Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2015 19:55 Björn Ingi Hrafnsson er einn af eigendum Vefpressunnar ehf. Vísir/Ernir Vefpressan ehf. hefur keypt útgáfuréttinn af vikublöðum sem Fótspor ehf. hefur hingað til gefið út. Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að honum hefði verið tilkynnt af eigendum Fótspors ehf. að fyrirtækið myndi hætta útgáfu frá og með deginum í dag.Skjótt skipast veður í lofti sem er ekkert nýtt í fjölmiðlaheiminum. Eftir fjögurra ára farsælt útgáfusamstarf með Á...Posted by Björn Þorláksson on Saturday, July 25, 2015„Verð að minnka við mig“ Ámundi Ámundason er ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors ehf. en hann segir í samtali við Vísi fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressuna ehf., hafa keypt útgáfuréttinn að blöðum sem Fótspor hefur hingað til gefið út. Rekstri Fótspors ehf. verður hætt en Ámundi mun taka til starfa hjá Vefpressunni. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir Ámundi í samtali við Vísi um málið en hann segir fyrirtækið Fótspor ehf. skulda hvergi krónu.Ámundi Ámundason. Vísir/Ernir„Málið er það, sem er líka skemmtilegt, að ég mun vinna hjá hinu nýja útgáfufélagi og byrja vinna þar fyrsta september hjá Birni Inga sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi. Ekki náðist í Björn Inga Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar ehf., við vinnslu þessarar fréttar.Gífurleg vinna Hann segir Fótspor ehf. hafa gefið út 12 blöð og það sé gífurleg vinna. Á meðal þeirra eru blöðin Akureyri Vikublað, Reykjavík Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur, Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær, Reykjanesblaðið, Selfossblaðið, Vesturlandsblaðið, Austurland, Vestfirðir. Hann segir blöðin vera þau langvinsælustu í hverju héraði fyrir sig. „Núna slepp ég við allt rekstrarvandamál þegar ég fer að vinna hjá Birni Inga. Það er svo skrýtið þó ég sé kominn á þennan aldur þá eru allir fjölmiðlar búnir að bjóða mér vinnu sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi.„Álag á einum manni“ Hann segir Björn Inga hafa haft samband við sig að fyrra bragði og hann sé mjög ánægður með þessa niðurstöðu. „Hugsaðu þér ef ég yrði veikur á næsta eða þar næsta ári, sem ég trúi ekki af því ég er svo velbyggður, þá myndi útgáfan hrynja. Þetta er rosa álag á einum manni að sjá um þennan rekstur,“ segir Ámundi sem er á leiðinni í sólarlandafrí að eigin sögn. „Nú fer ég bara á CostadelSol á mánudaginn klukkan átta um morguninn og ligg á maganum í tíu daga í sólbaði og svo á bakinu í aðra tíu daga, það þýðir tuttugu daga á CostadelSol.“ Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Vefpressan ehf. hefur keypt útgáfuréttinn af vikublöðum sem Fótspor ehf. hefur hingað til gefið út. Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að honum hefði verið tilkynnt af eigendum Fótspors ehf. að fyrirtækið myndi hætta útgáfu frá og með deginum í dag.Skjótt skipast veður í lofti sem er ekkert nýtt í fjölmiðlaheiminum. Eftir fjögurra ára farsælt útgáfusamstarf með Á...Posted by Björn Þorláksson on Saturday, July 25, 2015„Verð að minnka við mig“ Ámundi Ámundason er ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors ehf. en hann segir í samtali við Vísi fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressuna ehf., hafa keypt útgáfuréttinn að blöðum sem Fótspor hefur hingað til gefið út. Rekstri Fótspors ehf. verður hætt en Ámundi mun taka til starfa hjá Vefpressunni. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir Ámundi í samtali við Vísi um málið en hann segir fyrirtækið Fótspor ehf. skulda hvergi krónu.Ámundi Ámundason. Vísir/Ernir„Málið er það, sem er líka skemmtilegt, að ég mun vinna hjá hinu nýja útgáfufélagi og byrja vinna þar fyrsta september hjá Birni Inga sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi. Ekki náðist í Björn Inga Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar ehf., við vinnslu þessarar fréttar.Gífurleg vinna Hann segir Fótspor ehf. hafa gefið út 12 blöð og það sé gífurleg vinna. Á meðal þeirra eru blöðin Akureyri Vikublað, Reykjavík Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur, Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær, Reykjanesblaðið, Selfossblaðið, Vesturlandsblaðið, Austurland, Vestfirðir. Hann segir blöðin vera þau langvinsælustu í hverju héraði fyrir sig. „Núna slepp ég við allt rekstrarvandamál þegar ég fer að vinna hjá Birni Inga. Það er svo skrýtið þó ég sé kominn á þennan aldur þá eru allir fjölmiðlar búnir að bjóða mér vinnu sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi.„Álag á einum manni“ Hann segir Björn Inga hafa haft samband við sig að fyrra bragði og hann sé mjög ánægður með þessa niðurstöðu. „Hugsaðu þér ef ég yrði veikur á næsta eða þar næsta ári, sem ég trúi ekki af því ég er svo velbyggður, þá myndi útgáfan hrynja. Þetta er rosa álag á einum manni að sjá um þennan rekstur,“ segir Ámundi sem er á leiðinni í sólarlandafrí að eigin sögn. „Nú fer ég bara á CostadelSol á mánudaginn klukkan átta um morguninn og ligg á maganum í tíu daga í sólbaði og svo á bakinu í aðra tíu daga, það þýðir tuttugu daga á CostadelSol.“
Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira