Ásmundur stýrir ÍBV út leiktíðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 16:48 Ásmundur Arnarsson við undirskrifftina í Eyjum í dag. mynd/íbv Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Ásmundur Arnarsson verið ráðinn þjálfari ÍBV, en þetta staðfestir félagið í fréttatilkynningu. Ásmundur stýrir Eyjaliðinu út leiktíðina í stað Jóhannesar Harðarsonar sem verður í leyfi frá störfum af persónulegum ástæðum það sem eftir lifir sumar. Ásmundur var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum vegna dapurs gengis liðsins, en honum er nú ætlað að bjarga Eyjamönnum frá falli. ÍBV er með ellefu stig í 10. sæti Pepsi-deildarinnar, en það vann Fjölni, 4-0, í síðustu umferð.Fréttatilkynning ÍBV: „Knattspyrnuráð karla ÍBV og Ásmundur Arnarsson hafa náð samkomulagi um að Ásmundur taki við meistaraflokksliði karla ÍBV og stýri því út leiktíðina í fjarveru Jóhannesar Þórs Harðarssonar, sem hefur fengið leyfi frá störfum út leiktíðina af persónulegum ástæðum. Ásmundur, eða Ási, er lærður sjúkraþjálfari og rekstrarstjóri Flexor. Ási spilaði lengi vel í efstu deild karla, lengst af með Fram en endaði ferilinn með Völsungi á Húsavík, enda Húsvíkingur í húð og hár. Eftir þann feril sneri Ási sér að þjálfun, fyrst sem þjálfari Völsungs en tók árið 2005 við 1. deildarliði Fjölnis og fór með það lið upp í deild þeirra bestu árið 2007 og kom því tvisvar í bikarúrslit á Laugardalsvelli. Ási hefur þjálfað lið Fjölnis og Fylkis í Pepsídeildinni og hefur mikla og góða reynslu úr þeirri deild. Knattspyrnuráð ÍBV fagnar komu Ása til félagsins og hlakkar til góðs samstarfs þar sem byggt er á því góða starfi sem Jói Harðar hefur unnið í vetur, vor og sumar. Um leið vill Jói Harðar og knattspyrnuráð karla ÍBV þakka leikmönnum ÍBV fyrir frábært starf undanfarnar vikur við erfiðar aðstæður og einnig stuðningsfólki liðsins í Eyjum og uppi á landi. Það starf og sá einbeitti vilji að halda ÍBV í deild þeirra bestu hefur skilað mörgum mörkum og stigum og stefnan sett á að halda þeim kúrsi. Eyjamenn eru þekktir fyrir samheldni og baráttu og þau einkenni höldum við áfram að bera með stolti. Áfram ÍBV, alltaf, allsstaðar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Ásmundur Arnarsson verið ráðinn þjálfari ÍBV, en þetta staðfestir félagið í fréttatilkynningu. Ásmundur stýrir Eyjaliðinu út leiktíðina í stað Jóhannesar Harðarsonar sem verður í leyfi frá störfum af persónulegum ástæðum það sem eftir lifir sumar. Ásmundur var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum vegna dapurs gengis liðsins, en honum er nú ætlað að bjarga Eyjamönnum frá falli. ÍBV er með ellefu stig í 10. sæti Pepsi-deildarinnar, en það vann Fjölni, 4-0, í síðustu umferð.Fréttatilkynning ÍBV: „Knattspyrnuráð karla ÍBV og Ásmundur Arnarsson hafa náð samkomulagi um að Ásmundur taki við meistaraflokksliði karla ÍBV og stýri því út leiktíðina í fjarveru Jóhannesar Þórs Harðarssonar, sem hefur fengið leyfi frá störfum út leiktíðina af persónulegum ástæðum. Ásmundur, eða Ási, er lærður sjúkraþjálfari og rekstrarstjóri Flexor. Ási spilaði lengi vel í efstu deild karla, lengst af með Fram en endaði ferilinn með Völsungi á Húsavík, enda Húsvíkingur í húð og hár. Eftir þann feril sneri Ási sér að þjálfun, fyrst sem þjálfari Völsungs en tók árið 2005 við 1. deildarliði Fjölnis og fór með það lið upp í deild þeirra bestu árið 2007 og kom því tvisvar í bikarúrslit á Laugardalsvelli. Ási hefur þjálfað lið Fjölnis og Fylkis í Pepsídeildinni og hefur mikla og góða reynslu úr þeirri deild. Knattspyrnuráð ÍBV fagnar komu Ása til félagsins og hlakkar til góðs samstarfs þar sem byggt er á því góða starfi sem Jói Harðar hefur unnið í vetur, vor og sumar. Um leið vill Jói Harðar og knattspyrnuráð karla ÍBV þakka leikmönnum ÍBV fyrir frábært starf undanfarnar vikur við erfiðar aðstæður og einnig stuðningsfólki liðsins í Eyjum og uppi á landi. Það starf og sá einbeitti vilji að halda ÍBV í deild þeirra bestu hefur skilað mörgum mörkum og stigum og stefnan sett á að halda þeim kúrsi. Eyjamenn eru þekktir fyrir samheldni og baráttu og þau einkenni höldum við áfram að bera með stolti. Áfram ÍBV, alltaf, allsstaðar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira