Hrun er í makrílveiðum smábáta það sem af er sumri samanborið við veiðarnar í fyrra. Mun færri bátar eru byrjaðir á veiðum en þá og svo hefur aflinn í mörgun tilvikum verið mun minni.
Þannig eru þónokkrir bátar, sem taldir eru upp á vefnum Aflafréttir, aðeins búnir að fá örfá kíló, eða alveg niður í eitt kíló í róðri.
Áhugaleysi smábátasjómanna á þessum veiðum almennt, má hinsvegar að mestu rekja til þess að alger óvissa ríkir enn um afurðaverð fyrir makríl þar sem fjárhagsörðugleikar herja á helstu makraðssvæðunum í Rússlandi, Nígeríu og Úkraínu.
Hrun í makrílveiðum smábáta

Tengdar fréttir

Ískalt haf og enginn makríll
Hitastig sjávar við Ísland hefur ekki verið lægra síðan 1997, samkvæmt mælingum Hafró. Áta er undir meðallagi.