Innlent

HIV smit: Sá grunaði nígerískur hælisleitandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Nígerískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa smitað stúlkur af HIV-veirunni. Maðurinn er hælisleitandi hér á landi og hefur verið hér á landi í meira en ár. Þetta hefur fréttastofa Vísis eftir áreiðanlegum heimildum.

„Þetta mál er til rannsóknar og skoðunar og það er bara of snemmt að vera með neinar frekari bollaleggingar núna,“ segir Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, aðspurður um málið.

Lögreglan rannsakar nú mál mannsins í samstarfi við sóttvarnarlækni. Ekki er vitað hve margar konur eru smitaðar af veirunni eftir manninn. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum síðar í dag vegna málsins. Það kom fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var fjölmiðlum nú fyrir skemmstu.

„Öll mál eru sérstök en við þekkjum það vel í gegnum tíðina að við höfum verið að rekja smit og þá hefur oft þurft að fá aðstoð lögreglu við að finna fólk. En það var ekkert þannig í þessu tilfelli beint að svoleiðis væri til að dreifa. En við vinnum með þessum hætti, að finna smitað fólk, meðhöndla það, rekja smit og koma í veg fyrir útbreiðslu,” segir Haraldur.

HIV-veiran getur valdið alnæmi en veiran brýtur niður ónæmiskerfi líkamans ef ekki koma til lyf sem duga. Ekki fá allir alnæmi sem smitast af veirunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×