Mitsubishi lokar einu verksmiðju sinni í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2015 09:46 Mitsubishi Outlander PHEV tvíorkubíll. Allar líkur eru á því að japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi muni loka einu samsetningarverksmiðju sinni í Bandaríkjunum. Þessi verksmiðja var opnuð árið 1988 og í henni vinna nú tæplega 1.000 manns. Hætt er við því að þeir missi vinnu sína brátt þar sem Mitsubishi hyggst loka henni á næstunni. Ástæðan er ekki dræm sala Mitsubishi bíla í Bandaríkjunum, heldur er vinnustaðasamningur þess við starfsmenn að renna út og við það mun kostnaður við framleiðslu bíla þar aukast og því hyggst Mitsubishi frekar framleiða bíla sína annarsstaðar, líklega í Asíu. Í fyrra voru framleiddir 69.178 Mitsubishi Outlander Sport bílar í verksmiðjunni, sem bæði voru seldir í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Á blómatíma verksmiðjunnar árið 2000 voru framleiddir 200.000 bílar í henni, en nú um þriðjungur þess. Sala Mitsubishi hefur á undanförnum árum verið niðurávið í Bandaríkjunum, en í ár ber þó svo við að salan hefur aukist um 25% og alls hafa selst 49.544 bílar á fyrri helmingi ársins, sem ekki getur reyndar talist mikið á 17 milljón bíla markaði. Mitsubishi hefur þó þau áform að halda áfram sölu bíla sinna í Bandaríkjunum þó fyrirtækið muni næsta víst loka einu verksmiðju sinni þar. Bílarnir verða fluttir inn frá öðrum löndum. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Allar líkur eru á því að japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi muni loka einu samsetningarverksmiðju sinni í Bandaríkjunum. Þessi verksmiðja var opnuð árið 1988 og í henni vinna nú tæplega 1.000 manns. Hætt er við því að þeir missi vinnu sína brátt þar sem Mitsubishi hyggst loka henni á næstunni. Ástæðan er ekki dræm sala Mitsubishi bíla í Bandaríkjunum, heldur er vinnustaðasamningur þess við starfsmenn að renna út og við það mun kostnaður við framleiðslu bíla þar aukast og því hyggst Mitsubishi frekar framleiða bíla sína annarsstaðar, líklega í Asíu. Í fyrra voru framleiddir 69.178 Mitsubishi Outlander Sport bílar í verksmiðjunni, sem bæði voru seldir í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Á blómatíma verksmiðjunnar árið 2000 voru framleiddir 200.000 bílar í henni, en nú um þriðjungur þess. Sala Mitsubishi hefur á undanförnum árum verið niðurávið í Bandaríkjunum, en í ár ber þó svo við að salan hefur aukist um 25% og alls hafa selst 49.544 bílar á fyrri helmingi ársins, sem ekki getur reyndar talist mikið á 17 milljón bíla markaði. Mitsubishi hefur þó þau áform að halda áfram sölu bíla sinna í Bandaríkjunum þó fyrirtækið muni næsta víst loka einu verksmiðju sinni þar. Bílarnir verða fluttir inn frá öðrum löndum.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent