi svo eitthvað að kvarta undan hávaða í okkur, og vildi fara að sofa.“Og svo er stokkið, svo er stokkið af staðEftir að hafa látið fara vel um okkur um hríð í kvöldsólinni á palli í smíðum við hús Magnúsar og Sirríar og notið sögustundar fórum við í pallbíl Magga, ómissandi í sveitinni og hestamennskunni, með hnakka og beisli á palli. Hrossin eru í reit spottakorn frá, við Sogið við Álftavatn. Áður voru Maggi og Axel búnir að fara yfir nokkur blæbrigði hestamennskunnar, til að mynda nauðsyn þess að byggja brú milli þeirra sem eru að keppa í hestamennsku og svo þeirra sem hafa þetta fyrir áhugamál. Axel segir að það sé búið að heimasæta með fléttu mæti á áður óþekktum gæðingi og sigri sinn flokk á hestamannamóti. Góður keppnishestur kosti um fimm milljónir, sæmilegur hnakkur um fimm hundruð þúsund og annað er eftir þessu; ljóst er að þetta er ekkert fyrir fátæklinga að fara út með litlum fyrirvara.Þó blaðamaður væri í fyrstu nokkuð skelkaður reyndi hann að láta á engu bera, og var áður en langt um leið, orðinn hinn ánægðasti með sig, í sérstökum leðurskálmum, meða hanska og hjálm á baki.visir/axelMagnús er með hross sín, sem hann ríður reglulega um nærsveitir ásamt konu sinni og vinum. Við króuðum þau af með bandi. Reiturinn er við Sogið og þrisvar á sumri er mýflugutímabil. Það er núna og mökkur af flugu, sem sótti í hrossin. Þetta var reyndar mökkur. Ský af flugum sem héngu utan í hrossastóðinu. Maggi dró upp flugnanet sem hann bauð okkur Axel. Blaðamaður greip netið fegins hendi en Axel afþakkaði, sagðist vanur þessu. Er hægt að venjast mýflugum? Já. Þær sem komust upp skálmar og ermar tóku sig til og bitu frá sér; sólgnar í blaðamannablóði eins og reyndar margir í mannaheimum. Hrossin voru óróleg vegna flugunnar en vel gekk þó að ná þeim og beisla. Svo var að koma hnökkunum á hrossin og var stigið á bak. Og stokkið af stað, inneftir og innan að.Á hestbaki er hver maður konungurBlaðamaður er stirðbusi, nýgræðingur í hestamennskunni og hefur sárasjaldan komið á hestbak, og það fer ekkert á milli mála þegar hann er að reyna að færa þessa reynslu til bóka – innanverð læri, rass og bak eru úr lagi gengin þannig að nú er erfitt um gang. Hann fékk þó þægan og þýðan hest undir sig en söngvarinn og köntrístjarnan Axel fékk að sjálfsögðu hvítan gæðing. Svo var farið um sveitir þarna milli Grímsness og Þingvalla, við Álftavatn þar sem til dæmis Ólafur Laufdal veitingamaður er búinn að koma upp, af miklum myndabrag hóteli og sumarhúsabyggð. Í kvöldsólinni og stórkostlegu veðri. Þarna var fagurt um að litast og Magnús kunni skil á hverri þúfu, og vel að sér um innviði samfélagsins eftir að hafa kennt tónfræði þar í sveitinni í vetur sem leið. Og hestamennskan er kjörin til að kynnast bændum.Flótta og hjarðdýrOg málin voru rædd. Blaðamaður er orðinn óhemju ánægður með sig á hestbaki. Þetta gekk betur en hann hafði þorað að vona, en frómt frá sagt var hann hálf skelkaður þegar hann brölti á bak hesti sínum, þó hann reyndi að láta á engu bera. Ómar var búinn að segja honum að aldrei mætti gleyma því að hestar séu lifandi skepnur, með sjálfstæðan vilja, þroska á við tveggja ára barn og sumir séu meira að segja fól og geri allt til að koma þeim sem vill á bak illa. „Hesturinn er flóttadýr og sá hestur sem kann það ekki er ekki hestur,“ sagði Magnús spekingslega. Flóttadýr? Hmmm... „En, þeir eru fyrst og fremst harðdýr þannig að hann er nú ekkert að fara með þig neitt.“ Og, það fór vel fór á með hrossinu og nýgræðingnum, sem þóttist fljótlega býsna góður á baki og sljákkaði ekki einu sinni í honum þegar Maggi sagði að það væri farið tíu sinnum hraðar yfir á hálendisferðum. Spurður segir Maggi það vissulega geta komið upp ýmis vandamál á hestaferðum um hálendið en það sé rækilega tíundað hvers konar ferðir er um að ræða og óvanir mæti ekki til leiks í 4. stigs hestaferðir; margra daga erfiðar ferðir.Kvennasport úti í heimi en ekki á ÍslandiÞeir fallast fúslega á það, Maggi og Axel, að það sé partur af því að vilja vera í hestum er sá að það er töff að vera á hesti. „Á hestbaki er hver maður konungur,“ segir Axel. Spekingslegur. Menn verða spakir á baki. Þeir hópar sem Magnús hefur verið að fara með um hálendið eru svo til alfarið konur, að 90 prósentum. Erlendar konur. Svo virðist að víðast hvar erlendis sé hestamennska algjört kvennasport, ríkra kvenna sport. Hins vegar séu fleiri karlar í hestamennsku á Íslandi, til að mynda er algengt að leikarar séu í þessu enda geti þeir kysst draum sinn um hlutverk í kvikmynd sem gerist í gamla daga bless, ef þeir kunna ekki með hesta að fara. Magnús segir vel ganga að fara með þessa hópa, enda mæti fólk yfirleitt vel undirbúið og upplýst til leiks. Öfugt við Íslendingana sem halda að hestamennskan sé þeim í blóð borin. Og þeir þurfi ekkert að hafa fyrir þessu. Eins og með svo margt annað, en þetta sé hins vegar mikill misskilningur. „Það hvarflaði ekki að blaðamanni að taka þetta til sín,“ sem þó mætti til leiks í ómögulegum buxum, veiðijakka og með kobboj-hatt sem hann mátti ekki einu sinni vera með; nú eru allir með hjálma í hestamennskunni. Og þetta þurfti náttúrlega að græja auk annars; reyndar var stjanað við blaðamann í þessu samhengi eins og Svejk á geðveikrahælinu, hann þurfti ekki að hafa mikið fyrir umstangi því sem fylgir reiðmennskunni og var í öruggum höndum með þeim reynslunnar smiðum, Magnúsi og Axel.Maggi með Brokkkórinn á heimsmeistaramótiðEn, það ber vel í veiði að impra á hestamennskunni núna. Á mánudaginn hefst heimsmeistaramót Íslenska hestsins í Danmörku og þangað stefnir Magnús ótrauður og er komin tilhlökkun í karlinn. „Ég fer út, með Brokkkórinn, ég er að stjórna honum ,og hann er að fara að syngja þarna úti. 40 manna kór sem ég stjórna. Þetta er bara brokkkórinn, hestamannakór. Sem er rekinn í Reykjavík og syngur lög um íslenska hestinn og hestamennsku og íslenska náttúru, syngjum íslenskri náttúru óð. Jájá, þetta er góður kór. Hann er eins og allir aðrir kórar, stundum aðeins lélegri og stundum aðeins betri.“ Magnús hefur lengi fengist við kórstjórn, til að mynda hefur hann stýrt Flugfreyjukórnum við góðan orðstír. Og því ekki úr vegi að spyrja hann út, þá í tengslum við fréttir sem bárust nýverið af fréttamanninum Magnúsi Hlyni sem rekinn var úr kór Karlakór Selfoss og fékk þetta gríðarlega mikið á þann mikla Selfyssing. Oft er það svo að laglausir eru hafðir með uppá móralinn?Magnús dró hvergi af sér þegar hann lýsti dásemdum Grímsnessins og nærliggjandi sveita.visir/jakob„Jájá, kemur stundum að því að þeir fara, gleyma því að þeir eru á undanþágu. Springa út á vitlausu augnabliki. Það er þá sem eitthvað fer að gerast. Jújú, þetta geta verið rosalega erfið mál. Sem sjálfsagt hver og einn einasti kór á landinu hefur þurft að eiga við. Það geta komið upp tímabil þar sem þarf að taka á erfiðum málum og stokka upp. Það þarf alltaf að gera þetta, sama hvort er synfóníuhljómsveit, kór eða rokkhljómsveit, allt samstarf þarf alltaf að taka í gegn af og til.“Ólýsanlegt að sitja hestJá, athyglisvert. Þegar við vorum búin að skila hrossunum í reitinn sinn fór Maggi með okkur í bíltúr um Grímsnesið, niður að Ölfusá en þarna er allt orðið gróið og mikill skógur – var keyrt í gegnum dimm trjágöng langa leið. Bara eins og í útlöndum. „Þetta sjáum við ekki nema kannski á Austurlandi,“ sagði Axel. „Já, það heitir þá Oddskarð,“ svaraði Maggi félaga sínum – og gaf ekki baun eftir hvað varðaði sérstöðu Grímsnessins. Þarna sáum við tilkomumikla uglu, sem mikið er um þarna og Magnús lýsti þeim dásemdum sem sveitin býður uppá, fjálglega og af mikilli innlifun. Ljóst er að hann unir hag sínum vel þarna. Hér verður ekki gerð tilraun til að lýsa þeirri óviðjafnanlegu upplifun sem felst í því að sitja góðan hest. En, eftir þennan reiðtúr nú í vikunni, í þessum fína félagsskap um sveitir lands á góðhestum Magnúsar, má vel skilja hvers vegna fólk sækir svo mjög í að kynnast landi sínu af hestbaki. Og stunda hestamennsku af lífi og sál. Á leiðinni til baka leyfði Axel blaðamanni að heyra hljóðdæmi, tökur sem hljómsveitin Axel Ó og co er að vinna í og það er óhætt að segja að þær tökur lofi góðu.
Tengdar fréttir Feðraveldið rassskellt á Hvaleyrinni Brynjar Níelsson og golfblaðamaðurinn voru teknir í bakaríið af vöskum FH-stelpum, þeim Þorgerði Katrínu og Kristínu Pétursdóttur í grátlegri golfkeppni um helgina. 25. júní 2015 07:00 Rithöfundar á Rangárbökkum Vísir fór í veiðiferð með það fyrir augum að finna samhengið milli veiðimennsku og ritstarfa? Leitin að Hemingway. Og fór langt með að finna svar, svei mér þá, eftir að laxinn var á. 9. júlí 2015 09:15 Glæpsamlega gott golfmót á Spáni Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að spila golf. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum völlum á Alicante-svæðinu. 8. maí 2015 08:45 Rándýrt holl á Grafarholtsvelli Í harðri rimmu á Grafarholtsvelli fór refurinn Jón Steinar með sigur af hólmi gegn blaðamanni Fréttablaðsins; með útsjónarsemi og þrautseigju. 11. júní 2015 07:00 Hjólreiðar: Kúlurassar í Reykjavík Sannkallað reiðhjólaæði ríkir í Reykjavík og reyndar um land allt. Útsendari Vísis kannaði málið og vann bug á djúpstæðum fordómum sínum í garð hjólafólks. 23. júlí 2015 08:30 Fjallganga: Tindurinn sigraður með Reyni Trausta Hvað í ósköpunum dregur þúsundir Íslendinga á fjöll reglulega? Jakob Bjarnar reyndi að finna út úr því í góðum félagsskap Reynis Traustasonar og Ólafs Sveinssonar en þeir gengu á Helgafell nú í vikunni. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Feðraveldið rassskellt á Hvaleyrinni Brynjar Níelsson og golfblaðamaðurinn voru teknir í bakaríið af vöskum FH-stelpum, þeim Þorgerði Katrínu og Kristínu Pétursdóttur í grátlegri golfkeppni um helgina. 25. júní 2015 07:00
Rithöfundar á Rangárbökkum Vísir fór í veiðiferð með það fyrir augum að finna samhengið milli veiðimennsku og ritstarfa? Leitin að Hemingway. Og fór langt með að finna svar, svei mér þá, eftir að laxinn var á. 9. júlí 2015 09:15
Glæpsamlega gott golfmót á Spáni Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að spila golf. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum völlum á Alicante-svæðinu. 8. maí 2015 08:45
Rándýrt holl á Grafarholtsvelli Í harðri rimmu á Grafarholtsvelli fór refurinn Jón Steinar með sigur af hólmi gegn blaðamanni Fréttablaðsins; með útsjónarsemi og þrautseigju. 11. júní 2015 07:00
Hjólreiðar: Kúlurassar í Reykjavík Sannkallað reiðhjólaæði ríkir í Reykjavík og reyndar um land allt. Útsendari Vísis kannaði málið og vann bug á djúpstæðum fordómum sínum í garð hjólafólks. 23. júlí 2015 08:30
Fjallganga: Tindurinn sigraður með Reyni Trausta Hvað í ósköpunum dregur þúsundir Íslendinga á fjöll reglulega? Jakob Bjarnar reyndi að finna út úr því í góðum félagsskap Reynis Traustasonar og Ólafs Sveinssonar en þeir gengu á Helgafell nú í vikunni. 2. júlí 2015 07:00