Innlent

Þó nokkrir yfirheyrðir vegna líkamsárásar og kynferðisbrots í Hrísey

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Atvikið átti sér stað á tjaldsvæðinu í Hrísey aðfaranótt laugardags.
Atvikið átti sér stað á tjaldsvæðinu í Hrísey aðfaranótt laugardags. vísir/friðrik
Lögreglan á Akureyri handtók á laugardagsmorgun karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa slegið unga ferðakonu í andlitið og áreitt hana kynferðislega. Atvikið átti sér stað á tjaldsvæðinu í Hrísey aðfaranótt laugardags.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni sló maðurinn konuna í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut minniháttar áverka og þurfti að leita á slysadeild.

Þá á maðurinn einnig að hafa áreitt konuna kynferðislega. Hún kærði málið til lögreglu og var maðurinn í kjölfarið handtekinn og færður til yfirheyrslu. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en rannsókn málsins stendur enn yfir og hafa þó nokkrir verið yfirheyrðir vegna þess.

Mbl.is greindi fyrst frá málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×