Tónlist

Hlustaðu á lag með mjálmi í stað hljóðfæra

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Killer Mike og El-P eignuðu sér sviðið á Ásbrú.
Killer Mike og El-P eignuðu sér sviðið á Ásbrú. vísir/ernir
Þeir aðdáendur Run the Jewels sem hafa beðið eftir plötunni Meow the Jewels geta nú heyrt fyrsta lag hennar. Lagið heitir Meowrly og er kattaútgáfan af laginu Early sem má finna á annarri plötu sveitarinnar.

Þegar dúóið gaf út Run the Jewels 2 söfnuðu þeir fyrir plötunni gegnum síðuna Kickstarter. Þá var í boði að borga ákveðna upphæð, 40.000 dollara, og drengirnir myndu endurhljóðblanda plötuna með kattahljóðum í stað hljóðfæra.



„Ég skil ekki hvers vegna fólk er spennt fyrir þessu. Ég meina, þetta er rappplata með kattahljóðum. Hún verður aldrei góð,“ sagði annar meðlimurinn, El-P, í viðtali við Fréttablaðið þegar sveitin kom til landsins á spila á ATP hátíðinni. „Allir stærstu pakkarnir sem við buðum upp á voru grín og við bjuggumst aldrei við því að nokkur þeirra yrði fjármagnaður.“

Platan sjálf er væntanleg með haustinu og bíða aðdáendur spenntir eftir henni þrátt fyrir að meðlimirnir séu ekki jafn spenntir. Hægt er að heyra Meowrly hér í fréttinni og að auki fylgir upprunaleg útgáfa lagsins svo fólk geti borið þau saman.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×