Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2015 19:37 Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknar. Í forgrunni er Frosti Sigurjónsson samflokksmaður hans sem einnig hefur gagnrýnt fyrirætlanir Landsbankans. Vísir/Pjetur Einn einn stjórnarþingmaðurinn hefur stigið fram og gagnrýnt fyrirætlanir Landsbankans um að reisa höfuðstöðvar sínar við Austurhöfn í Reykjavík. Ásmundur Einar Davíðsson, þingmaður Framsóknarflokksins og aðstoðarmaður forsætisráðherra, skipar sér þar í sveit með fjölda fólks sem hefur andmælt byggingunni, þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson, Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst, Frosti Sigurjónsson og Vigdís Hauksdóttir. Á bloggsíðu sinni setur Ásmundur fyrirhugaða höfuðstöðvabyggingu í samhengi við þjónustuskerðingar bankans, sem er í 97,9% í ríkiseigu, en hann hefur lokað fjölda útibúa á síðustu misserum. Þær lokanir, rétt eins og fyrirætlanirnar við Austurhöfn, voru sagðar vera í hagræðingarskyni og spyr stjórnarþingmaðurinn fyrst svo sé í pottinn búið hvort ekki sé skynsamlegra fyrir bankann að leita að ódýrari lóð en þeirri í miðborg Reykjavíkur.Sjá einnig: Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar LandsbankansSvona mun svæðið við Austurhöfn líta út með nýrri byggingu Landsbankans„Í umræðu um málið hefur verið bent á hagkvæmari kosti,[innskot blaðamanns: eins og Frosti Sigurjónsson gerði hér] gefum okkur að bankinn gæti komist af með höfuðstöðvar sem kosti hann 2 milljarða í stað þeirra 8 milljarða sem áætlanir gera ráð fyrir. Hvað væri hægt að gera fyrir þá fjármuni?” spyr Ásmundur. Hann heldur vangaveltunum áfram. „Á árinu 2012 var t.d. með einni aðgerð ákveðið að loka nokkrum útibúum og áætlaður meðalsparnaður samkvæmt fréttum frá bankanum var 50 milljónir á hvert útibú. Ef Landsbankinn færi hagkvæmari leið varðandi nýjar höfuðstöðvar þá hefði verið hægt að halda opnu einhverju af þeim fjölmörgu útibúum sem bankinn lokaði í nafni hagræðingar í 100-150 ár. Var verið að skerða þjónustu vítt og breitt um landið til að safna fyrir útborgun í nýjar höfuðstöðvar á dýrustu lóð landsins?” spyr hann ennfremur. Ásmundur lýkur pistil sínum á að hrósa stjórnendum bankans, sem „ hafa heldur dregið í land varðandi fyrirhugaða uppbyggingu,” að sögn þingmannsins og sé það vel. „En verði ráðist í þessa framkvæmd þá er það hrein og klár ögrun við almenning, enda bankinn eigna okkar allra eftir að ríkið endurreisti hann við hrun efnahagskerfisins.“ Tengdar fréttir Bankastjóri segir Hörpureitinn mjög hagkvæman fyrir Landsbankann Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann vilja vera í nálægð við samkeppnisaðila á fjármálamarkaði og viðskiptavini í miðborginni. 24. júlí 2015 12:00 Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, gagnrýnir byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Hún segist gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. 13. júlí 2015 17:44 Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43 Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Frosti vill höfuðstöðvarnar í Kópavog Formaður efnhags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að með því að færa höfuðstöðvar Landsbankans í Urðarhvarf megi spara skattborgurum um 5 milljarða króna. 15. júlí 2015 19:49 Bankastjóri Landsbankans: Bankinn sparar með nýjum höfuðstöðvum Steinþór Pálsson segir eigendur hans hafa getað, og muni geta, komið skoðunum sínum á nýjum höfuðstöðvum á framfæri á aðalfundi bankans. 23. júlí 2015 20:04 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Einn einn stjórnarþingmaðurinn hefur stigið fram og gagnrýnt fyrirætlanir Landsbankans um að reisa höfuðstöðvar sínar við Austurhöfn í Reykjavík. Ásmundur Einar Davíðsson, þingmaður Framsóknarflokksins og aðstoðarmaður forsætisráðherra, skipar sér þar í sveit með fjölda fólks sem hefur andmælt byggingunni, þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson, Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst, Frosti Sigurjónsson og Vigdís Hauksdóttir. Á bloggsíðu sinni setur Ásmundur fyrirhugaða höfuðstöðvabyggingu í samhengi við þjónustuskerðingar bankans, sem er í 97,9% í ríkiseigu, en hann hefur lokað fjölda útibúa á síðustu misserum. Þær lokanir, rétt eins og fyrirætlanirnar við Austurhöfn, voru sagðar vera í hagræðingarskyni og spyr stjórnarþingmaðurinn fyrst svo sé í pottinn búið hvort ekki sé skynsamlegra fyrir bankann að leita að ódýrari lóð en þeirri í miðborg Reykjavíkur.Sjá einnig: Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar LandsbankansSvona mun svæðið við Austurhöfn líta út með nýrri byggingu Landsbankans„Í umræðu um málið hefur verið bent á hagkvæmari kosti,[innskot blaðamanns: eins og Frosti Sigurjónsson gerði hér] gefum okkur að bankinn gæti komist af með höfuðstöðvar sem kosti hann 2 milljarða í stað þeirra 8 milljarða sem áætlanir gera ráð fyrir. Hvað væri hægt að gera fyrir þá fjármuni?” spyr Ásmundur. Hann heldur vangaveltunum áfram. „Á árinu 2012 var t.d. með einni aðgerð ákveðið að loka nokkrum útibúum og áætlaður meðalsparnaður samkvæmt fréttum frá bankanum var 50 milljónir á hvert útibú. Ef Landsbankinn færi hagkvæmari leið varðandi nýjar höfuðstöðvar þá hefði verið hægt að halda opnu einhverju af þeim fjölmörgu útibúum sem bankinn lokaði í nafni hagræðingar í 100-150 ár. Var verið að skerða þjónustu vítt og breitt um landið til að safna fyrir útborgun í nýjar höfuðstöðvar á dýrustu lóð landsins?” spyr hann ennfremur. Ásmundur lýkur pistil sínum á að hrósa stjórnendum bankans, sem „ hafa heldur dregið í land varðandi fyrirhugaða uppbyggingu,” að sögn þingmannsins og sé það vel. „En verði ráðist í þessa framkvæmd þá er það hrein og klár ögrun við almenning, enda bankinn eigna okkar allra eftir að ríkið endurreisti hann við hrun efnahagskerfisins.“
Tengdar fréttir Bankastjóri segir Hörpureitinn mjög hagkvæman fyrir Landsbankann Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann vilja vera í nálægð við samkeppnisaðila á fjármálamarkaði og viðskiptavini í miðborginni. 24. júlí 2015 12:00 Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, gagnrýnir byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Hún segist gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. 13. júlí 2015 17:44 Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43 Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Frosti vill höfuðstöðvarnar í Kópavog Formaður efnhags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að með því að færa höfuðstöðvar Landsbankans í Urðarhvarf megi spara skattborgurum um 5 milljarða króna. 15. júlí 2015 19:49 Bankastjóri Landsbankans: Bankinn sparar með nýjum höfuðstöðvum Steinþór Pálsson segir eigendur hans hafa getað, og muni geta, komið skoðunum sínum á nýjum höfuðstöðvum á framfæri á aðalfundi bankans. 23. júlí 2015 20:04 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bankastjóri segir Hörpureitinn mjög hagkvæman fyrir Landsbankann Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann vilja vera í nálægð við samkeppnisaðila á fjármálamarkaði og viðskiptavini í miðborginni. 24. júlí 2015 12:00
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, gagnrýnir byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Hún segist gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. 13. júlí 2015 17:44
Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43
Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18
Frosti vill höfuðstöðvarnar í Kópavog Formaður efnhags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að með því að færa höfuðstöðvar Landsbankans í Urðarhvarf megi spara skattborgurum um 5 milljarða króna. 15. júlí 2015 19:49
Bankastjóri Landsbankans: Bankinn sparar með nýjum höfuðstöðvum Steinþór Pálsson segir eigendur hans hafa getað, og muni geta, komið skoðunum sínum á nýjum höfuðstöðvum á framfæri á aðalfundi bankans. 23. júlí 2015 20:04