Innlent

Hrun í makrílveiðum smábáta

Gissur Sigurðsson skrifar
Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar sýna að hitastig sjávar fyrir sunnan og vestan landið hefur ekki mælst lægra í 18 ár – eða síðan 1997.
Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar sýna að hitastig sjávar fyrir sunnan og vestan landið hefur ekki mælst lægra í 18 ár – eða síðan 1997. Vísir/Óskar
Hrun er í makrílveiðum smábáta það sem af er sumri samanborið við veiðarnar í fyrra. Mun færri bátar eru byrjaðir á veiðum en þá og svo hefur aflinn í mörgun tilvikum verið mun minni.

Þannig eru þónokkrir bátar, sem taldir eru upp á vefnum Aflafréttir, aðeins búnir að fá örfá kíló, eða alveg niður í eitt kíló í róðri.

Áhugaleysi smábátasjómanna á þessum veiðum almennt, má hinsvegar að mestu rekja til þess að alger óvissa ríkir enn um afurðaverð fyrir makríl þar sem fjárhagsörðugleikar herja á helstu makraðssvæðunum í Rússlandi, Nígeríu og Úkraínu.


Tengdar fréttir

Ískalt haf og enginn makríll

Hitastig sjávar við Ísland hefur ekki verið lægra síðan 1997, samkvæmt mælingum Hafró. Áta er undir meðallagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×