Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2015 13:12 Staða á leigumarkaði hér á landi hefur ekki verið eins slæm í áratugi, eða frá því á stríðsárunum, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. Hann segir ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, því oftar en ekki kjósi leigusalar ferðamenn fram yfir langtímaleigjendur. „Ástandið var síðast svipað þessu í kringum árið 1940, eða á stríðsárunum og eftir þau þá flutti fólk af landsbyggðinni til Reykjavíkur í stórum hópum. Það er svona næst því að vera eitthvað svipað,” segir Hólmsteinn. Leigumarkaður á Íslandi er afar erfiður, lítið er um húsnæði og það er dýrt. Hólmsteinn segir dæmi um að hátt í hundrað manns sláist um hverja leiguíbúð og eftirspurn langtum meiri en framboðið.Slegist um íbúðirnar „Það er slegist um þær fáu íbúðir sem hérna eru og leiguverð hefur hækkað gríðarlega mikið. Það eru skýr dæmi um 20,30 og jafnvel 40 prósenta hækkun, en það stöðvar ekki eftirspurnina því einhvers staðar verður fólk að búa. Fólk vill húsnæðisöryggi og er tilbúið til að ganga ansi langt, jafnvel þó það hafi ekki burði til þess,” segir hann. „Við höfum heyrt frá fólki sem hefur verið að leigja út að það eru upp undir hundrað manns sem er að sækjast eftir hverri íbúð.” Hólmsteinn segir vel þekkt að leigusalar kjósi frekar að leigja ferðamönnum íbúðir sínar á uppsprengdu verði en að setja þær í langtímaleigu. Dæmi séu jafnvel um að langtímaleigjendum sé sagt upp fyrir ferðamennina.Frekari aðgerðir nauðsynlegar „Það er auðvitað ekki hægt að kenna ferðamönnunum um, en aftur á móti verður að horfa til þess að framboð á íbúðum í ferðamannaleigu hefur aukist gríðarlega og það virðist ekki vera neitt lát á því. Þannig að ætlast til þess eða reikna með því að ferðamannaíbúðir fari á almennan markað er ekki raunhæft. Það hjálpar voða lítið að þessir aðilar sem eru í ferðamannaleigu leigi út íbúðirnar í þrjá til fimm mánuði, þá er ekkert húsnæðisöryggi. Þannig að sterkari aðgerðir til uppbyggingar á varanlegum heilbrigðum leigumarkaði eru nauðsynlegar,” segir hann. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Staða á leigumarkaði hér á landi hefur ekki verið eins slæm í áratugi, eða frá því á stríðsárunum, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. Hann segir ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, því oftar en ekki kjósi leigusalar ferðamenn fram yfir langtímaleigjendur. „Ástandið var síðast svipað þessu í kringum árið 1940, eða á stríðsárunum og eftir þau þá flutti fólk af landsbyggðinni til Reykjavíkur í stórum hópum. Það er svona næst því að vera eitthvað svipað,” segir Hólmsteinn. Leigumarkaður á Íslandi er afar erfiður, lítið er um húsnæði og það er dýrt. Hólmsteinn segir dæmi um að hátt í hundrað manns sláist um hverja leiguíbúð og eftirspurn langtum meiri en framboðið.Slegist um íbúðirnar „Það er slegist um þær fáu íbúðir sem hérna eru og leiguverð hefur hækkað gríðarlega mikið. Það eru skýr dæmi um 20,30 og jafnvel 40 prósenta hækkun, en það stöðvar ekki eftirspurnina því einhvers staðar verður fólk að búa. Fólk vill húsnæðisöryggi og er tilbúið til að ganga ansi langt, jafnvel þó það hafi ekki burði til þess,” segir hann. „Við höfum heyrt frá fólki sem hefur verið að leigja út að það eru upp undir hundrað manns sem er að sækjast eftir hverri íbúð.” Hólmsteinn segir vel þekkt að leigusalar kjósi frekar að leigja ferðamönnum íbúðir sínar á uppsprengdu verði en að setja þær í langtímaleigu. Dæmi séu jafnvel um að langtímaleigjendum sé sagt upp fyrir ferðamennina.Frekari aðgerðir nauðsynlegar „Það er auðvitað ekki hægt að kenna ferðamönnunum um, en aftur á móti verður að horfa til þess að framboð á íbúðum í ferðamannaleigu hefur aukist gríðarlega og það virðist ekki vera neitt lát á því. Þannig að ætlast til þess eða reikna með því að ferðamannaíbúðir fari á almennan markað er ekki raunhæft. Það hjálpar voða lítið að þessir aðilar sem eru í ferðamannaleigu leigi út íbúðirnar í þrjá til fimm mánuði, þá er ekkert húsnæðisöryggi. Þannig að sterkari aðgerðir til uppbyggingar á varanlegum heilbrigðum leigumarkaði eru nauðsynlegar,” segir hann.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira