Bankastjóri Landsbankans: Bankinn sparar með nýjum höfuðstöðvum Heimir Már Pétursson skrifar 23. júlí 2015 20:04 Landsbankinn fékk lóð undir nýjar höfuðstöðvar á um þrefalt lægra verði en lóðir í miðborginni eru að fara á í dag. Bankastjóri bankans segir byggingu nýrra höfuðstöðva stuðla að sparnaði í rekstri sem komi bæði eigendum bankans og viðskiptavinum til góða. Byggingaráform Landsbankans í holunni við hliðina á Hörpu hafa vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu og jafnvel verið kölluð bruðl og óþarfi. Vissulega má deila um staðsetningu byggingarinnar en eitt er víst að Landsbankinn fékk lóðina á afar góðum kjörum og jarðvegsvinnu á lóðinni er að auki lokið. Bankinn fékk lóðina á 58 þúsund krónur fermetrann en innifalið í því verði voru gatnagerðargjöld sem eru um 19.000 krónur. Því má segja að fermetraverðið sé 39 þúsund krónur sem telst mjög lágt verð. Nú stendur til að byggja íbúðablokkir á lóðinni við hótel Marina við hlið gamla slippsins. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var fermetraverð lóðarinnar um eitt hundrað þúsund krónur, eða tæplega þrisvar sinnum hærra en verðið á Landsbankalóðinni. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir áætlað að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, að lóðarkostnaði meðtöldum, kosti átta milljarða króna sem borgi sig upp á tíu árum.Hagkvæm fjárfesting„Þetta er hagkvæm fjárfesting. Við erum að spara 700 milljónir króna á ári. Þannig að þetta kemur strax til baka. Rekstrarreikningur bankans verður þá 700 milljónum króna betri en hann er í dag,“ segir Steinþór. Þessi fjárfesting muni því árlega gera bankanum betur kleift að greiða eiganda sínum, ríkinu, arð og lækka kostnað viðskiptavina bankans. Hér sé ekki um montbyggingu að ræða enda sé bankinn í dag í einu fallegasta húsi landsins.Sjá einnig: Kári Stefánsson vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Það hafa margir blandað sér í þessa umræðu. Þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hann hefur talað um að bankinn gæti einfaldlega farið inn í Tollstjórabygginguna. Hún ætti að duga bankanum? „Já, Tollhúsið. Ég er alveg sammála forsætisráðherra um að það er glæsileg bygging. Þetta er skrifstofubygging að stórum hluta,“ segir Steinþór. En ef hún væri á lausu þyrfti að eyða töluverðu fé í að laga hana og byggja við hana. Hann hafi kannað kaup á henni fyrir nokkrum árum. „Svörin komu til baka um að ríkið ætlaði að nýta þetta fyrir tollstjóra og fleira. Þannig datt það upp fyrir þá,“ segir Steinþór. Hann segir verðið á Hörpureitunum hafa verið gott og bankinn vilji vera með starfsemi í návígi við aðra fjármálastarfsemi í landinu, sem og þjóna viðskiptavinum og ferðamönnum. Þá segir hann eigendur bankans, ríkissjóð, geta og hafa komið að málum því aðalfundur hafi verið haldinn frá því lóðin var keypt. „Næsti skipulagði fundur er í vor. Þá verða engar framkvæmdir hafnar. Þannig að aðkoma eigenda er tryggð. Þeir geta þá sett sitt sjónarhorn á allt málið,“ segir Steinþór. En Landsbankinn er ekki einn í byggingarhugleiðingum. Íslandsbanki er með um sjö þúsund fermetra höfuðstöðvar á Kirkjusandi og er að skoða að stækka þær um nokkur þúsund fermetra. En höfuðstöðvar Íslandsbanka eru nú á þremur stöðum í borginni. Tengdar fréttir Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49 Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, gagnrýnir byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Hún segist gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. 13. júlí 2015 17:44 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Landsbankinn fékk lóð undir nýjar höfuðstöðvar á um þrefalt lægra verði en lóðir í miðborginni eru að fara á í dag. Bankastjóri bankans segir byggingu nýrra höfuðstöðva stuðla að sparnaði í rekstri sem komi bæði eigendum bankans og viðskiptavinum til góða. Byggingaráform Landsbankans í holunni við hliðina á Hörpu hafa vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu og jafnvel verið kölluð bruðl og óþarfi. Vissulega má deila um staðsetningu byggingarinnar en eitt er víst að Landsbankinn fékk lóðina á afar góðum kjörum og jarðvegsvinnu á lóðinni er að auki lokið. Bankinn fékk lóðina á 58 þúsund krónur fermetrann en innifalið í því verði voru gatnagerðargjöld sem eru um 19.000 krónur. Því má segja að fermetraverðið sé 39 þúsund krónur sem telst mjög lágt verð. Nú stendur til að byggja íbúðablokkir á lóðinni við hótel Marina við hlið gamla slippsins. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var fermetraverð lóðarinnar um eitt hundrað þúsund krónur, eða tæplega þrisvar sinnum hærra en verðið á Landsbankalóðinni. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir áætlað að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, að lóðarkostnaði meðtöldum, kosti átta milljarða króna sem borgi sig upp á tíu árum.Hagkvæm fjárfesting„Þetta er hagkvæm fjárfesting. Við erum að spara 700 milljónir króna á ári. Þannig að þetta kemur strax til baka. Rekstrarreikningur bankans verður þá 700 milljónum króna betri en hann er í dag,“ segir Steinþór. Þessi fjárfesting muni því árlega gera bankanum betur kleift að greiða eiganda sínum, ríkinu, arð og lækka kostnað viðskiptavina bankans. Hér sé ekki um montbyggingu að ræða enda sé bankinn í dag í einu fallegasta húsi landsins.Sjá einnig: Kári Stefánsson vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Það hafa margir blandað sér í þessa umræðu. Þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hann hefur talað um að bankinn gæti einfaldlega farið inn í Tollstjórabygginguna. Hún ætti að duga bankanum? „Já, Tollhúsið. Ég er alveg sammála forsætisráðherra um að það er glæsileg bygging. Þetta er skrifstofubygging að stórum hluta,“ segir Steinþór. En ef hún væri á lausu þyrfti að eyða töluverðu fé í að laga hana og byggja við hana. Hann hafi kannað kaup á henni fyrir nokkrum árum. „Svörin komu til baka um að ríkið ætlaði að nýta þetta fyrir tollstjóra og fleira. Þannig datt það upp fyrir þá,“ segir Steinþór. Hann segir verðið á Hörpureitunum hafa verið gott og bankinn vilji vera með starfsemi í návígi við aðra fjármálastarfsemi í landinu, sem og þjóna viðskiptavinum og ferðamönnum. Þá segir hann eigendur bankans, ríkissjóð, geta og hafa komið að málum því aðalfundur hafi verið haldinn frá því lóðin var keypt. „Næsti skipulagði fundur er í vor. Þá verða engar framkvæmdir hafnar. Þannig að aðkoma eigenda er tryggð. Þeir geta þá sett sitt sjónarhorn á allt málið,“ segir Steinþór. En Landsbankinn er ekki einn í byggingarhugleiðingum. Íslandsbanki er með um sjö þúsund fermetra höfuðstöðvar á Kirkjusandi og er að skoða að stækka þær um nokkur þúsund fermetra. En höfuðstöðvar Íslandsbanka eru nú á þremur stöðum í borginni.
Tengdar fréttir Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49 Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, gagnrýnir byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Hún segist gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. 13. júlí 2015 17:44 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, gagnrýnir byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Hún segist gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. 13. júlí 2015 17:44
Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18
Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41